Bold And The Beautiful í vikunni Síðasta bloggið mitt á síðunni minni, www.blog.central.is/sapuelskandi;)

Bold And The Beautiful í vikunni:

Eftir yndislega jólaþáttinn gerðist byrjaði dramað aftur!! Bridget var að gera herbergið fyrir Dominick tilbúið og var að sækja skipsleikfang af hillu á stól, þegar hún datt af stólnum. Veit ekki hvað hún var að hugsa að fara á stólinn, hún fann að hann ruggaði meira að segja smá. En Nick kom og Bridget fann að eitthvað var að. Eftir að þau komu á spítalann segir Dr.Caspary að hún þurfi að fara í aðgerð, annars gæti hún misst barnið. Aðgerðin gekk vel, en þegar Bridget fer í ómskoðun fannst ekki hjartsláttur barnsins. Hector heimsækir Taylor í vinnuna og ímyndar sér sig með henni. Þegar Hector fréttir að Ridge er ennþá í París talar hann um að Ridge elski hana ekki og komi illa fram við hana, en hún segir að hann elski hana. Taylor lofar Hector að ef Ridge verði ekki kominn aftur á gamlárskövld, megi hann kyssa hana á miðnætti. Massimo segir Jackie að sambandið milli Stephanie og Erics er kannski ekki búið. Þau ákváðu að halda “Baby shower” fyrir Bridget og barnið.

Bridget og Nick léttu þegar loks fannst hjartsláttur barnsins. Nick hringir í Brooke og hún kemur og huggar Bridget. Síðar, faðmar Brooke Nick til að róa hann niður og Stephanie sér þau. Hún ásakar Brooke um að vera alveg utan í Nick og segir að hún óskaði þess að Bridget hefði misst barnið. Stephanie finnur að Taylor er ekki sátt við fjarveru Ridge á jólunum. Darla sér Hector heimsækja Taylor og spyr hann um áætlanir sínar. Hún segir honum að henni þykir ekki vænt um Ridge og að Hector skyldi sækjast eftir Taylor. Hann finnur hana heima hjá henni og játar tilfinningar sínar. Hann reynir að kyssa hana, en hún ýtir honum frá sér.

Brooke hefur áhyggjur að fyrirtækinu, en Stephanie segir frá árangrinum í fyrirtækinu. Þau tala um hjónaband Taylor og Ridge, og Brooke segir að “jafnvel” Taylor geti gert mistök.. haha! Hector talar við Thomas um Taylor og Ridge. Darla kemur við hjá Taylor og Taylor segir að Ridge ætlar að reyna að koma heim í kvöld (gamlárskvöld) og undirbýr rómantískan kvölverð. Darla reynir að sannfæra Taylor að Ridge sé ekki góður maður. Hector kemur eftir að Darla fer og óskar henni góðs gengis þegar Ridge kemur. En Ridge hringir og segir að hann þurfi að vera lengur í París. Hector huggar hana og játar ást sína á henni. Þau færast nær hvort öðru, eins og þau ætla að fara að kyssast.

Hector segir Taylor að hann geti gefið henni allt sem Ridge getur ekki gefið henni. Taylor hleypur upp í uppnámi og Hector eltir hana í svefnherbergið. Hún er bara á undirfötum þegar Hector kemur upp í svefnherbergisdyrnar. Brooke kemur með RJ og er á leiðinni upp þegar þau faðmast. Hector felur sig þegar Brooke kemur inn. Brooke spyr Taylor um Ridge og Taylor segir henni að hann sé ennþá í París. Þegar Brooke fer úr herberginu segir Taylor Hectori að hann verði að fara. Hann samþykkir það, og kyssir hana þegar Brooke kemur aftur í herbergið eftir að hún sá merkið hans. Sally segir Dörlu og Thorne hvernig henni líður um að geta ekki rekið Spectra lengur. Thorne sýnir Dörlu þakklæti sitt fyrir að hafa stutt hann í gegnum þetta ár. Eric segir Stephanie að hún verði að sætta sig við það að Brooke er hluti af fjölskyldunni. Hún fréttir að Ridge er ennþá í París og hefur áhyggjur að Taylor muni ekki geta standast freistingar.

Brooke ásakar Taylor um að halda framhjá Ridge. Taylor segir að Hector var bara að reyna að vera vinur en hann játar að það sé tilgangslaust að halda þessu leyndu og hann elski hana. Brooke fer í uppnám og fer út. Taylor lætur Hector fara. Seinna, kemur Taylor heim til Brooke og segir henni að segja Ridge ekki neitt. Brooke terkur upp tólið og þykist ætla að hringja í hann. Brooke er í rosalegu uppnámi yfir þessu ástandi. Jackie kemur til Nicks og Bridget þar sem Hope er í heimsókn. Nick segir að Bridget er að leggja sig og hann, Jackie og Hope spila saman. Hún spyr Nick um hvernig líf hans hefði orðið ef hann hefði valið Brooke. Thorne og Darla tala um Taylor og Ridge. Darla segir honum frá því að hún sagði Hector að sækjast eftir Taylor. Thorne segir að Taylor myndi aldrei vera ótrú við Ridge, en Darla er ekki alveg á sömu skoðun.

Takk fyrir lesturinn :) Ég vandaði mig eins og ég gat…! :D