Max var greindur með einhvern sjúkdóm og hefur verið á sjúkrahúsi í langan tíma, en strýkur og það finnast margar vísbendingar um hann, en engar benda til þess hvar hann er. Allir eru miður sín, en þó mest Boyd. Hann sagði við nokkra stráka að hann væri ekkert skyldur Max þegar þeir spurðu, og hann er alveg í rusli..
Hann leitar dauðaleit að honum, hann hengdi meira að segja upp auglýsingar út um allt og lofaði 1000 evrum ef einhver hefði vísbendingar um hann. Einhver Bob hringdi í hann og sagðist vita um hann. Boyd og Steph fóru til hans og hann(þessi bob þarna)sýndi þeim giftingarhringinn hans Max. Boyd tjúllaðist þá alveg og hrinti þessum gaur upp að vegg.
Svo fannst mynd af Boyd,Steph,Max og Charlie fyrir utan strætóskýli og þá brast Steph í grát.

Katya og Carmela eru að slást um Ned og skiptast á að fara í æsandi undirföt og elta hann á röndum. Þegar Carmela var komin í einhvern hjúkku-samfesting(hún er í pásu frá nunnustarfinu sínu) sagði hann stopp, og það lítur út fyrir að hann hafi valið Katyu, en ég er ekki alveg viss um það.

Stingray er að sigrast á áfengisvandamálinu, en mamma hans er búin að reka hann út úr húsinu afþví að hann er faðir barnsins hennar Sky sem á nú alveg að fara að fæðast.
Dylan er öskureiður, og Sky er miður sín.
Stingray heldur að hann verði ekki góður pabbi og er búinn að sópa til sín alls konar bókum um hvernig á að ala upp barn og þannig.
Amma hans leyfir honum að vera á hótelinu sem hún á þannig að hann hefur það ágætt.

Toadie er kominn aftur, en hann var í Sydney.
Honum og Charlie kemur ágætlega saman, en Steph lætur hann passa Charlie.

Í Ramsay-götu númer 30 eru fluttir nokkrir í einu, þar á meðal stóra systir Carmelu, en þær hafa verið ósáttar í nokkur ár. Svo er það ung kona að nafni Pepper og kærasti hennar, og einhver einn annar maður.

Það er kona með Sky á sjúkrahúsinu sem var að missa barnið sitt og mann, og er voða næs við Sky. Eiginlega held ég að hún ætli að taka af henni barnið þegar það fæðist.
Þessi kona er búin að fæla Stingray frá því að koma í heimsókn til Sky, með því að ljúga eitthvað að honum. Svo átti hún að útskrifast út af sjúkrahúsinu, en hún var ekki ánægð með það og þóttist hníga niður í gólfið, örugglega til þess að vera lengur með Sky, svo hún geti stolið barninu hennar eða eitthvað!

Harold er orðinn svoldið skotinn í ömmu Stingrays, og Carmela keypti ný föt á hann og amman og hann fóru út saman.

Fyrirgefið grófan texta, ég var bara rosalega að flýta mér.