Persónur í La Fea Más Bella Hæ. Ég skrifaði um persónur í mexíkósku sápunni La Fea Más Bella (eftir Betty La Fea, upprunalega Ugly Betty), og ákvað að setja það inn sem grein. Njótið:) OG ENGIN SKÍTAKOMMENT!

LA FEA MÁS BELLA PERSÓNUR

Lety, fjölskyldan og vinir hennar

Leticia Padilla Solís (Lety) - Angélica Vale

Lety er mjög indæl og heillandi, en “ljót” kona. Í fyrsta þættinum var hún ráðin sem ritari forstjóra Conceptos, Fernando Mendiola, ásamt Aliciu Ferreira. Alveg frá upphafi hefur hún verið ástfangin af Fernando. Hún er hötuð af flestum í fyrirtækinu, sérstaklega Marciu, en er góð vinkona kvennanna í El Cuartel de las Feas (Ljóta Liðið), og tilheyrir honum. Hún og Fernando voru í leynilegu ástarsambandi, en Lety var oft með samviskubit út af Marciu, sem er unnusta hans. Það dramatískasta í lífi Lety er þegar hún fann miða frá Omar, aðstoðarforstjóranum, sem sannaði að Fernando plataði hana til að verða ástfangna svo hún og vinur hennar Tomás tækju ekki fyrirtækið (Lety er löglegur eigandi Conceptos), en Fernando er orðinn ástfanginn af henni í alvöru. Hún sýndi alvöru uppgjörið á stjórnarfundinum mikla, setti bréf Omars í möppu Fernando og Omar og gaf Marciu uppsagnarbréf sitt, en áður en hún fór sá Marcia bréfið og allar gjafirnar sem Fernando/Omar gaf henni. Lety breyttist algjörlega þegar hún hitti vin sinn Aldo, myndarlegan kokk, í Acapulco, en hún var að vinna fyrir vinkonu sína, Carolinu.
Lety er leikin af mexíkósku söng-og leikkonunni Angélicu Vale.

Tomás Mora - Luis Manuel Ávila

Tomás er besti vinur Lety, lítur á hana sem systur sína, eins “ljótur” og hann er líka. Honum þykir gott að borða:) Hann er leynilega ástfanginn af Aliciu, mesti óvinur Lety, og er alltaf með mynd af henni á sér. Hann montaði sig oft af því að vera forstöðumaður Filmo Imagen, fyrirtækið sem hann og Lety bjuggu til fyrir Conceptos, en nú er hann aðstoðarforstjóri Conceptos. Hann þóttist vera kærasti Lety, fyrst til að enginn komist að sambandi hennar og Fernando, og svo til að gera Fernando afbrýðissaman. Hann breytti útliti sínu smá til að líkjast Aldo, til að hrífa Aliciu.
Er leikinn af leikaranum Luis Manuel Ávila.

Erasmo Padilla - José José

Erasmo er pabbi Lety. Hann er ROSA strangur og sér Lety ennþá fyrir sér sem litla stelpu sem getur ekki séð um sig sjálfa, sérstaklega eftir hörmunginn sem gerðist fyrir nokkrum árum, þegar nágrannar hennar veðjuðu við einhvern gaur hvort hann gæti sofið hjá henni. Hann er hræddur við miklar breytingar, en hjálpaði Tomás með bókhaldið í Filmo Imagen. Erasmo er leikinn af söng-og leikaranum José José.

Julieta Solís De Padilla - Angélica María

Julieta er mamma Lety. Hún er talin vera góður kokkur, og umfram allt, góð móðir. Lety segir henni ekki allt sem gerist í lífi hennar, en móðurlega eðlishvötin segir henni alltaf hvað á að gera. Julieta er leikin af söng-og leikkonunni Angélicu Maríu, og má þess geta að hún er mamma Angélicu Vale (Lety) í alvöru.

Carolina Ángeles - Nora Salinas

Carolina var skipuleggjandi Conceptos til almennis (almannatengill Conceptos). Hún virðist koma oft þegar Lety á persónulegum vandræðum og hjálpar henni. Hún áttar sig fljótt á aðstæðum og setur fólk eða hluti í rétta stöðu. Hún og Lety eru góðar vinkonur.
Carolina er leikin af leikkonunni Noru Salinas.

