Guiding Light 28.júlí 2006 Guiding Light

Rick spyr Abigail hvort hún sé meidd og hún segir nei. Hann útskýrir fyrir henni af hverju fólk er með þessar grímur útaf hrekkjavökunni. Hún er voða ánægð að sjá Rick. Hann réttir henni höndina og þau fara.

Hawk er ennþá að tala um amingja Abigail og hvað hann vorkennir henni mikið. Reva þorir ekki að snúa sér við eða tala og Hawk finnst það náttúrulega skrýtið. Síðan þegar hann var næstum búinn að sjá hana þegar Lillian kom inn og spurði hvað hann væri að gera hér og sagði honum að fara út. Síðan kom Josh og sagði honum að fara. Hann sagði Revu að hann væri dáldið klikkaður og hann hafi verið skyldur honum einu sinni. Hann fer að tala um þegar Marah var veik og hann fann hana ekki og að hann skildi hvernig henni liði útaf Abigail. Hún er enn ekki búin að snúa sér við eða segja neitt þegar Rick kemur inn með Abigail. Hún faðamar Abigail og Josh og Lillian fara. Rick fer að segja mömmu Abigail að hún er fundin. Alan kemur inn og spyr hvort einhver hafi séð Revu. Hún sagði að hún hefði ekki einu sinni snúið sér við. Reva sagði Abigail að fara ekki útúr stofunni. Reva fer síðan.

Josh fer til Annie og segir að Abigail sé fundin. Síðan fara þau að kyssast og Reva ætlar að opna dyrnar þegar hún heyrir Josh segja að hann elski Annie og hann hefur aldrei elskað neina svona mikið. Reva tekur því illa og fer af spítalanum.

Reva kemur reið inní húsið þar sem þau búa og Alan kemur inn. Reva segir honum það sem Josh sagði við Annie og Alan segir henni að koma með sér í burtu. En Reva segist ætla að vera áfram í Springfield.

Amanda bíður Ross mjög há laun og bíður honum til kvöldverðar í Turnunum og segir honum að koma með Blake. Hann segir að hann geti það ekki og er hamingjusamlega giftur maður. Amanda ætlar að fara þegar hann samþykkir að fara í kvöldverð. Blake kemur síðan þegar Amanda er farin og Ross segir henni frá kvöldverðinum. Blake segir að það kemur ekki til mála að hún eyði kvöldinu með Amöndu. En að lokum samþykkir hún að fara.

Alexandra segir Blake að Amanda hafi ráðið Ross sem lögmann sinn. Blake er ekki ánægð með það og segir Alex að hún hafi bara látið hana koma til að heyra um Ross og Amöndu. Alex segir henni að það var kannski e-ð milli Amöndu og Ross í þá daga og Blake fer. Hawk kemur inn og segir Alex að hann sá Abigail. Áður en hann segir meira þá semja þau um að hann fái nóg laun og sjónvarp og e-ð 3 kvikmyndastöðvar. Hann segir henni síðan að Alan lítur á Abigail sem dóttur sína og segir að hann hafi “séð” konuna sem Alan er svo heillaður af (sem er náttlega Reva). Hann segir að hann hafi samt ekki séð framan í hana og hún sé mjög feimin. Amanda kemur inn tilbúin fyrir kvölverðinn. Hún segir að hún sé að fara út að borða með Ross. Þegar hún fer segir Hawk að það er augljóst að hún þolir Amöndu ekki eða e-ð þannig.

Já, allt búið held ég:)