Nágrannar Í Þessari Viku Ég ætla að skrifa grein um aðalatriðin sem gerðist í Nágrönnum í þessari viku. (20-24 október)
Notaði síðuna www.neighboursepisodes.com aðeins til að hjálpa mér við að muna hvernig sumt gerðist.


Richard Aaronow, fyrrverandi kærasti Rebeccu Napier og faðir Oliver Barnes og Declan Napier, er fluttur á Erinsborough sjúkrahúsið. Nýrað sem Oliver gaf honum fyrir nokkrum mánuðum virkar ekki, líkami Richards hafnar því, og hann er dauðvona. Hann vill ekki láta neinn vin sinn né fjölskyldu vita, og bannar Karl að hafa samband við ættingja eða vini..
Karl Kennedy er læknirinn hans Richard. Hann er nýbyrjaður að vinna sem læknir aftur, og vinnur núna á Erinsborough spítalanum.

Karl kemst að því að Oliver sé sonur Richards og að hann hafi gefið honum nýrað, og vill segja Oliver og Declan að faðir þeirra sé dauðvona og eigi aðeins um tvo sólarhringa eftir en Richard neitar og segist vilja gera þetta einn.


Chloe er byrjuð að anda án öndunarvélar, og allir eru mjög ánægðir yfir því.
Oliver er rosa stoltur og er að taka myndir af Chloe og Carmellu, þegar Rosie, Frazer og Ringo koma.
Ringo er að sjá Chloe litlu í fyrsta skipti, og þau horfa öll aðdáunaraugum á Chloe litlu, sem er rosalega fallegt barn.
Svo kemur læknirinn að ná í Chloe til að láta hana aftur í hitakassan, því hún er fyrirburi, en Carmella þolir ekki að vera aðskilin nýfæddri dóttur sinni.


Frazer og Rosie halda veislu til heiðurs Chloe og Carmellu. Eiginlega allir eru þar, og skemmta sér vel.
Janae og Darren eru að tala saman í veislunni, og Janae er að reyna að segja Darren að hann ætti að segja Libby að þau hefðu kysst.
Tónlistin er spiluð mjög hátt, og akkúrat á því augnabliki sem Janae er að hrópa til Darren þá er slökkt á tónlistinni og allir heyra Janae segja við Darren að hann eigi að segja Libby hvað þau gerðu.


Libby er ekki úti svo hún heyrði ekki í Janae, en Darren finnur hana og segir henni frá þessu. Þau hætta saman og Darren flytur einn til Shepparton, en Libby ætlar að vera áfram í Erinsborough.
Darren fær að kveðja Ben áður en hann fer, Ben skilur ekki afhverju Darren þarf að fara og afhverju þau eru ekki lengur saman.


Janae er með svo mikið samviskubit, að hún pakkar niður í tösku og fer. Hún fær að gista hjá Toadie og Steph.
Hún hittir Ned svo á Charlie's daginn eftir, og Ned er ekki alveg viss um hvort sambandið þeirra geri Mickey gott og að hann þurfi að hugsa um hvað sé Mickey fyrir bestu.


Svo fær Carmella að fara heim til sín, en Chloe er ennþá á spítalanum því hún þarf að vera í eftirliti. Rebecca, Oliver og Declan eru búin að kaupa fullt af barna dóti handa henni og koma því upp í íbúðinni hennar. Carmella er rosalega ánægð.

Rosie kemur með myndband úr veislunni til Carmellu, þar sem allir eru að óska henni til hamingju með barnið. Marco kom í veisluna í smá stund, og hann sagði að ánægjulegustu orðin sem hann hafi heyrt séu að móður og barni heilsist vel.

Á meðan Carmella er að horfa á myndbandið þá er Frazer að skutla Marco á flugvöllinn, Marco ætlar bara að fara í burtu og flytja til Perth (borg í Ástralíu).
Frazer spyr Marco hvað hann sé að hugsa, og að Carmella sé bara rugluð því hún er nýbúin að eignast barn. En Marco segir bara að þetta sé það sem Carmella vill, s.s. að þau verði ekki saman.

Þegar Marco er farinn inn á flugvöllinn, hringir Frazer í Rosie og segir henni að Marco sé að fara.
Rosie segir Carmellu það og spyr hana hvort hún ætli að láta hann fara, og það er spurning hvað hún á eftir að gera.


