Nágrannar, Glæstum vonir, Leiðarljós og Forboðin Fegurð síðustu daga: Hæ:) Þetta er síðasta bloggið mitt á síðunni minni, www.blog.central.is/sapuelskandi. Þetta er bara það sem er búið að gerast síðustu daga. Ég er reyndar ekki búin að sjá tvo þætti í vikunni af Nágrönnum og Glæstum og einn þátt af Leiðarljósi og næstum engan í Forboðinni Fegurð… En vona að þetta sé í lagi;)

Neighbours:

Max keyrði á Cameron þegar hann hélt að þetta væri Robert og að hann hefði sloppið úr fangelsi. En hann slapp aldrei en allavega, Cam fór á spítala og Paul var geðveikt reiður við Max útaf þessu öllu (sem er reyndar alveg skiljanlegt svo sem) og Steph er alveg að fara á taugum af því hún velti því fyrir sér af hverju Max myndi gera þetta fyrir Katyu (hún var í bílnum með Cam og Max hélt að hún væri í hættu útaf Rob) ef hann elskaði hana ekki…. Paul lofaði Cam að hann myndi breytast og pantaði tíma hjá sálfræðingi. Hann var e-ð að öskra á Max þegar hann kom til að biðjast fyrirgefningar en Cam bað hann að biðjast fyrirgefningar á hegðun sinni. Cam líður miklu ver en hann segir og hann bað Elle að segja ekki pabba sínum frá því. Honum leið rosalega illa í þættinum í dag (29.júní) og sagði Elle að sækja lækni en hún var alveg frosin. Steph kennir Katyu um þetta allt sem gerðist með Cam og þetta crush sem hún hefur á Max þannig hún sagði henni að flytja á bænum og fara bara. Hún ætlaði að gera það en hætti við.

Anne er mjög dularfull… Held hún sé að reyna eyðileggja sambandið milli Janelle og Bree. Hún og Bree voru að tala saman, síðan fór hún aðeins og Janelle kom og Anne viljandi lét hana heyra um að Kim er að senda Bree peninga og e-ð…. Bree líkar ekkert voða vel við hana.. Hún er að fatta að hún gerði þetta viljandi! Síðan er hún að reyna eyðileggja sambandið milli Bree og Zeke líka.

Janae er hætt í skólanum. Henni finnst greinilega ekkert varið í hann (skil hana vel!) en hún var farin að borga öðrum að gera verkefnin sín og þannig. Hún er farin að vinna þið þrífun á spítalanum til að vera alltaf með Boyd…!

Lou er líka voða unarlegur.. eftir að hann kom frá Rússlandi var hann kominn með tattú, merkt Mishka en hann virðist ekkert muna eftir að hafa fengið sér það. Hann er búinn að gleyma einni viku úr “fríinu” á Rússlandi. Karl hélt að hann væri kannski með Alzheimer en svo er víst ekki, held ég…

The Bold And The Beautiful:

Brooke lét í minni pokann og leyfði Nick og Bridget að vera saman með barninu og giftast. Þau giftust og Nick bað Brooke ekki að koma í brúðkaupið en Bridget vildi endilega ðhún kæmi (auðvitað, hún er móðir hennar!) þannig hún kom. Það var ekki auðvelt fyrir Nick að fara með heitin en hann gat það!

Thomas og Gaby brutu regluna og sváfu saman og Taylor varð bandbrjáluð og sagði löggunni allt. Hún ætlaði að handtaka Gaby en þá kom lögmaður hennar og bjargaði öllu. Thomas flutti út með Gaby, þau búa núna eða sofa allavega í Spectra húsinu.

Og sömuleiðis Ridge. Taylor henti honum út á meðan hann væri að átta sig hvað hann vill (eða hvern!) Síðan sagði hann við Brooke í gær að hann saknaði hennar og e-ð eins og hann væri að biðja um að fá hana aftur!!! Þvílíkt heimskur gaur…!

En já, Taylor & Hector eru orðnir góðir vinir.. hann hefur sama álit á Ridge og ég! Gæti þetta orðið meira en vinátta…..???
Og Eric & Jackie???

Guiding Light:

Já, byrja með Vanessu bara. Hún er með hrörnunarsjúkdóm og fake-aði dauða sinn! Hún vildi ekki að Matt og allir myndu sjá hana alveg hreyfingarlausa, tilfinningalausa, sjónlausa, heyrnarlausa og ég veit ekki hvað! Þannig hún lést hafa dáið í bílslysinu sem hún lenti í. Mér finnst þetta ekki rétt af henni. Maður sér bara Matt sko.. fyrst vildi hann ekki viðurkenna að hún er daín og núna vildi hann ekki koma í minningarathöfnina. Hann kom samt en var alveg stjarfur bara. Zachary undirbjó þetta þannig að láta Vanessu frá í e-ð klaustur/spítala til að láta annast sjúkdóminn og þannig. Billy eldri er kominn aftur, en bara í einn dag. Hann fékk að koma í einn dag útaf minningarathöfn Vanessu.

Roger fór í fyrstu raflostsmeðferðina og Dinah reyndi að stöðva hana en þá var hún þegar búin. En það virðist sem hann muni ekki neitt eftir síðustu mánuðum. Allavega áður en allt þetta með Dinuh og Hart mál byrjaði! Áður en Hart kom í bæinn meira að segja held ég. Roger vissi sko að Vanessa væri lifanadi, hann sá þau Zachary hjá bílnum en hann man það náttlega ekki.

Griffin veit að Vivian er saklaus, og það kom í ljós af hverju. - AF ÞVÍ HANN VEIT HVER SKAUT HANN, Rashid, sem er einn lífverðanna hans. Þetta virðist vera e-ð plott sem fór úrskeiðis af því hann átti að skjóta í handlegginn hans. Ég er nú ekki sátt við Griffin útaf þessu… !

Ser Bonita no Basta:

Perlu var bjargað, Alejandro & Coral eru saman aftur, það er komið í ljós að Justo keyrði á hjólreiðamanninn (en ekki um þátt Soledad í því), Alejandro er þá laus úr fanglesi!!! :D Esmeralda og Dugue hættu saman eiginelga bara af því hún neitaði bónórðinu..

Takk fyrir lesturinn:)