Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað verður um leikarana sem hætta í grönnum og varð því forvitinn þegar ég kannaðist við andlitið á Billy “okkar” Kennedy framan á videóspólu í gær.
Myndin hét því fróma nafni “Curse of the Talisman” og ég ákvað gegn minni betri vitund að taka þessa ræmu.

Það er óhætt að segja að þessi mynd hafi ekki verið skref uppá við fyrir þennan gamla vin okkar því hún var ömurleg eins og við mátti búast. Ég hraðspólaði í gegnum mest af myndinni og stoppaði helst á stöðum sem voru það illa gerðir að ég gat hlegið að þeim.

Ég skal segja ykkur frá klisjunum í stuttu máli hér *SPOILER*

Setuppið var svona:
Halloween eftir 5 daga. Gamlir innfluttir fornmunir frá 12. öld að koma á sýningu. Þeim rænt af vinnuveitanda Billies og Billy (saklaus skóladrengur) fengin til að geyma þá í kjallaranum hjá sér.
*Geisp* hraðspól
Hann fátækur “looser” hrifin að ríku sætu stelpunni.
*GEISP*
Dularfullur prestur kemur til bæjarins og er í örvæntingafullri leit að fornmununum. Enginn hlustar á hann.
*GEISP* hraðspól
Billy stingur sig á nisti og stytta í kjallaranum byrjar að lifna við. Hann heldur að þetta sé leðurblaka sem hafi lifað við inní styttunni og byrjar að gefa henni hrátt kjöt því “leðurblakan” vill ekkert annað (“leðurblakan” var 1 meter há og urraði, ég hló mikið hérna)

Eftir þetta tók við mikið fjör sem að sjálfsögðu endaði með lokauppgjöri á sjálfu “Halloween” kveldi. Þarna voru fljúgandi skrýmsli. Heilagt vatn. Prestur að kyrja. Illa gerðar draumsenur og allt það sem prýðir klisjukenndar B-hryllingsmyndir.

Allavega mæli ég ekki með þessari mynd við nokkurn mann og vona bara að Jesse Spencer gangi betur í næstu mynd. Hann ætti kannski að taka upp 1 stk. plötu og fylgja í fótspor Kylie Minogue fyrrum grannabeibs.

Lurkmann