Jæja.. Sunnudagurinn Æðislegi..
Ég var svo heppin að mamma mín tók upp fyrir mig granna :)
Það sem gerðist svona aðalega:

Tad fékk loksins að hitta systkinin sín.. Hann reyndar hitti Tim þegar hann kom að leiði móður sinnar.. Tad sagðist bara vera fjölskyldyvinur.. Svo spjölluðu þeir eitthvað um mömmuna og sameiginlegt áhugamál þeirra.. BMX..
Svo ákveður Stephen að það sé tímabært að þeir hittist.. Hann veit ekkert af þessu að þeir hafi hist fyrr um daginn.. en hann segir Tim að hann eigi bróður.. Tim verður mjög reiður.. En svo jafnar hann sig nú á endanum og þau systkinin verða góðir vinir..

Libby og Drew ná saman og Drew er alveg hættur við að flytja.. en það er búið að segja frá þessum þætti svo þið lesið það bara þar :)

Dione og Steph fara með Peningana sem náðust að safnast í þessu Wic For Kids dæmi, fara með þá til Lou og fá að geyma í peningaskápnum hans á Kránni… Patsy kemst svo í lyklana og fer um nóttina og rænir öllu.. ásamt sölu dagsins..
Michelle grunar strax PAtsy þar sem hún sá hana um daginn gramsa í ruslinu hans Lou og skrifa eitthverjar tölur niðrá blað.. Michelle segir Lou þetta sem auðvitað trúir engu svona löguðu uppá elsku Patsy sína..
Svo Seinna hringir Patsy á eitthvern Trevor minnir mig, vin sinn og hann kemur á Sendibíl og þau byrja að ræna úr húsi Lou.. Tad kemur að þeim úti og Patsy segir að Lóu sé að gefa fulltaf dóti til hjálpræðisherins..
Svo fer Tad á kránna.. Þar eru Lou, Tess, Michelle, Lyn og eitthverjir.. Allavega Tess er að kaupa sér og eitthvað og þegar hún er að farað borga þá biður Michelle um að fá að skoða peninginn og sér þá að þetta er Peningur sem hún gaf í söfnunina og var búin að skrifa nafnið sitt á peninginn.. Þessi peningur hefði því átt að vera úr ráninu.. En Tess sagði að það gæti varla verið því Patsy hefði borgað henni með honum í gær.. Hún fer til Lou og segir honum frá þessu.. en hann er ekkert alveg að trúa þessu þar til Tad segir honum að Patsy sé fyrir utan hjá honum að taka dót úr íbúðinni hans.. Lou auðvitað geðvikt hissa! “WHAT CAR! WHAT STUFF!” svo endar þátturinn

Ég man eitthvað lítið það sem gerðist.. Svo endilega bætið við.. :)