Það sem ég man úr þeim..
Todie og Lou semja.. svo þeir þurfa ekki að fara úr húsinu..

Lou var að drífa sig í brúðkaupið hjá Libby og Drew, var að lyfta tölvuskjá þegar hann tognaði í bakinu og þurti því að fara á spítala og læti og misti af brúðkaupinu.

Brúðkaupið var.. frekar leiðinlegt, Karl hélt ræðuna og Drew söng, Libby ætlaði aldrei að hætta að væla á meðan Drew var asð syngja, henni fannst þetta svo æðislegt.

Lou er á spítalanum í eitthvern tima og Dee er alltaf hjá honum tilhalds og trausts. Louise heimsækir pabba sinn á spítalan og er alltaf jafn bæld..
Lou fer eitthvað að tala um það að hver gæti hugsað um hana ef hann myndi ekki meika þetta og blabla Dee segir honum að hann sé frábær faðir og það séu allir að hjálpa honum og eitthvað svona væmið

Drew og Libby fara í brúðkaupsferðina og ég tók eftir því að hann klifti sig fyrir ferðina en ekki brúðkaupið sjálft. Hann lítur bara miklu betur út núna. Þau eru að tapa sér úr væmni í þessari ferð. Svo taka þau eftir að eitthver er alltaf að taka myndir af þeim, Svo á endanum komast þau að því að það er hún GERI! Helvítið er komið aftur. Þá hafði hún farið í þessa ferð til þess að taka myndir af þeim fyrir blaðið, framhald af brúðkaupsdálknum hennar Libby eða eitthvað þess háttar.

Lance og Alana ákveða að fara á eitthverja sona Geimveru ferð eftir 5 vikur, þau byrja að safna og ákveða að selja eitthvað af þessu Star Trek drasli sínu. Svo segir Lance upp húsnæðinu vegna þess að hann segir að það sé óvist hvort hann komi aftur..

Harold er alveg að tapa sér yfir þessum ráðskonudálki í blaðinu, ætlar að safna undirskriftum til þes að fá að losna við hann

Ég veit ekki hvort þetta er bara ég.. en fólkið þarna verður leiðinlegra og leiðinlegra eftir því sem líður á þættina