(Þið skuluð ekki búast við að þessar greinar verði fastur liður hjá mér, en meðan að ég hef ekkert annað að gera þá klumbra ég einhverju bulli saman)

Það gerðist nú voðalega lítið í dag. Lyn gleymdi naglalakkinu sínu heima og hringdi í Joe til þess að deila þjáningunni. Shell og Bianca horfðu á einhverju uncut hryllingsmynd sem Tad átti, “Six days at summer camp” og voru alveg að gera á sig af hræðslu. Svo voru Flick og Joel eitthvað að dunda sér saman heima hjá Joel. Paul kom þá í heimsókn til þess að flýja grillliðið og þau gátu ekki losnað við hann, enda vissi hann náttla ekkert hvað er í gangi. Flick var hins vegar lúmsk og sagðist vera að fara en kom svo aftur innum bakdyrnar eftir að Paul fór :)

Nú þá fór Paul aftur heim og þóttist vera að keyra, gleymdi svo bílnum í Drive og ekki í handbremsu þannig að hann rann af stað og klesstist eitthvað aðeins. Hann sýndi Lou það en það kemur svo í ljós hvernig það endar.

Woody var með Steph á grillkeppninni og opnaði bílinn fyrir Harold en hann hafði gleymt lyklunum inni í honum. Woody opnaði með ostaskerara… Lou sagði Joe frá því sem hann heyrði Woody segja í símann en Joe trúir engu uppá hann. Síðan fór Woody aftur í fangelsið án þess að brjóta neitt af sér. Kannski eru þeir að undirbúa eitthvað stórt, hver veit?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _