Holly Valance er einna þekktust fyrir að hún leikur í uppáhalds sápuóperunni minni, Nágrönnum. Þar leikur hún unga stúlku sem heitir Felicity Scully. Hún hefur ákveðið að feta í fótspor Kylie Minogue, sem lék líka einu sinni í Nágrönnum, og gerast poppstjarna. Þessi 18 ára mær gefur út smáskífu bráðlega bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum. Tónlistin hennar flokkast undir “tyggigúmmi-pop” og hún á ábyggilega eftir að gera það gott.

Kylie Minogue er ekki sú eina sem hefur orðið fræg söngkona eftir að hafa leikið í nágrönnum. Natalie Imbruglia varð líka vinsæl eftir að leika kærustu Brad ef ég man rétt í Nágrönnum. Svo varð auðvitað Jason Donnavan (kannski ekki skrifað svona) frægur og lék m.a. í Jeus Christ Superstar í leikhúsinu í London.

heimild: www.hamstur.is