Mikið um að vera í LA, Erinsborough, Springfield og La Ciudad de Mexico :) Hæhæ, alltaf jafnmikið um að vera í sápunum:) Ég ætla að segja frá því helsta sem hefur gerst í B&B, NB, GL og LFMB síðustu daga.

B&B (The Bold And The Beautiful) – Los Angeles

Réttarhöldin voru trufluð þegar Shane var að fara að segja frá því sem hann sá, og hann átti að halda áfram þegar réttarhöldin héldu áfram, en hann kom aldrei, því hann hafði reynt að þvinga sér upp á Phoebe og Harry og Hector komu henni til bjargar og Hector sló óvart Shane með kylfu, og eftir það hvarf hann bara og sást ekkert í réttarhöldunum (fyrir utan þegar hann kom á spítalann til Bridget með sár á höfðinu og maganum). En Thorne endaði á að vitna fyrir hana, svo Taylor var dæmd saklaus á endanum. Thorne bað Taylor aftur um að giftast sér og hún játaði. Alexandria veit ekkert ennþá um þetta og henni var sagt að Taylor væri í London á meðan hún var í varðhaldi.
Nick er mjög reiður við Stephanie fyrir að hrinda Jackie niður stigann, og kom með fáránlegan samning til að hefna sín á henni, en það bitnar á allri fjölskyldunni: Annaðhvort selja þau honum Forrester Creations eða Stephanie fer í fangelsi. Og Eric ákvað á endanum að selja fyrirtækið ög Ridge, Thorne, Felicia, Kristen og Rick líka, en þau voru ánægð með það náttúrulega, Felicia sló hann! Og Brooke seldi sín hlutabréf líka, en Nick átti ekki von á því, hélt að þau myndu reka fyrirtækið saman með Jackie þegar henni væri batnað. Og eftir þetta ákvað Brooke að hún þyrfti Ridge í lífi sínu, ekki bara í fyrirtækinu eða fyrir R.J., svo það má segja að Nick hafi ýtt henni í fangið á Ridge með því að gera þetta. Og Nick virkar ekkert rosa ánægður með að eiga fyrirtækið….
Eric sagði Stephanie frá þessu og hún klikkaðist!!
Jakcie er komin heim og Stephanie kom e-ð að hrella hana (áður en hún frétti að Eric seldi Nick fyrirtækið).
Bridget færði Dante þær sorgarfréttir allt í einu að hún hefði misst barnið, og hann sagði Fleiciu sem sagðist samhryggjast þeim. Held að enginn annar viti það.