Angus og Rachel eru heima hjá Angus að tala saman.
Fitzy er á leiðinni til þeirra, og Bridget reynir að hringja á fullu í Rachel til að vara hana við.
Rachel svarar henni ekki og stillir símann sinn á hljóðlaust, þannig Bridget ákveður að fara heim til Angus og Rachel felur sig inni í herbergi.

Bridget ákveður að fara heim til Angusar til að vara Rachel við, og þegar hún er komin þangað þá skammar hún Angus fyrir að vera með nemanda sínum, þegar Angus er að segja henni að fara þá kemur Fitzy inn og sér Angus og Bridget og heldur að það sé eitthvað í gangi á milli þeirra.

Angus og Bridget reyna að sannfæra Fitzy um að hún hafi bara verið að skila bók sem hún fékk lánaða hjá honum. Fitzy hefur sínar efasemdir og biður Bridget um að bíða niðri meðan hann talar við Angus sem reynir líka að sannfæra hann um að hún hafi einungis verið að skila bók. Fitzy skutlar Bridget svo heim og er að reyna að ná einhverju upp úr henni en ekkert gengur, og Fitzy heldur að það sé eitthvað í gangi á milli þeirra og talar við Susan um hvað hann eigi að gera.

Daginn eftir í skólanum þá talar Angus við Bridget í einrúmi til að segja henni að honum þykir fyrir því hún hafi flækst í þetta.
Fitzy sér þau tala saman, og kallar á Angus og segir honum að koma að tala við sig og segir honum að ef hann sjáist tala aftur einslega við Bridget utan skólastofuna þá verði hann að tilkynna grun sinn um að það sé eitthvað í gangi á milli þeirra.

Rachel og Bridget ákveða að láta fara lítið fyrir sér þangað til þessu myndi ljúka.
En Taylah veit að Angus sé með nemanda sínum, Jessica sagði henni í partýinu rétt áður en þakið féll og hún dó, en hún sagði ekkert nafn.
Og þegar Taylah sá þau tala saman á ganginum þá gerði hún ráð fyrir að hann væri með Bridget, hún talar við Bridget sem segir henni að hún hafi rangt fyrir sér.

Í næsta tíma eru þau hjá Fitzy, og Taylah skrifar miða til Bridget um að hún hafi ekki ætlað að vera leiðinleg, og að hún hafi bara ætlað að vara hana við að vera með Angus.
En Fitzy sér Tayluh þegar hún er að rétta Bridget miðann og tekur miðann og les hann, og biður svo stelpurnar að vera eftir þegar tíminn er búinn.

Eftir tímann talar Fitzy við stelpurnar.
Taylah fær að fara fyrr en Bridget, því Bridget sagði að Taylah væri enn svo sorgmædd afþví Jessica dó.
Þegar Taylah er farin þá spyr hann Bridget hvort hún hafi einhverjar tilfinningar til Angus, en hún segir að það sé ekkert í gangi.

Fitzy hringir í Steve, og hann kemur í skólann. Bridget segir við Fitzy að hún væri skotin í Angus, en að hann hafi ekkert gert og að hún sé hætt að spá í honum. Fitzy stingur uppá að það sé fært Bridget í annan bekk, Steve er alls ekki sáttur með hana og ætlar að senda Bridget í annan skóla sem er einungis fyrir stelpur.

Bridget fær bara að fara í einn dag í viðbót í skólann til að kveðja krakkana, og Steve fer með henni. Þegar þau koma í skólann sjá þau Angus og Steve fer að rífast í honum.
Declan er búin að fatta að það sé ekki Bridget sem er með Angus, heldur er það Rachel. Þannig hann segir við Steve að þetta sé rétti drullusokkurinn en röng stelpa. („Mr Parker, you have the right scumbag, but the wrong girl.“)


Hlakka til að sjá næstu þætti, þetta er orðið mjög spennandi núna. Búið að komast upp um Rachel og Angus, og Marco að fara að flytja, og spurning um hvort Carmella stoppi hann?

Þetta eru bara svona aðalatriðin sem eru mér ofarlega í huga.

- vettlingurinn.
We were swimming in the ocean