Kennedy fjölskyldan Mig langaði aðeins til að hafa hér smá pistil um Kennedy fjölskylduna og segja frá tíma þeirra í nágrönnum.

Fjölskyldan kom fyrst á sjónarsviðið í þætti nr. 2242 ef heimildir eru réttar. Þau fluttu öll saman á Ramsey götu frá sveitinni eftir að slúðursaga hafði komist út um að Karl hafði drepið einn af sjúklingunum sínum. Börnin voru fyrst mjög reið yfir þessum flutningum en tóku því síðar betur.

Karl Kennedy (Alan Fletcher)

Dr Kennedy var kallaður Karl, eftir Karl Marx. Pabbi hans var socialisti. Maðurinn sem ól hann svo upp var ekki hans raunverulegi faðir heldur var það sérvitur sjómaður.

Hann er vel þekktur fyrir skap sitt og að halda þessa svokölluðu fjölskyldu fundi.
Eftir að Karl átti þátt í láti Cheryl Stark (konu Lou C) hætti hann um tíma sem læknir.

Malcolm Kennedy (Benji McNair)

Sá elsti af krökkunum. Það fyrsta sem hann gerði þegar þau fluttu inn í götuna var að skjóta Lou óvart.

Libby Kennedy (Kim Valentine)

Libby ætlaði að verða blaðamaður í skóla og varð það svo á endanum, hún er miðju barnið. Um leið og hún kom á Ramsey götu sá Brett Stark hana og varð hrifinn. (HÖFUM VIÐ SÉÐ ÞAÐ ÁÐUR???) Svo var hún með Sonny Hammond og Darren Stark.

Billy Kennedy (Jesse Spencer)

Yngstur, hættur (eða í hléi) Það var hann sem kom með Kássu, kindina og vildi hafa hana sem gæludýr þegar þau fluttu.

Susan Kennedy (man ekki)

Kona Karls, hefur gengið í gegnum margt með kallinum. Hún tók hann auðvitað aftur í sátt eftir allt vesenið með Söru. Varð fljótlega kennari í skólanum (skólastjóri núna) eftir að þau fluttu inn í hverfið. Annars er hún röksemdar rödd fjölskyldunnar og minnir Lynn Skully mann dáldið á Susan þegar hún flutti fyrst inn í hverfið.

Komið nóg.
eddig

örlítið vitnað í
www.neighbours.com