Mi Gorda Bella // Orestes Villanueva Mercouri // Juan Pablo Raba Mi Gorda Bella er venesúelensk sápuópera sem fjallar í stuttum dráttum um Valentinu, of feita stelpu sem á samt svo mikið að gefa. Allir í kringum hana dýrka hana nema þá Olimpia Mercouri og dóttir hennar Ariadna. Hún er búin að vera hrifin af Orestes síðan hún var pínulítil. Hún hefði ekki getað ímyndað sér hann tala við hana mikið, hvað þá hann að verða hrifinn af henni.

Orestes Villanueva er einn aðalpersónanna. Hann er sonur Olimpiu sem er svona glæpakvendið í þessum þáttum. Hún er að reyna að gera allt til að koma Valentinu um koll, á meðan Orestes er að reyna að vernda hana. Hann heldur að Juan Angel sé faðir sinn en gamall vinur/kærasti Olimpiu er reyndar faðir hans. Hann er bara ekki búin að komast að því.

Hann á þrjú systkin: Pandora, sem á að vera e-ð geðveik, en mér finnst hún bara með nokkuð rétta hugsun. Hún er með Jordi, en hún er e-ð fúl við hann því hún heldur að hann hafi sofið hjá Ariödnu, systur sinni.
Ariadna: Hún og Chiqui eru alltaf saman. Hún er núna með Roman Fonseca, en var einu sinni að dúlla sér með pabba Chiqui.
Aquiles: Hann er yngstur og á yndislega kærustu, Ninfu, sem er/var þjónustustúlka. Þau eru núna gift. Mér finnst þau heilbrigðasta parið þarna ! :D

Orestes er líka Silfurliljan, en það er einskonar Hrói Höttur nútímans. Hann hefur verið að stela frá ríkum, m.a. hans eigin fjölskyldu, til að gefa fátækum. Aðeins fáir vita að Orestes er Silfurliljan, m.a. alvöru faðir hans, José. Franklin Carreno er aaalveg að komast að þvi og var ða reyna að nota Bellu til þess, en Orestes þorði ekki að segja henni frá því, því hann vissi að þetta var hlerað. Núna vill Bella ekkert með hann hafa.

Hann var alltaf á eftir Valentinu. Mér finnst það svolítill galli á þáttunum hvað þau virðast aldrei ætla að ná saman.

Hann tók upp á því að giftast mestu vælu sem ég hef séð í sjónvarpi, Chiqui, en hann elskar hana ekki lengur, hann er bara með henni því hann heldur að hann eigi barn með henni sem hann á ekki.
Orestes er mjög vel leikin persóna og vinsæll. Mér finnst hann bara eiga að dömpa þessari vælu og bryja loooksins með Bellu.
Já, alveg rétt. Hann veit ekki að Bella de la Rosa er Valentina Villanueva, stóra (í alvöru) ástin í lífi hans, en hann er orðinn ástfanginn af Bellu.
can we leave the light on, boss ?