NB (Neighbours) - Erinsborough

Susan breytti framburði sínum í saklaus, og það uurðu réttarhöld. Toadie var svo stressaður að hann var farinn að fá kvíðaköst og leið bara illa, en hann vildi ekki hætta. Susan fór svo að líða illa og það leið yfir hana í réttarsalnum. Karl vildi að hún færi í nokkur próf á spítalanum, og það kom í ljós að hún er með e-ð sem nenfist TIA, þar sem hún fær svona smáslög (mini-strokes) ,og hún fékk lyf fyrir því, en samt fær hún oft svima og þannig. Riley heyrði þegar Karl, Taodie og Susan voru að tala um að hún hefði fengið pínuslög og svima og þannig, og vitað af því þegar hún keyrði á Bridget, og notaði það í réttinum. En Toadie stakk svo upp á að Susan myndi segjast vera sek, og þá var samið um að hún fengi 3 ár skilorðsbundin og enga fangelsisvist. En Toadie vildi svo hætta sem lögfræðingur, en Rosie og Steph tókust að láta hann hætta við það. Miranda er búin að reyna að vera góð við Susan og biðjast fyrirgefningar á að vera svona hörð, en Zeke var mjög leiðinlegur við hana þegar hún vildi koma með blóm. En svo hittust þær og fyrirgáfu hvor annari:) Og Rachel er komin heim frá Canberra.
Og Libby er komin aftur og Ben orðinn töluvert stærri og eldri!! En hún er alltaf mjög skrýtin þegar minnst er á Darren….
Bridget var að undirbúa sig fyrir stefnumót með Declan, og Rachel var að hjálpa henni og Mirnda keypti handa henni föt. Bridget sagði Rachel að hún hefur aldrei kysst strák. Declan og Didge fóru í bíóið, en það voru alltaf einhverjir gaurar að stara á þau og hlæja. Svo eftir það, þegar Bridget beið úti, kom Declan til þeirra og sagði þeim að láta hana í friði. Bridget var að vona að Declan myndi kyssa hana, og hann líka, en ekkert gerðist, og nú er allt í steik milli þeirra því hún heldur að hann skammist sín fyrir að vera með henni út af fötluninni. Æ, hann er svo mikill asni…
Elle þurfti að ákveða hvort hún myndi reka Paul eða Oliver úr Lassiters, en hún endaði á að segja upp sjálf, og er núna atvinnulaus held ég í augnablikinu.
Ned sagði Miröndu að Kirsten væri að koma aftur til Erinsborough til að vera, og hann renydi að segja Janae það, en það var of seint, Kirsten kom áður en hann náði að segja henni það og hún varð mjög ósátt með það, en svo sættust þau, eiginlega.
Marco er kominn, jei!! Marco+Carmella = Marmella:D:D Hann er að hjálpa henni með svona netsölu á ávöxtunum, en e-ð meira er í gangi! Carmella er hrifin af honum og hann af henni:) Þegar Carm fann myndir af því þegar hann var að gifta sig hélt hún að hann væri giftur – en hann er skilinn og þau kysstust!! I LOVE MARMELLA!! :D Ollie er afbrýðissamur held ég, þó hann vilji ekki viðurkenna það!

GL (Guiding Light) - Springfield

Eftir að Michelle sagði Jesse um það sem hún er að gera (finna sá sem fékk hajrta Maureen) og talaði um eftirnafnið Diaz (sem er eftirnafn mömmu hans) og dagsetninuna, þá fattaði hann að HANN ER MEÐ HJARTA MAUREEN!!! En hann vill ekki að hún komist að því og er að reyna að forðast hana. Ed veit að því líkao g sagði Rick það, en þeir vilja heldur ekki að hún viti það. Drew fékk vinnu hjá Nolu og J.
Dahlia og Marcus sættust eftir þessar myndir af henni og Sugar… :)
Phillip og Harley ætla að láta á það reyna, að vera saman, og áttu skemmtilegt kvöld saman, sem var fyrst svolítið vanræðalegt…:)
Buzz komst að því að Nola er “stalkerinn”. Hann fór uppí Bauer bústaðinn til hennar og hún játaði allt og sagði að þetta hefði bara byrjað sem saklaust grín, og sagðist elska hann. Hann var svolítið reiður, en svo þegar hann ætlaði að fara, hjálpaði hann henni með við en datt niður stigann í kjallaranum, og er minnislaus! Hann man ekkert eftir Jennu, Harley, og einu sinni ekki hvað hann heitir og finnst Buzz vera hallærislegt nafn!
Jenna er með miklar áhyggjur af Buzz, talaði við Harley og Frank, og sagði Harley að hún væri ólétt, og dreymdi martröð um Jeffrey. Spurningin er: Hver er pabbinn??
Annie braust inn um gluggann í Cross Creek bústaðinn og fór að drekka, taka pillur ofan í áfengið og rústaði öllu, tók öxi og lamdi hana aftur og aftur á staðinn á arininum þar sem Reva, Josh, Marah og Shayne skrifuðu nöfnin sín, reif kodda, henti myndum um allt og hellti áfengi yfir allt, og svo gekk hún um með sinn “Annie’s Get Even List”. Loks fann Josh hana meðvitundarlausa á gólfinu og fór með hana á spítala og hringdi í Alan, þetta var talið vera sjálfsvígtilraun. Á spítalanum sagði Annie Alan að hún vill hefna sína á Revu og Josh og ekki vera forstjóri fyrirtækis aðeins að nafninu til.
Reva, Billy og Cassie komust að því að Annie er forstjóri fyrirtækisins sem hefur keypt hlutabréf í Lewis Oil. Josh sagði Revu frá því sem Annie gerði, og hann og Annie fengu skilnaðarpappírana, Josh og Reva voru ánægð, en ekki Annie.
Vanessa hætti við á síðustu stundu að fara í fóstureyðingu, og Matt stöðvaði hana líka eftir að hafa lesið bréfið sem hún skrifaði til barnsins. Þau eru voða hamingjusöm með ákvörðunina, en þegar Dinah komst að þessu var hún ekki svo hamingjusöm og sagði að þetta væri fáránlegt, að eignast barnið.
Hart stóð Cassie að því að ræna peningum frá Lewis Oil á skrifstofu Billy, og Cassie sagði honum allan sannleikann, um vont fólk sem er að “hjálpa” henni að ná Tammy aftur með því að gefa henni starf hér, og hún á að reyna við Billy og vinna traust þeirra allra, en það eina sem hún segir ekki er hvaða fólk þetta er (Alan og Annie), og hún sagðist ætla fara með Tammy og flýja. Hart sagði henni að flýja ekki, og að hann myndi hjálpa henni eins og hann getur. Dinah var reið við Hart fyrir að vera ekki heima um nóttina, en þegar hann sagði að hann hefði komið að einhverjum að stela (Cassie, en hann sagði það ekki), þá fékk hún allt annað viðhorf. Hún sagði honum frá óléttu Vanessu og
hættunni sem stafar af því.

