Sunnudagurinn 28.10.01 Jæja þar sem engin sér sér fært um að skrifa um Sunnudagsþáttinn þá læt ég bara vaða..

Steph náði loksins að segja Drew að hún væri yfir sig hrifin af honum og að sér liði ofboðslega illa.. Drew vissi nú ekki alveg hvað hann ætti að segja en áður en eitthvað meira gat gerst þá kom Libby, hún og Steph voru víst að fara eitthvað út..

Maður Rachelar (alvöru Mamma Tads) hringdi í Tad og bað um að fá að hitta hann.. Svo kom hann til Tads og sagði honum að Rachel hefði drukknað fyrir nokkrum mánuðum. Og sonur þeirra Tim væri með hvítblæði og þyrfti að fá Berg..eitthvað. Það væri búið að rannsaka alla ættingjana en engin væri með rétta berg..eitthvað Svo það væri bara Tad eftir og ef hann væri með rétt og gæti gefið Tim eitthvað af því þá væru líkur á að hann myndi lifa þetta af.. Tad var ekki alveg viss í fyrstu hvort hann ætti að gera þetta, en lætur svo bara vaða og fer í rannsókn..

Paul fær yfir sig nóg af Cheyenne og dömpar henni fyrir að hugsa bara um sjálfan sig og eina ástæðan sem hún sé með honum sé vegna þess að hann sé góður Fótboltagaur. Hún hleypur út grátandi. Svo ákveður hún að sýna honum að hún sé ekki jafn eigingjörn og hann telur hana vera svo hún játar fyrir öllum bekknum að það hafi verið hún sem hafi tekið skónna.. Pabbi hennar verður brjálaður og sendir hana í Heimavistarskóla.

Michelle fær vinnu hjá Toadie við að bera út eitthverja auglýsingabæklinga sem hann er að sjá um.. og Michelle er alveg að deyja úr “ást” á Teresu, er að safna sér fyrir alveg eins eyrnalokkum og hún. og Við næstu útborgun ætlar hún að lita hárið á sér ljóst og svo permanett.. Hún biður hana að koma með sér að versla föt.. Tess er samt svoldið pirruð á þessu..

Lance er að gera þessi 7 verkefni fyrir þessu stelpu Allönu eða hvað hún hét, Hann fann Jimmy Le Van og tók mynd af sér með honum og fann eitthverja eldgamla filmu.. svo núna er hann að vinna að að gera eitthverja mynd fyrir hana. Hann fékk Joel, Toadie og Flick til að leika í myndinni og í endann áttu Flick og Joel að kyssast.. sem þau gerðu.. Þar voru víst eitthverjir neistar að kvikna.. svo hver veit hvað á eftir að gerast þar..

Steph, Dee og Tess fóru í eitthverja hestaferð og ákváðu að þær mættu ekkert hugsa eða tala um karlmenn.. En það endaði auðvitað þannig að þær voru allar farnar að reyna við sama gaurinn á pleisinu..

Lou og Madge fá tilboð frá gaurum um að kaupa Ozechef.. Þeir vilja kaupa hann á 10.000 en Madge þykir það of mikið og sættir sig við 4500, sem gerir auðvitað Lou ekki mjög ánægðan..

Ananrs man ég ekki meira.. ef það er eitthvað meira, þá endilega bætið því inn