Starfsfólk Conceptos (fyrir utan Ljóta Liðið)

Fernando Mendiola - Jaime Camil

Fernando er sonur Humberto Mendiola, forstjóri og hluthafi Conceptos. Vegna þess hver óreyndur hann er, hefur Lety hjálpað honum mikið, og hann lét hana vera aðstoðarkonu sína eftir smá tíma. Þau fara að vera saman þegar hann er ennþá trúlofaður Marciu, en upprunalega var það bara til að hún tæki ekki fyrirtækið með Tomás, sem er algjört bull. En hann er orðinn ástfangin af henni, hann hefur aldrei verið ástfangin af Marciu þannig, þau ólust upp saman og fjölskyldurnar hafa verið vinir lengi og stofnuðu fyrirtækið saman, svo það var alltaf bara ætlast til þess að þau myndu giftast. Ég held að hann hafi engan áhuga á fyrirtækinu heldur. Hann þolir ekki Aldo því hann og Lety eru góðir vinir (afbrýðissemi) ;)
Er leikinn af söng-og leikaranum Jaime Camil.

Marcia Villarroel - Elizabeth Álvarez

Marcia er unnusta Fernando. Hún er alltaf óörugg með sambandið, hefur njósnað um hann og látið Aliciu, besta vinkona hennar, njósna um hann. Hún styður oft aðrar konur, sérstaklega Lolu, allar nema Lety. Hún gjörsamlega hatar Lety, séstaklega eftir að hún komst að því að hún var hjákona Fernandos. Hún hætti með Fernando en er með honum aftur núna. Marcia er leikin af leikkonunni Elizabeth Álvarez.

Alicia Ferreira - Patricia Navidad

Alicia er allt sem Lety er ekki: ókurteis og lítur mjög stórt á sig en nokkuð falleg, samt alltof mikið af brjóstasýningum að mínu mati. Hún er ráðin í Conceptos, upprunalega sem njósnari fyrir Marciu um Fernando, og útlitinu. Held að allir geti verið sammála um að hún sé mjög leiðinleg, sérstaklega við Ljóta Liðið. Hún kynnir sig alltaf sem einkaritara Fernando. Hún er alltaf að leita að ríkum manni til að giftast, því hún á í miklum peningarvandamálum að stríða. Hún varð að láta taka bílinn sinn, Mercedes Benz, sem varð til þess að hún lét eins og hún væri að missa barnið sitt. Svo notaði hún Tomás til að ná af honum peninga. Eftir að Aldo kom, hefur Alicia látið sig dreyma um brúðkaup sitt og hans.
Hún er leikin af söng-og leikkonunni Patriciu Navidad.

Omar Carvajal - Agustín Arana

Omar er aðstoðarforstjóri Conceptos, besti vinur Fernando og vitorðsmaður hans. Hann er MIKILL kvennabósi, og er alltaf með mismunandi konum. Hann styður allar verstu hugmyndir Fernando, t.d. að plata Lety til að verða ástfangna (Omar stakk reyndar uppá því). Hann lítur mjög niður á Lety, kallar hana “skrímslið” meðal annars, sem er það sem ég þoli ekki við hann, með öllu kvennastandinu.
Er leikinn af söng-og leikaranum Agustín Arana.

Ariel Villarroel - Raúl Magaña

Ariel er bróðir Marciu. Hann er gráðugur og sjálfselskur maður sem hugsar bara um sjálfan sig og peninga. Hann ætlar sér að verða forstjóri Conceptos. Hann er alltaf að njósna um Fernando, leitandi að einhverjum göllum í starfi hans. Hann er ennþá reiður við Marciu fyrir að kjósa Fernando sem forstjóra, en ekki hann. Var í smátíma með Aliciu (sem var mest líkamlegt samband).
Er leikinn af Raúl Magaña.

Luigi Lombardi - Sergio Mayer

Luigi er samkynhneigður tískuleikstjóri (leikstýrir auglýsingum ofl.) í Conceptos. Hann er heltekinn af tísku og glamúr, og segist vera óvinur Lety út af því. Hann á kærasta sem heitir Rolando “Rully”, þó honum lítist býsna vel á Aldo, og hund sem heitir Diva.
Leikinn af söng-og leikaranum Sergio Mayer.

