Ég ætla senda inn smá grein um lokaþátt fjórðu seríu og fara yfir það .sem hefur gerst í þáttunum hingað til. Vonandi nennir einhver að lesa þetta

—–

Mér fannst þessi þáttur með þeim bestu í fjórðu seríu vegna þess að mér þótti hann mjög rólegur og yfirvegaður. Þrátt fyrir hversu rólegur hann var gerðist mjög margt og mjög hratt.

Þátturinn byrjar þannig að Haley er á leið í sjúkrabílinn því að hún er að fara að eiga. Á leiðinni missir hún útskriftarræðuna sína og Brooke tekur hana upp til þess að skoða hana.
Þegar Haley er nýfarin fær Lucas SMS frá Deb því að Karen gengur ekki vel á spítalanum.

Dan fer á lögreglustöðina og játar að hann hafi myrt Keith.
Hann er færður í fangaklefa.

Á sjúkrahúsinu er Karen við það að deyja.
Hún fer inn í nokkurs konar draumaland þar sem hún hittir Keith og litlu dóttur þeirra.
Dóttirin réttir Karen blómið Lilju (Lily) og spyr hvaða blóm þetta sé.
Karen segir henni það.
Stelpan hleypur og biður Karen um að koma með sér.
Keith segir Karen að fara með dóttur þeirra, hann muni aldrei fara neitt, hún geti leitað sín í Liljunum.
Karen hleypur á eftir stelpunni og á sjúkrahúsinu byrjar hún aftur að anda.

Á annarri stofu eignast Haley strák sem er skírður James Lucas Scott.

TVEIMUR VIKUM SÍÐAR

Nathan og Haley eru saman með James litla sem er aðeins rólegur þegar hann hlustar á rapp því að Nathan stalst til að spila hiphop þegar Haley svaf.

Karen fer með dóttur sína, sem hún skírði Lily Roe Scott að heimsækja Keith.

Peyton lýgur að bíllinn sinn hafi bilað aftur og þegar Lucas kemur biður hún hann um að liggja hjá sér og lækna hana eins og hún gerði fyrir hann þegar Karen var á spítalanum, vegna þess að Peyton er stressuð yfir ferðinni til LA með Brooke.
Hann segir að Peyton viti að minnsta kosti hvað hún vilji gera, hann hafi sjálfur ekki hugmynd um hvað hann ætli að gera.

Það á að verða partý um kvöldið og Deb kemur til að passa því að hún vill að Nathan og Haley fari og skemmti sér.
Þau eru ekki alveg viss en fara samt.

Í partýinu er Brooke mjög stressuð yfir að halda áfram.
Chase segir henni að hann ætli að gefa henni frið til að nota kvöldið til að kveðja alla.

Haley segir Nathan að hún ætli að hringja í Deb og athuga hvort það sé ekki allt í lagi.
Nathan segir að þau skuli ekki hringja, þau vilji ekki vera móðursjúkir foreldrar.

Brooke er sagt að hún sé ekki á gestalistanum og þá kemur í ljós að Rachel er að halda partýið.

Brooke reynir að draga Mouth með sér þangað sem einhverjir krakkar eru í flöskustút.
Þegar þau eru komin þangað sér Mouth Shelly.
Hún er í stuttu leðurpilsi og lítur ekki út fyrir að vera Clean Teen.

Haley stelst til að hringja í Deb.
Þegar hún er búin kemur Rachel og slær hana í hnakkann til að hefna sín eftir að Haley skvetti drykk á hana í seinasta partýi.
Haley skvettir þá á hana til baka.

Lucas og Nathan tala um að þeir þurfi að heimsækja Dan og ákveða að fara saman seinna um kvöldið.

Haley biður Brooke um að vera guðmóður James litla.

Peyton og Shelly standa og tala saman.
Rachel, Brooke og Haley koma líka og þá byrjar lagið Wannabe með Spice Girls.
Bevin hleypur til þeirra og Brooke, Bevin og Peyton byrja að dansa.
Svo byrja Haley, Rachel og Shelly að dansa með þeim.

Skills og Lucas eru að tala saman um körfubolta í háskóla.
Nathan kemur og spyr Lucas hvort þeir eigi að fara að heimsækja Dan núna.
Lucas segist ekki vera viss.

Karen heimsækir Dan í fangelsið og segir honum frá dóttur sinni, sem muni aldrei þekkja föður sinn.

Lucas kemur til Brooke þar sem hún stendur og stressast yfir framtíðinni.
Lucas biður hana um að lesa um sjálfa sig í bókinni sem hann hefur verið að skrifa.

Einhver strákur kallar Shelly druslu.
Mouth heyrir það og fer að slást við strákinn.

Haley finnur Nathan og segir honum að hún hafi hringt heim og Deb svari ekki.
Þau drífa sig af stað heim.

Shelly og Mouth tala saman.
Hún spyr hvort hann sé reiður við sig, hún hafi oft hugsað um að hringja í hann.
Mouth segir að hann hafi bara látið hana í friði vegna þess að hún bað um það.
Þau faðmast.

Brooke og Peyton tala saman um hvernig þær hafi komist í gegnum allt það slæma.

