Ég er að horfa á þessa sápu einmitt núna, það eru bara komnar 8 þættir og samtals eiga þættirnar að vera 24. Þetta er glæný sería og er strax komin á “fav-listann” minn.

Þetta er kóresk sápa, geðveikt sætir gaurar í þessu og söguþráðurinn er æðislegur. Ég hef séð Taiwansku útgáfuna af þessu og Japanska og Kóreska útgáfan er án efa BEST!

Ég er mikill sápu-fíkill og hef séð helling af sápum, við erum að tala um yfir 100. Sjaldan er ég svona hrifin af sápu, þessi sápa er, getum við sagt.. Að færast upp í nr.1 á listanum mínum. Endilega tjékkið þetta, frábær sápa, vel gerð og næs gaurar.

Söguþráður:
Fátæk stelpa kemst inn í geðveikt ríkan skóla. 4 gaurar í skólanum ráða yfir skólanum, einn þeirra er leiðtoginn og er ríkastur, hann á að vera geðveikt ríkur, á helling af verksmiðjum og hann getur bara farið út um allt og rekið fólk úr störfum eins og hann vill, s.s. mjög dekraður. Allar stelpurnar vilja ganga í augum á þessum strákum og sérstaklega leiðtoganum. Fátæka stelpan fannst þetta vera fáránlegt og berst á móti þeim. Hún verður hrifin af einn þeirra, hann er hljóðlátur og fílar það að vera einn. Leiðtoginn verður ástfanginn af henni og býst við að hún sé það líka þar sem honum hefur aldrei verið hafnað áður. Hann gerir allt fyrir hana og vill BARA hana. En hvern velur hún?

Ég ætla ekki að spoila og mikið en þessi sápa er mjög velgerð og aðalleikarinn er geðveikt næs. Endilega spekkið þessa sápu át ;D
kengúúrúúú-íííís