Simón José (Simon Joseph) Contreras - Julio Mannino

Alveg frá því Simón byrjaði að vinna í Conceptos hefur hann verið ástfanginn af Paulu Mariu, þó starf hans sem sendill var ekki nógu gott fyrir hana. En hún hætti að vera þrjósk og játaði ást sína og voru þau rosa hamingjusöm, þangað til hann sá hana dasna við einhvern mann. Var að dúlla sér í smátíma með Yasmín, hjákonu Efrén (maður Lolu), en það er allt búið. Hann er heillandi, glaður og alltaf á hreyfingu:) Stundum er hann og Celso taldir með í Ljóta Liðinu, þó svo þeir séu karlar. Er leikinn af Julio Mannino.

Humberto Mendiola - Carlos Bracho

Humberto er pabbi Fernando og stofnandi og fyrsti forstjóri Conceptos. Hann kann að meta hreinskilni og tryggð. Hann og Teresita verja miklum tíma í bústað þeirra í London (Londres). Hann ætlaði að lögsækja Lety ef hún kæmi ekki aftur til Mexíkóborgar en hann og pabbi hennar gerðu samning.
Humberto er leikinn af leikaranum Carlos Bracho.

Teresita de Mendiola - Julissa

Teresita er mamma Fernando. Henni líkar að sjá fjölskylduna sína saman, og að allt sé eins og það ætti að vera. Hún og Marcia eru góðar vinkonur, og henni líkar ekki vel við Lety eins og Marcia.
Teresita er leikin af leikkonunni Julissu.

Celso Durán - Erick Guecha

Celso er dyravörður Conceptos. Hann er mjög hógvær og hreinskilinn. Hann er vanalega fylgifiskur hundsins síns, bolabítsins Sansón. Fyrst var hann fullur ógeðs við að sjá Lety, en það breyttist. Hann tekur oft við skipunum frá fólki, sérstaklega Aliciu. Celso er leikinn af leikaranum Erick Guecha.

Raúl López - Sergio Acosta

López er mikill kvennabósi, sem er “leikstjóri” starfsmannahalds í Conceptos, frekar pirrandi. Sumum finnst ógeðslegt eða hallærislegt þegar hann sleikir hárið alltaf upp, en ég fer alltaf að hlæja þegar hann gerir það. Er leikinn af Sergio Acosta.

“Ljóta Liðið”

Sara Patiño - Raquel Garza

Sara var ritari Omar Carvajal, aðstoðarforstjórans, en nú er hún ritari Omars og Fernando. Hún á erfitt að finna sér mann út af óvenju stórri hæð sinni. Hún er mjög hugrökk og gerir hvað sem er til að vernda sig og hinar konurnar í “Ljóta Liðinu”, m.a.s. að verða ofbeldisfull.
Sara er leikin af Raquel Garza.

Martha la Hurtado de Muño - Maribel Fernández ‘La Pelangocha’

Martha er ritari Lopez í Conceptos. Hún er mjög veik fyrir mat, maður sér hana næstum aldrei án matar, þó hún hafi reynt að fara í megrun. Hún er líka mikið fyrir slúður, og má segja að hún sé “eyru Ljóta liðsins”. Hún er alltaf að pirra Aliciu með að klæða sig eins og hún, sem mér finnst bara cool:) Hún lifir hamingjusömu lífi með manni sínum, Paco, og dóttur sinni, Claritu.
Leikin af Maribel Fernández.

Irma Ramírez (Irmita) - Luz María Aguilar

Irmita er elsta konan í Ljóta Liðinu og hægri hönd Luigi Lombardi. Hún er alltaf til staðar til að hjálpa vinum sínum eða gefa Luigi róandi töflur (Valerian) þegar hann þarf. Maðurinn hennar sem yfirgaf hana fyrir mörgum árum kom aftur, dauðvona, eftir að það leið yfir Irmitu í vinnunni út af of miklu álagi, og börnin þeirra (sem eru orðin fullorðin) komu rétt áður en hann dó.
Irmita er leikin af Luz Maria Aguilar.

Lola Guerrero de Rodríguez - Rosita Pelayo

Lola var ritari Marciu í Conceptos, en er nú einkaritari Tomás. Hún er alltaf kvartandi, annaðhvort yfir manninum sínum (sem hún er að skilja við), sem fór frá henni til miklu yngri konu, að hann borgi henni ekki þegar hann á að gera það (er kallaður “Tékkinn” út af því) eða hvort hrekkjóttu börnin sín séu að bralla eitthvað. Vorkenni henni greyinu. Leikin af Rositu Pelayo.