Mouth situr upp á þaki þegar Skills kemur til hans og spyr hvað hann sé að hugsa um.
Mouth snýr flösku og hún bendir á Brooke.
Hann stekkur niður af þakinu, hleypur að Brooke og kyssir hana.
Chase kemur og hann og Brooke gera grín að þessu.
Brooke þakkar honum fyrir að leyfa sér að kveðja vini sína, en hún vilji enda kvöldið með honum.

Haley og Nathan koma heim þar sem Deb situr með litla strákinn.
Hún segist hafa tekið símann úr sambandi vegna þess að þau tvö hringdu svo oft.
Haley og Nathan fara aftur í partýið.

Brooke og Chase gera það í bíl.

Lucas og Peyton eru að tala að Peyton sé að fara á morgun.
Haley og Nathan koma.
Haley biður um að fá að tala við Lucas.
Hún biður hann um að vera guðföður James.

Chase og Brooke tala saman af því að hún er að fara.

Brooke fer og gefur Rachel útskriftarskjalið hennar.
Rachel segist vera ánægð að hafa útskrifast úr Tree Hill High í staðinn fyrir alla hina skólana sem hún var rekin úr.

Lucas segir Nathan að hann ætli ekki að heimsækja Dan.
Nathan ákveður að gera það ekki heldur.
Lucas segir Nathan að Whitey hafi boðið honum starf sem aðstoðarþjálfari.

Lucas, Peyton, Nathan, Haley, Brooke, Chase, Mouth, Rachel, Skills, Bevin og tveir aðrir strákar fara á Rivercourt eftir miðnætti og spila körfubolta, stelpur á móti strákum.

Það er sýnt Karen sitjandi með Lily, og Deb horfandi á James sofa.

Dan reynir að hengja sig á laki í fangaklefanum en mistekst það.
Hann hágrætur.

Brooke segir að þau verði öll vinir að eilífu og þau skuli ekki vera leið.
Nathan biður Lucas að keppa við sig aftur.
Þátturinn endar þannig að þeir eru báðir að hoppa á boltann.

—–

Ég ætla að telja upp þær persónur sem hafa verið í stórum hlutverkum gegnum þáttaraðirnar;
* Lucas Scott – Chad Michael Murray
* Nathan Scott – James Lafferty
* Haley James Scott – Bathany Joy Galeotti
* Peyton Sawyer – Hilarie Burton
* Brooke Davis – Sophia Bush
* Dan Scott – Paul Johansson
* Deb Scott – Barbara Alyn Woods
* Karen Roe – Moira Kelly
* Keith Scott – Craig Sheffer
* Whitey Durham – Barry Corbin
* Marvin McFadden (Mouth) – Lee Norris
* Jake Jagelski – Bryan Greenberg
* Chris Keller – Tyler Hilton
* Rachel Gatina – Danneel Harris
* Skills Taylor – Antwon Tanner
* Bevin Mirskey – Bevin Prince
* Tim Smith – Brett Claywell
* Junk – Cullen Moss
* Fergie – Vaughn Wilson
* Turner – Shawn Shepard
* Gigi Silveri – Kelsey Chow
* Ellie Harp – Sheryl Lee
* Andy Hargrove – Kieren Hutchison
* Anna Taggaro – Daniella Alonso
* Felix Taggaro – Michael Copon
* Nikki – Emmanuelle Vaugier
* Emily Chambers (Jules) – Maria Menounos
* Chase Adams – Stephen Colletti
* Larry Sawyer – Thomas Ian Griffith & Kevin Kilner
* Jimmy Edwards – Colin Fickes

—–

Ég ætla að telja upp nokkra klassíska eiginleika sem þátturinn hefur;
* Hálfbræður sem hata hvorn annan en sættast svo – Lucas og Nathan.
* Fatahönnuður – Brooke.
* Rokkstjarna – Haley.
* Körfuboltastjörnur – Nathan, Lucas, Skills og fleiri.
* Myndlistarkona – Peyton.
* “Vonda” kallinn – Dan.
* Hrokafulli egóistinn – Chris
* Sama ástarþríhyrninginn tvisvar – Peyton, Brooke og Lucas.
* Og annan þríhyrning – Dan, Deb og Karen.
* Einstæða pabbann – Jake.
* Einstæðu mömmuna – Karen.
* Ríku klappstýruna – Brooke.
* Einmana stelpuna – Peyton.
* Hjartasjúklingana – Dan og Lucas.
* Gifta menntaskólaparið – Haley og Nathan.
* Fullkomna parið sem veit það ekki en kemst að því – Keith og Karen.
* Og hitt fullkomna parið sem veit þeið ekki en kemst að því – Peyton og Lucas.
* Maður sem drepur bróðir sinn – Dan.
* Lúðann – Mouth.
* Tvíkynhneigðu stelpuna – Anna.
* Kona sem reynir að drepa eiginmann sinn – Deb.
* Ljóskuna – Bevin.
* Ættleiddu stelpuna – Peyton.
* Sjálfsmorð – Jimmy Edwards.
* “Tíkin” – Rachel.
* Þjálfarinn sem veit allt – Whitey.
* Dópista – Deb.
* Og helling af litlum krökkum – Jenny Jagelski, dóttir Jake og Nikki – James Lucas Scott, sonur Haley og Nathan – Lily Roe Scott, dóttir Karen og Keith.
* Og að sjálfsögðu væri hægt að telja upp margt annað.

