Þegar ég var yngri þá gat ég ekki hætt að horfa á nágranna. Maður verður háður þessum þáttum. Maður grætur, hlær og fyllist af spenningi.
Síðan ég fór í fjölbrautaskóla hef ég ekkert getað horft á nágranna nema á sunnudögum. Ég er voðalega fegin því. Það er rosalega leiðinlegt að horfa á 25 langan þátt. Þeir voru einu sinni í einn klukkutíma. Svoleiðis eiga þeir að vera.
Núna er ég voðalítið búin að fylgjast með þáttunum síðan í vor. Maður hefur verið upptekin við vinnu og svo núna að klára skólan. Ég sé eftir því að hafa ekki tekið þættina upp á spólu. Ef ég hefði gert það þá ætti ég margar spólur. Það er vegna þess að þeir eru marg hundruðir talsins. Þeir hafa verið í langan tíma.
Ég gæfi hvað sem er fyrir að fara til Sydney og skoða staðin þar sem þættirnir eru teknir upp. Ég veit að ég hljóma skrýtin. Það hef ég reyndar alltaf verið frá blautu barnsbeini. Maður kemst ekki af í lífinu nema það að vera öðruvísi en hinir. Mér finnst flott að vera öðruvísi. en það er leiðinglegt þegar einhver stríðir manni fyrir það. En c´est la vie.
Hvað finnst ykkur???
SunnyW