LFMB (La Fea Más Bella) – La Ciudad de Mexico

Nú ríkir sorg hjá henni Lety minni…. Hún fann þetta asnalega bréf sem Omar skrifaði til Fernando þegar hann fór til Þýskalands. Bréfið sem Omar kallaði “Routine of Horror”, þar sem stóð allt um að Fernando væri bara að nota hana til að hún myndi ekki taka fyrirtækið af honum með Tómas, og hann verði að halda áfram að sofa hjá henni til að halda fyrirtækinu og e-ð í þesssum dúr. Og svo fylgdi með e-r bréf og gjafir sem Fernando átti að gefa henni, en Fernando þurfti þetta ekkert því hann er ástfanginn af henni í alvöru. Svo þegar hún var nýbúin að lesa bréfið kom Christina og sá að það var e-ð að, en hún kom ekki meira uppúr Lety nema hún væri í ástarsorg og einhver karlmaður hefði sært hana. Christina sagði henni að hún vissi alveg hvernig henni liði því hún hefði líka orðið fyrir ástarsorg, og ástin kemur ekkert við útliti, á meðan sálin er falleg er útlitið fallegt. Og Carolina veit líka að e-ð er að, en Lety hefur ekki sagt neinum þetta nema Tomás. Honum finnst þetta mjög lágkúrulegt af þeim, og Lety er orðin allt öðruvísi núna, Fernando finnur m.a.s. að e-ð hefur breyst.
En hann var svo mikill asni þegar Omar spurði hann hvort hann væri í alvöru ástfanginn af Lety og hann saðgi nei! Lety ætlar að nota bréfið einhvern veginn til að hefna sín, en í augnablikinu er hún að gera Fernando afbrýðissaman með því að láta Tomás þykjast vera kærasti hennar.
Tomás keypti e-n rosa flottan bíl, Mercedes Benz, svartan, fyrir Filmo Imagen, og hann keyrði Lety í vinnuna þar sem Ljóta Liðið var fyrir utan og sá hann og Alicia líka, sem er pínu afbrýðissöm held ég:) Tomás daðraði við Yasmín, og Lola “réðst” á Tékkann. Yasmín er ennþá að ýta á hann að taka húsið af Lolu, oj ég hata hana!!
Marica og Omar eru komin heim frá Munchen, og Lety heyrði um trúlofunarhringinn sem Fernando gaf Marciu (sem var í rauninni Omar).
Fernando var að njósna um Lety og Tomás heima hjá Lety, og vrð órólegur þegar foreldrar hennar fóru út og þau voru ein eftir;) Svo kom þessi spádómsmaður aftur sem benti Lety á bréfið, og sagði Fernando ýmislegt um líf hans… :)

Já, þetta er það helsta:) Vona að ég gleymdi engu :D

Kveðja

Heiða sápuelskandi:)