Juana Valdez (Juanita) - Gloria Izaguirre

Juanita vinnur við hreingerningar í Conceptos. Hún er sú eina í Ljóta Liðinu sem er ekki alltaf kvartandi um hvort hún eigi mann eða ekki. Hún er mjög góð í allri dulspeki, eins og að lesa kristalkúlur eða tarotspil. Hún hefur t.d. séð fyrir samband Lety og Fernando (án þess að vita að það sé Fernando).
Er leikin af Gloru Izaguirre.

Paula María Conde - Niurka Marcos

Paula Maria var móttökudama í Conceptos, en er núna einkaritari Lety. Þó hún tilheyri “Ljóta Liðinu”, er hún talin vera mjög kynþokkafull, sérstaklega af körlum. Hún vill það besta fyrir sig og son sinn, Jaimito, og var alltaf að leita að “Prince Charming”, ríkum og góðum manni. Hún ákvað loksins að Simón er nógu góður fyrir hana og Jaimito, þo það seú brestir í því sambandi núna.
Er leikin af söng-og leikkonunni Niurku Marcos.

Aðrir

Efrén Rodríquez - Carlos Benavides

Efrén er óábyrgi eiginmaður Lolu, sem fór frá henni og börnum þeirra til yngri konu, Yasmín. Hann borgar aldrei mánaðargjöldin þeirra á réttum tíma, svo Lola og Ljóta Liðið kalla hann alltaf “Señor Cheque” (Herra Tékki). Þar sem hann er ekki skilinn við Lolu, má samband hans við Yasmín teljast sem framhjáhald.
Leikinn af Carlos Benavides.

Yasmín García - Aleida Nuñez

Yasmín er hjákona Efréns, og er sök margra árása af reiði Lolu. Hún sýnir mismunandi andlit til mismunandi fólks. Vann stundum sem fyrirsæta hjá Conceptos, en nú er hún komin í starf Paulu Mariu sem móttökudaman. Má segja að hún tali meira í símann sinn heldur en að vinna í vinnunni;) Er leikin af fyrirsætunni, söng-og leikkonunni Aleida Nuñez.

Paco Muñoz (Gordolobo) - José Luis Cordero (Pocholo)

Paco er trúi eiginmaður Mörthu. Hann er leigubílstjóri og passar oft börnin (líka son Paulu Mariu og börn Lolu) þegar þær þarnast þess. Hjónabandið hjá honum og Mörthu virðist vera yndislegt, maður hefur eiginlega aldrei séð þau rífast.
Er leikinn af José Luis Cordero.

Adriana Rodríguez Guerrero - Adriana Ahumada

Adriana er dóttir Lolu og Efrén, systir Cuco. Þau öll 4 koma sér oft í vandræði og gera mikil prakkarastrik… Er leikin af Adriönu Ahumada.

Cuco Rodríguez Guerrero - Alex Correa

Cuco er sonur Lolu og Efrén, bróðir Adriönu. Er leikinn af Alex Correa.

Jimmy Conde (Jaimito) - Miguel Jiménez

Jaimito er sonur Paulu Mariu. Er leikinn af Miguel Jiménez, en hann er bróðir Fernöndu Jiménez, sem leikur dóttur Mörthu og Paco, Clarita.

Clarita Muñoz de Hurtado - Fernanda Jiménez

Clarita er dóttir Mörthu og Paco. Er leikin af Fernöndu Jiménez, en hún er systir Miguel Jiménez, sem leikur son Paulu Mariu, Jaimito.

Ana Leticia Villarroel - Rebecca Mankita

Ana Leticia er systir Marciu og Ariel. Hún er mjög truflandi manneskja sem er alltaf að ferðast um allt, og hefur engan áhuga á fyrirtækinu.
Er leikin af Rebeccu Mankita.

Gestir

Joana Benedek - Cristina
Patricia Manterola sem hún sjálf
Jorge Salinas - Rolando “Rully” (kærasti Luigi)
Mayrin Villanueva - Jacqueline Palacios


Já, þá er það komið:) Ef ég hef gleymt einhverjum þá endilega nefna það;)

Takk:D