Tad laumaðist út um nóttina til þess að fara á einhvern klúbb en það var enskupróf daginn eftir og hann gat varla haldið sér vakandi. Harold og Madge voru alltaf að tala um eitthvað óvænt handa þeim vinunum og Paul fékk geðveikt samviskubit afþví að hann vissi af þessu með Tad en sagði engum.
Madge komst að því að Tad hafði farið á klúbbinn og varð alveg brjáluð og nú ætlar hún að senda hann aftur heim til mömmu sinnar og pabba. Þau urðu vonsvikin af þeim og nú höfðu þeir klúðrað tækifæri á að eignast bíl og að eiga heimili þarna ( þá á ég við Tad) Harold var ekki alveg viss um að það væri rétta lausnin en Madge sannfærði hann. Paul var reiður út í þau og sagði þeim að þetta væri ekki rétta launsnin.
Flikk er geðveik spennt fyrir ballinu og Joel. En Joe hefur einhverjar grunnsemdir um að Joel ætli að reyna að gera eitthvað við dóttir sína og yfirheyrir hann a´fullu þegar hann kemur yfir til þeirra. Hann segir að hann líti á Flikk sem yngri systur sína og auðvitað heyrir hún þetta og verður solldið leið. Flikk er solldið stressuð fyrir dansinum og hún og Joel fara að æfa sigheima hjá Joel. Joe hefur svo gífurlegar áhyfggjur afþví að Flikk er ekki komin heim kl 10.


ÉG man ekki meira í bili