Brandon Walsh (Jason Priestly)

Brandon Walsh er tvíburabróðir Brenda Walsh. Hann er svona venjulegi gaurinn ef svo má að orði komast. Hann er ekki alinn upp í Beverly Hills heldur kemur hann frá Minnesota. Foreldrar hans eru ekki ofurríkir þannig að hann er ekki dekraður. Hann vinnur, og er samviskusamur í sambandi við skólann. Hann er ritstjóri skólablaðs West Beverly High ásamt Andrea Zuckerman. Hann hefur verið með nokkrum stelpum síðan þáttaröðin byrjaði og má þar nefna stelpuna sem laumaði að honum e-töflu, fordómafullu stelpuna og stelpuna sem hann er með einmitt núna en það er hún Nikki. Brandon er bara þessi venjulegi gaur, með fínar einkunnir, á venjulega fjölskyldu, lendir einstaka sinnum í vandræðum og þá er það oftast ekki hans hugmynd. Brandon er mikill vinur Steve's. Reyndar kynntist hann Dylan fyrst en þeir ná ekki jafn vel saman og hann og Steve.

Brenda Walsh (Shannen Doherty)

Brenda Walsh kemur einnig frá Minnesota en þrátt fyrir það að hún sé tvíburasystir Brandon eru þau eins og svart og hvítt. Brenda kom og átti í smá vandræðum fyrst með að falla ekki inn. Aðalmálið hjá henni er að falla inn í hópinn. Hún litaði á sér hárið og gerði allskonar vitleysu áður en hún sætti sig bara við sig. Svo urðu hún og Kelly fljótt góðar vinkonur og Donna með. Brenda er ekki jafn samviskusöm og Brandon, hún vill gera hluti á sinn hátt.
Hún varð fljótt mjög heit fyrir Dylan og byrjuðu þau saman. Þau hafa gengið í gegnum margt og það nýlegasta þegar Brenda fór á bak orða sinna og hélt til Mexíkó með Dylan, svo þegar þau komu til baka var hún ekki með skilríki til þess að sanna að hún væri bandarísk og þurfti forráðamann til þess að koma með þau. Þá bannaði pabbi hennar þeim að vera saman og sendi Brendu til París. En það varð til þess að hún byrjaði að reykja og daðra við frakka. En einmitt þetta sama sumar hélt Dylan framhjá með Kelly. Svo nokkru seinna hættu þau saman.

Jim Walsh (James Eckhouse)

Er faðir tvíburanna, hann er afar strangur faðir en gerir oftast rétt þegar þau gera eitthvað af sér. Hann átti í smá vandræðum með þegar þau fluttu til Beverly Hills að ákveða sig hvort hann vildi vera þar eða í Minnesota, það setti gríðarlegt álag á samband hans við eiginkonu sína Cindy Walsh. En svo ákvað hann að vera áfram í Beverly Hills og það gladdi alla. Einnig áttu hann og konan hans í smá vandræðum vegna þess að hann vann svo mikið að sambandið þeirra var ekkert ræktað og sama tíma hittir Cindy gamlan kærasta og gamlir neistar kvikna en þeir slokkna fljótt þegar Jim áttar sig.

Cindy Walsh (Carol Potter)

Er móðir tvíburanna, hún er mjög góð móðir. Hún er svona venjulegasti karakterinn því að ekki hefur mikið borið á henni nema þegar gamall kærasti kom í bæinn og vildi endilega stinga af með henni. Hún var næstum búin að láta tilleiðast og hjónaband hennar og Jim stóð á brauðfótum en svo tóku þau sér bæði tak og björguðu hjónabandinu.

Kelly Taylor ( Jennie Garth)

Er kynboman í vinahópnum. Hún er skilnaðarbarn og mjög bæld. Einu sinni var hún mesta druslan í West Beverly High en henni tókst að koma orðsporinu á rétt ról áður en það varð um seinan. Hún er mjög lífsglöð manneskja. En örlítið dramadrottning. Hún og Steve voru að slá sér upp en Kelly komst að þeirra niðurstöðu að þau eru betri vinir. Seinna kynntist svo mamma Kelly pabba Davids og nú eru þau saman og búa saman. Þetta var örlítið erfitt fyrir Kelly fyrst en nú eru hún og David mestu mátar.
Nýlega hefur Kelly verið að slá sér upp með Dylan og varð það til þess að hann og Brenda hættu saman þó að Brenda viti það ekki.

Steve Sanders (Ian Ziering)

Er svona kúlistinn í hópnum. Hann er ákaflega vinsæll meðal vina sinna en hann er þekktur fyrir eilítið kaldhæðinn húmor og illkvittin. Jafnvel þó að Brandon og Steve séu bestu vinir eru þeir ekkert voðalega líkir. Steve á fræga mömmu en komst að því fyrir nokkru að hann er ættleiddur, reyndi hann þá að leita uppi móður sína án árangurs. Hann fær rosalega athygli hvar sem hann kemur enda mjög athyglissjúkur. Steve er ekki mjög löghlýðinn og gerir allt til þess að svindla á prófum en það fellur ekki vel í kramið hjá Brandon.

Dylan McKay (Luke Perry)

Hann er “the bad boy” og auðvitað féll Brenda strax fyrir honum. Dylan er ekki með sama metnað og vinir hans. Honum langar ekkert að klára menntaskólann til þess að geta haldið áfram. Hann er ekkert að hugsa um þetta. Dylan býr einn því að faðir hans er í fangelsi og hann á enga mömmu. Dylan er mjög sjálfstæður og lætur engan segja sér hvað hann á að gera. Það er kannski það helsta sem hefur staðið í vegi fyrir hamingjusömu sambandi hjá honum og Brendu, en hún vill að hann fari í háskóla en hann ekki.

Andrea Zuckerman (Gabrielle Carteris)

Hún er góða stelpan í hópnum og er kannski ekki beint í hópnum, hún er mjög oft útundan því að hún er ekki alveg eins og hinir. Hún er lestrarhestur en hinir vilja skemmta sér. Hún er ritstjóri skólablaðs West Beverly High ásamt Brandon og býr hjá ömmu sinni. Hún er afar gáfuð og stefnan hennar er að fara í Yale.

David Silver (Brian Austin Green)

Hann var fyrst algjör lúði en skreið svo upp vinsældarlistann eftir að vinur hans Scott skaut sig óvart. Þá vorkenndu honum allir og hann og Donna kynntust betur sem endaði síðan með sambandi. Þó að hann sé ekki alveg inn í hópnum er hann þar samt vegna Donnu. Og óvíst er hvort að hann væri þar ef ekki væri fyrir Donnu. Hann er mjög ljúfur strákur en hugsar kannski of mikið um að vera vinsæll.

Donna Martin (Tori Spelling)

Ljóskan í hópnum en jafnframt ljúfasta stelpan. Myndi aldrei stinga vinkonur sínar í bakið. Ákaflega einföld og ljúf. Hún er aðeins öðruvísi en hinir af því að hún er svo ljúf og einföld. Foreldrar hennar skildu nýlega þegar upp komst að mamma hennar hefði verið að halda framhjá og það lagðist mjög illa í Donnu. En hún komst í gegnum það með hjálp vinkvenna sinna.