Darla Forrester – The Bold And The Beautiful Ég ætla að skrifa grein um Dörlu Forrester í Bold And The Beautiful (Glæstar Vonir).

Darla var leikin af leikkonunni Schae Harrison, alveg frá því hún kom fyrst í þættina í september árið 1989 til júlí 2006, þegar hún varð fyrir bíl Dr. Taylor Hayes Forrester.
Móðunafn Dörlu var Dinkle, en síðar notaði hún eftirnafnið Einstein, og varð Forrester þegar hún giftist Thorne Forrester árið 2004.

Æskan og Spectra Fashions

Darla fæddist og eyddi æsku sinni á fósturheimilum. Það hversu oft hún var að skipta um heimili hafði mikil áhrif á hvernig hún leit á sjálfa sig. Hún var alltaf hrædd um að fólki fyndist hún ekki vera nógu góð. Frá byrjun þáttarins var hún alltaf áreiðanlegi aðstoðarmaður Sally Spectra (úr Spectra tískufyrirtækinu) og leit á hana sem móður sína. Þó hún hafi verið veik fyrir tískuhönnuðinum og fyrrverandi manni Sally sem á með henni soninn C.J., Clarke Garrison, var tryggð hennar alltaf hjá Sally.

Ástarþríhyrningurinn: Darla/Thorne/Macy og barnið

Eftir stutt mislukkað samband sitt við Bill Spencer (faðir Caroline Spencer sem var gift Ridge og Thorne Forrester), var Darla lítið í sviðsljósinu í mörg ár, þar til árið 2003 þegar hún svaf hjá Thorne Forrester og varð ólétt, en Thorne var giftur bestu vinkonu hennar og dóttur Sally, Macy Alexander. Þar sem Thorne var drukkinn og vissi ekkert hvað hann var að gera þegar þau sváfu saman, ætlaði Darla upphaflega að fara í fóstureyðingu, en Thorne sannfærði hana um að gefa sér og Macy barnið þegar það væri fætt. Eftir að Macy kaus Deacon Sharpe yfir Thorne, ákvað Darla að eignast barnið og ala það upp sjálf. Vitandi að hann hafði misst Macy, ákvað Thorne að hjálpa til við að ala barnið upp. Þegar barnið var fætt, sem var stelpa, var hún nefnd Alexandria, til heiðurs Macy, sem hafði nýlega dáið í bílslysi. Darla og Thorne voru orðin ástfangin og komust að þeirri niðurstöðu að þau höfðu fundið manneskjuna sem þau höfðu leitað að alla ævi, og Darla glaðlega samþykkti bónorð Thornes. Þau giftust í júní 2004.


Ósætti Dörlu og Ridge

Því miður leið ekki langur tími þar til Darla var ósátt við bróður Thorne, Ridge, og konu hans Brooke Logan Forrester. Ridge vildi að Darla héldi sér saman um fjölskyldumál og að skipta sér ekki af hlutum, alltaf að kalla hana neikvæðum nöfnum eins og “dingbat” (þýðir orðrétt hringing eða bjölluhljómur) og “glorified secretary” (“dýrðlegur einkaritari”). En Darla neitaði að láta Ridge halda áfram að gera lítið úr Thorne. Einn daginn, þegar Darla var að prenta út myndir af sér og Sally saman fyrir afmæli Sallyar á skrifstofu Thornes, skildi hún umslagið með myndunum í á skrifborðinu á meðan hún var að tala við Clarke, sem var að reyna að sannfæra hana um að stela Ingénue línunni frá Forrester. Hún sá ekki Megan (móttökustjóri í Forrester) taka umslagið með myndunum í til hliðar og setja umslag með Ingénue myndunum í þar sem hitt umslagið var, og Darla gaf Sally óvart þær myndir. Ridge varð ævareiður, og gerði það ljóst að hún væri annaðhvort hagræðari (manipulator) eða “dingbat”. Darla varð svo særð að hún hljóp heim í tárum og pakkaði niður, en Thorne stoppaði hana og sagði henni að hann myndi alltaf elska hana og kenndi henni ekki um neitt.

Bardagi Thorne og Ridge

Bardaginn milli Thorne og Ridge hélt áfram og varð verri þar til Thorne sagði að annarhvor bróðirinn þyrfti að fara frá Forrester Creations. Darla hélt með sínum manni, og það sama gerði Brooke, sem var gift Ridge þá, þar til Eric og Stephanie (foreldrar Thorne og Ridge) gerðu upp hug sinn. Þau ákváðu að halda Ridge, sem
varð til þess að Thorne hætti í fyrirtækinu. Sally sá þetta sem gott tækifæri og bauð Thorne starf í Spectra Fashions, sem hann samþykkti og síðar varð hann forstjóri fyrirtækisins. Áframhaldandi stuðningur og hvatning Dörlu hjálpaði Thorne að standa með sjálfum sér frammi fyrir fjölskyldu sinni bæði á persónulegan og viðskiptalegan hátt.

Endalok Spectra Fashions og versnandi heilsa Sally

Um haustið 2005 setti Sally allan peninginn sinn í hönnun Thomas Forrester (sonur Ridge og Taylor), sem var að keppa við Forrester í tískusýningu, en Thomas var þá farinn að vinna hjá Spectra í uppreisn gegn pabba sínum. Þegar Forrester endaði á að vinna, var Sally niðurbrotin og vissi að fyrirtækið myndi bráðum takast á við vandamál. Stuttu eftir kom Sally á fundi þar sem Darla, Thorne, Clarke, Thomas og annað starfsfólk Spectra kom saman, og Sally tilkynnti á þeim fundi að hún ætlaði að loka fyrirtækinu fyrir fullt og allt, og sem eftirlaunagjöf handa sjálfri sér, fara í langa skemmtisiglingu um heiminn. Síðar kom í ljós að hún var í raun að setjast í helgan stein út af versnandi heilsu sinni, þar sem hún var komin í hjólastól, og þegar Darla komst að því, bauð hún Sally að búa hjá henni og Thorne í strandhúsinu, sem hún samþykkti. Sally er núna búin að taka við af Megan, sem móttökustjóri í Forrester.

