Já, þetta er síðasta bloggið mitt á www.blog.central.is/sapuelskandi og ákvað að senda það hingað:)

Þetta er semsagt það sem hefur gerst síðustu daga í Guiding Light, Neighbours, Bold and the Beautiful, Mi Gorda Bella, Beverly Hills og Melrose Place.

Guiding Light

Frank og Nell eru komin á sporið varðandi Marian. Þau eltu hana heim til sín, biðu í bíl en hann kom ekki út, Frank fór aftur á höfnina og sá pokann með líkið af Nadine! Pokinn kom upp aftur og Frank sá það! Síðan laumaðist Brent út í búning en Nell fattaði ekki neitt, hann setti einhverja dúkku eða eitthvað fyrir framan gluggann….Josh sótti sótti um nálgunarbann á Revu þannig hún má ekki kom nálgægt börnunum. Cedars grímuballið er í gangi og Lucy er farin að trúa að það var Marian sem breytti HIV niðurstöðunum hennar. A-M er Zorro, veit ekki alveg hvað Lucy er. Josh og Annie komu og töluðu um Revu og ógildingu… haha…. já, síðan var Ed búinn að kaupa búning handa Michelle en hún bjó sjálf til búning sem er já.. ekkert voða barnalegur og frekar ljótur finnst mér….. En Abigail fékk að vera í uppunalega búningnum hennar. Reva fékk nálgunarbannið, varð reið og ákvað að fara með Alan á ballið og kom og Josh sá hana, þannig endaði það.Þetta er mest allt um það

Neighbours

Það er komið í ljós að Alex á aðra dóttur, Katyu, en hann henti henni út af því eftir dauða mömmu þeirra varð hún bara eitthvað leiðinleg, sérstaklega við Rachel og Zeke. Núna er hann að reyna að leita að henni. Connor er ennþá skrýtin, fór síðan eitthvað að öskra á Izzy og Elle og sagði að það væri Paul að kenna að fólk úr götunni er dáið. Síðan skildi ég það ekki alveg, en Steph fór að dreyma um hana og Drew, þau voru eitthvað tala saman, síðan kysstust þau. Harold og Connor voru eitthað að elda, síðan kallaði Harlod Connor David. Það er komið í ljós að Ned er ólæs, eða er allavega gefið í skyn, þótt hann vilji ekki viðurkenna það, Elle er að reyna gera allt til að fá athygli Ned, m.a. gera hann afbrýðisaman. Rachel fattaði að Jake vildi meira en bara haldast í hendur og hún sá að pabbi hennar hafði rétt fyrir sér. Summer kom aftur og það var geggjað fyndið…! Max tók upp alla O.C þættina á meðan hún var í burtu og þau ætluðu að horfa á það saman…! Glætan að pabbi myndi nenna að horfa á O.C með mér og Ástu, hvað þá taka það upp Summer líður eitthvað útundan af því Rachel og Bree eru alltaf að tala saman.

Bold and the Beautiful

Það er komið í ljós að Bridget getur ekki hætt að hugsa um Ridge og er bara eitthvað týnd í lífinu… Brooke er hrædd um að eithvað gerist milli þeirra aftur en Ridge lofaði því að það myndi ekki gerast aftur. Síðan töluðu mæðgurnar saman og það endaði með því að Bridget sagði ,,ég elska þig". Partyíð hjá Deacon var já, og Nick söng með hljómsveitinni… Massimo réð konu til að setja eitthvað með áfengi í í drykkinn hans Deacons og það virkaði. Ridge planaði eitthvað til að Caitlin gæti sagt Thomas að hún væri hrifin af honum með því að dansa við Amber á meðan Caitlin sagði Thomas um tilfinningar sínar, það tókst, en Thomas vill ennþá vera með Amber. Thomas bauð Caitlin á ball í skólanum og hún sagði já, sem vinkona.