—–
Hér koma nokkrar tilvitnanir úr lokaþætti fjórðu seríu;

Á lögrelgustöðinni, Dan að játa að hafa myrt Keith.
Dan My name is Dan Scott and I killed my brother.

Ræðan hennar Haley.
Brooke Now is the time for us to shine. The time when our dreams are within reach and possibilities maxed. Now is the time for all of us to become the people we’ve always dreamed on being. This is your world, we’re here. You matter. The world is waiting.

Heima hjá Naley, Deb að segja Nathan og Haley að fara í partýið.
Nathan We’re underage mom and there is going to be drinking, alcohol – probably some drugs.
Deb You’re going to the party and you’re going to have fun, we insist, now go – and bring me home some drugs.

Í partýinu, Mouth að spyrja um blússuna sína.
Mouth It looks like I’m competing men’s ice-skating doesn’t it?
Brooke No.
Chase It looks like you are winning men’s ice-skating.

Í partýinu, Lucas að skoða mynd af James Lucas.
Lucas Handsome kid – looks like his uncle.

Í partýinu, Haley að biðja Brooke um að vera guðmóður James.
Brooke Don’t, don’t do that – don’t make me cry, because I’m barely holding it together as it is.
Haley Nathan and I want you to be James’s godmother.
Brooke Ok, that’s going to do it – Haley. I would be honored to be his godmother and I promise you that unlike my own godly mother I will so kick as at this.
Haley I know you will - as long as you don’t say kick as around him to much.

Í partýinu, Peyton að tala við Shelly um Clean Teen.
Peyton I totally would have join if I didn’t love sex so much.

Í partýinu, Rachel að tala við Shelly.
Rachel Man – clean teen wardrobe sure has change, I want back in.

Í partýinu, Rachel og Shelly þegar stelpurnar eru að dansa.

Rachel I don’t expect the clean teen dances much.
Shelly Oh please I was doing the whole slut thing long before you bitch

Í fangelsinu, Karen að heimsækja Dan.
Karen I have a daughter, her name is Lily, and some day when she’s old enough she’s going to ask me where her daddy is – who he was and how he died. And on that day I’m going to look into her beautiful eyes, eyes that don’t know of malice, and jealousy and evil. And I’m going to say; your father loved his younger brother very much – and that brother took him from you for your entire life – and make sure you would never know your father.

Í partýinu, Lucas sýnir Brooke það sem hann hefur skrifað um hana.
Brooke She was fearly independent – Brooke Davis. Brilliant and beautiful and brave. In two years she had grown more than anyone I had ever known. Brooke Davis is going to change the world one day and I’m not sure she even knows it.

Í partýinu, Haley að tala við Nathan um Deb.
Haley Your mom, the former drug addict, detested murderer that dropped a loaded gun in the cafe.

Í partýinu, Peyton að tala við Brooke.
Peyton Hey you – what have you been up to?
Brooke Flirting with Lucas.
Peyton Oh yeah, how did that turn out?
Brooke So so – you know love triangles are so high school.

Í partýinu, Brooke og Chase eftir að Mouth kyssti Brooke.

Chase I said you could hang out – I didn’t say you could make out.
Brooke Do you see what happens when you leave me alone all night?

Heima hjá Naley, Nathan og Haley að athuga með James Lucas.
Nathan Mom what happened to the phone?
Deb I unplugged it.
Nathan Why?
Deb Because the two of you were driving us crazy.
Haley The two of us?
Nathan I might have called a couple of times.
Deb 6 times.
Haley You crazy obsessive parent.
Deb You called 8.

Í partýinu, Lucas og Peyton að tala saman, Nathan kemur.

Peyton It’s not going to matter anyway – whether I stay or go – with us. Cause I’m going to love you for ever Lucas Scott.
Nathan Yeah so am I.

Í partýinu, Nathan að sýna Peyton myndir af James Lucas.
Nathan Not bad huh?
Peyton Good work buddy.
Nathan I made that.

—–

Nú eru fjórar seríur búnar og sú næsta á að gerast fjórum árum seinna.
Það verður spennandi að sjá hvað gerist, sérstaklega af því að það er svo margt búið að gerast.
Mér finnst nokkuð sniðugt að hafa næsta þátt eftir 4 ár.
Þá eru persónurnar með háskóla og leikararnir nær þeirra eigin aldri.
Það er líka ótrúlegt hvað mikið gerist á fáum árum og mér finnst sniðugt að taka stutta pásu þannig að hann verði eki ofhlaðinn.

Ég ætla koma með stutta könnun í lokin.
Ertu ánægð(ur) með að það komi 5. sería?
Ef svo er, ertu ánægð(ur) með að hún gerist 4 árum seinna?
Af hverju / Af hverju ekki?

Vonandi nennti einhver að lesa þetta.