Slysið og dauði Dörlu

Darla sást frekar lítið, þar til um mitt árið 2006. Þann 18.júlí, eftir 5 ára afmæli Alexandriu, sprakk dekk hjá frænku Dörlu, Phoebe, þegar hún var á leiðinni í afmælið, á hraðbrautinni. Hún hringdi í mömmu sína, Taylor, en var trufluð þegar dularfullur skeggjaður maður kom að henni, og hún öskraði og missti símann. En Taylor sem var áhyggjufull, fór út á bílnum sínum, búin að drekka, og reyndi að leita að Phoebe. Phoebe fór inn í bílinn og hafði líka hringt í Dörlu, sem Taylor vissi ekki. Darla kom að bjarga Phoebe, og þegar hún var að skipta um dekk, kom Taylor á bílnum sínum en sá ekkert út af þokunni og myrkrinu, og keyrði á Dörlu. Phoebe hringdi á neyðarlínuna og Taylor var í miklu uppnámi.
Farið var með Dörlu á spítalann, en of mikil skemmd var á heilanum, svo hún dó með Thorne við hlið sér.

Lygavefur Taylor og rannsókn lögreglunnar

En Taylor sagði ekkert um slysið eða drykkjuna, og hún og Thorne urðu nánari með tímanum, og Phoebe vildi ekki að mamma sín færi í fangelsi. Síðan komst Hector að þessu (vinur Taylor og hefur verið ástfanginn af henni lengi), sem vildi ekki að hún segði neitt heldur, og Stephanie komst að því þegar Taylor játaði það í eldinum heima hjá Hector, þegar hann rændi henni til að hún myndi ekki segja Thorne sannleikann (sem hún reyndi að gera oft), og batt hana við stigann. En Hector slasaðist pínulítið og varð blindur af sökum eldsins, sem varð til þess að hann fékk að búa hjá henni og Phoebe. Stephanie vildi fyrst að hún segði Thorne sannleikan, en hætti svo við þegar hún sá hve mikið hann og Alexandria þörnuðust hennar.
Lögreglan var á fullu að finna þann seka, en Lt.Baker grunaði alltaf Taylor frá byrjun (hann fann líka áfengislykt af henni og vissi að hún hafði verið áður tekin fyrir ölvunarakstur) þó hann hafði engar sannanir. Thorne ákvað svo að hætta leitinni, þó að Baker hafi aldrei gert það.

Shane McGrath

En það sem Taylor eða nokkur vissi var að það hafði verið vitni að slysinu: Shane McGrath, sem reyndist svo vera maðurinn sem hræddi Phoebe þetta kvöld, og var farinn að vinna í garðyrkju heima hjá Taylor, en var svo breyttur að Phoebe þekkti hann ekki. Fyrst héldu allir að hann ætlaði að kúga þau til að fá peninga eða eitthvað, og það ætlaði hann að gera fyrst, en svo eftir að Phoebe skar næstum af honum höndina samþykkti Taylor að leyfa honum að vera hjá þeim í nokkra daga, því hann var heimilislaus, og Shane var svo þakklátur fyrir að eiga núna vini, húsnæði og vinnu, og það var nóg, og hann samþykkti að segja ekki neitt, en á meðan varð hann meira hrifnari af Phoebe, sem Hector og Harry (vinur Phoebe, sem er líka hrifinn af henni) voru ekki ánægðir með.

Játning Taylor og réttarhöldin

Taylor og Thorne urðu mjög náin, en þegar hann ætlaði að biðja hennar gat hún ekki logið lengur, og sagði honum sannleikann, að hún hefði keyrt á Dörlu, og svo sagði hún lögreglunni allt. Thorne varð mjög reiður, en smátt og smátt jafnaði hann sig, en fyrirgaf henni ekki alveg fyrr en Stephanie kom með Shane inn í réttarsalinn sem sagði frá því sem hann sá, þegar dómurinn var nýkveðinn upp, 10 ár, og Thorne sagði Taylor að segjast vera saklaus eftir að heyra að þetta hafi bara verið slys. Hún gerði það og Storm Logan (bróðir Brooke og Donnu Logan) varð lögmaður hennar. Réttarhöldin voru trufluð þegar Shane var að fara að segja frá því sem hann sá, og hann átti að halda áfram þegar réttarhöldin héldu áfram, en hann kom aldrei, því hann hafði reynt að þvinga sér upp á Phoebe og Harry og Hector komu henni til bjargar og Hector sló óvart Shane með kylfu, og eftir það hvarf hann bara og sást ekkert í rétarhöldunum. En Thorne endaði á að vitna fyrir hana, svo Taylor var dæmd saklaus á endanum. Thorne bað Taylor aftur um að giftast sér og hún játaði. Alexandria veit ekkert um þetta og henni var sagt að Taylor væri í London á meðan hún var í varðhaldi.

Dörlu er mikið saknað, hún var líka svo yndisleg persóna, fannst mér allavega, og mörgum öðrum:) Ég vona að þetta sé ekki of langt, og ekki mikið af stafsetningarvillum;)

Takk fyrir :D:D