Mi Gorda Bella

Olimpia reyndi að fyrirfara sér en núna er hún lömuð og getur aldrei gengið aftur. Tza Tza veit að Orestes er sonur Josema en hún má ekki segja neinum. Juan Angel spurði Olimpiu um hjónin sem dóu í slysinu og hún játaði að það væru ekkert foreldra hennar, en laug að því að að þau hefðu haft hana sem hálfgerðan þræl hjá sér…. en Juan Angel trúði því ekki minnir mig… Aridana kom full á spítalann með Roman og varð sér til algjörrar skammar.
Jordi ákvað að flytja til (eða vera hjá) æþarna eldri konunni sem er alltaf að reyna við hann… og Pandora varð sár útaf því…
Síðan réðst Rogue á Pandoru í herberginu hennar, var með byssu og ætlaði að drepa hana.
Síðan náði hún einhvernveginn byssunni og akkúrat þegar Tza Tza og Ninfa komu þá kom skot úr byssunni, en enginn var skotinn. Rogue ætlaði að láta alla halda að hún hefði framið sjálfsmorð. Síðan sagði hann öllum að hún hafi verið að reyna það, en Franklin trúði samt því ekki.
Pandora fékk annað kast um Luis Philippe en og sagði Tza Tza að hún vildi tala við Nelu (sálfræðingurinn sem Jordi var að þykjast vera).
Tza sagði þá Jordi frá því en hann vildi það ekki…. Pandora kennir sér um slys mömmu sinnar… Síðan kom Jordi sem Nela og Pandora fékk slag, og játaði fyrir honum (semsagt Nelu) að Olimpia drap pabba Valentinu.
Jessica (alvörumamma Chiqui) kom síðan til Munecu og Lorenzo. Síðan sagði hún að Lorenzo hefði pýnt hana til að sofa hjá sér (hann nauðgaði henni þá held ég ef ég skildi rétt). Muneca var farin að trúa henni, en síðan kom Jessica með hníf og ætlaði að drepa Lorenzo, en Franklin kom og ætlaði að handtaka hann þegar hún slapp.
Franklin kyssti Chiqui (á Villanueva setrinu) og Ariadna sá það. Chiqui sagði að þau væru ekkert saman en er ekki viss um að Ariadna trúði því… Franklin komst að því að Beatriz býr hjá Alejandro og varð bálreiður, kom til þeirra og tók hana með sér út.
Síðan fór Franklin og Orestes kom. Aridadna spurði þá sagði Orestes frá kossinum og spurði Chigui hvort Orestes væri faðir barnsins (fyrir framan Orestes). Chiqui neitaði þessu algjörlega bara. En alvöru mamma hennar kom til Roamn í felur og sagði honum að koma ekki nálgæt Chiqui, þá sagði hún að hún væri alvörumamma hennar. Ariadna kom og Yessica fór. Roman sagði henni að hún væri mamma Chiqui. Chiqui spurði foreldra sína af hverju þau væru að fara með henni útum allt og þá sagði Lorenzo að alvörumamma hennar vildi kannski fá hana aftur, en hann sagði ekki að Yessica væri hún. Valentina fékk skjöl frá konunni (man ekki hvað hún heitr) um fortíð Olimpiu sem maðurinn hennar var að rannsaka. Hún komst þá því að hún heitr Maria Joaquina Crespo (veit ekki hvernig það er skrifað) og að hún var einhver vændiskona bara og var í skipi með Josema. Nereida veit að því og kom á spítalaann til að segja henni að hún myndi fá skjölin ef hún fengi stöðuhækkun og eitthvað. Síðan kom Orestes og sá skjölin! Þannig endaði þátturinn í dag.

(Er reyndar ekki búin að sjá heila viku úr Bev og 2-3 þætti í Mel..)

Beverly Hills

En það helsta í Bev er að Andrea er orðin vel ólétt já, en er hrædd um barnið, að eitthvað sé að.. síðan fékk hún hríðir eða eitthvað en er ekki að fara að fæða strax. Donna fékk sér hund en hann dó úr krabbameini útaf af mörgum dýratilruanum. Krakkarnir voru að mótmæla dýratilraunum og voru handtekin en losnuðu síðan. Donna fékk annan hund sem er ekki mjög þægur og góður….. Brenda vill vera leikkona og sótti um hlutverk í leikriti, Kelly líka…. Þær fóru að rífast útaf því að Kelly lék síðan aðalhlutverkið fyrir leikstjórann sem hún ætlaði ekki að fæa en Brenda sótti um það. En Kelly hætti við og Brenda klúðraði sínu tækifæri en kom síðan heim til leikstjórans og fékk annað tækifæri.

Melrose Place

Aðalatriðið er bara að Billy er farinn að sjá að kannski var ekki rétt að giftast Brooke, Pabbi Brooke er eitthvað hrifinn af Alison held ég, Alison fékk sjónina aftur. Jane ætlaði að giftast gaur sem hún elskar ekki en hann komst að því og eru þau núna hætt við allt sman held ég….. Jo og Jake eru byrjuð aftur saman nokkurnveginn… Já, systir Jess kom og bjó hjá Jake í doldinn tíma en ekki lengur. Eiginmaður Amöndu kom og vildi fá skilnað af því hann á unnustu en hann er að brugga eitthvað. Amanda sagði síðan Billy að hann lamdi hana þegar Þau bjuggu saman og sagði ef e-ð myndi koma fyrir hana myndi hann fara á lögreglustöð og afhenda e-ð dót. Einhver læknir var hrikalegur við Matt af því hann er hommi en það bjargaðist allt. Kimberly var á geðveikrahælinu og var að reyna að muna hver þessi Henry er, sem er í höfðinu á henni. Peter fann mömmu hennar og hún sagði að þetta væri maður sem nauðgaði henni þegar Kimberly var lítil og Kim drap hann. Kimberly er núna losnuð af spítalanum en er með svona eftirlitsarmaband hvert sem hún fer. Peter og Michael stofnuðu fyrirtæki og Sydney vinnur með þeim.

Takk:D