Þetta er fyrsta greinin mín hér, ég vona að hún sé í lagi og læsileg.

Jæja núna er komið að því. Skjár einn ætlar að fara að sýna þættina Beverly hills 90210 og Melrose place frá byrjun. Sýningar byrja 5. júní og persónulega þá get ég ekki beðið eftir að sjá þessa þætti aftur:)

Beverly hills 90210 var í gangi á árunum 1990-2000 í Bandríkjunum á stöðinni Fox og það voru framleiddar 10 seríur.
Þættirnar gerast í hinu mikla forréttinda hverfi; Beverly hills í Suður-Kaliforníu. Í forgrunni er hópur unglinga sem eru að sjálfsögðu allir voða ríkir og voða fallegir sem ganga í “high school” í Beverly hills. Þættirnir fjalla um þeirra líf, sorgir, ástir og allt annað sem gerist í þeirra dramatíska lífi.
Í byrjun snerust þættirnar um tvíburana Brandon(Jason Priestley) og Brenda Walsh(Shannen Doherty) sem fluttu til Beverly hills með foreldrum sínum. En með tímanum þá spunnust fleiri persónur inn í þættina og Shannen var klippt út úr þáttunum vegna mikilla prímadonnustæla.
Þátturinn tók á mörgum málum sem voru þekkt í menningu ungs fólks, þ.á.m. stefnumótanauðgun, alkahólisma, eiturlyfjaneyslu, sjálfsmorð unglinga og óléttu unglinga. Eins og þið sjáið var þetta ekta unglinga þáttur sem náði ótrúlegum vinsældum. Talan 90210 er póstnúmerið í Beverly hills og eftir þennan þátt er þetta án efa þekktasta póstnúmer í heimi.

Melrose place var upphaflega “spinoff” af Beverly hills þegar leikarinn Grant Show(Jake í þáttunum) birtist sem lærifaðir Dylan sem var í 90210. En síðar þróaðist þetta í tiltölulega sjálfstæða sápuóperu.
Melrose place er íbúðarblokk í Los Angeles þar sem ungt einhleypt fólk býr en þó eru nokkur pör. Of flókið væri að fara í nákvæma lýsingu á þáttnum því að hann einkenndist af mörgum flóknum ástarsamböndum og ég held að ég geti sagt með nokkurri fullvissu að í sjöundu seríu af Melrose place hafa örugglega flestir verið búnir að sofa hjá manneskjunni í næstu íbúð!
Þátturinn fékk ekki gott áhorf í byrjun en með komu Heather Locklear sem tálkvendið Amanda Woodward rauk áhorfið upp og allt fór að gerast í þáttunum. Eftir fimmu seríu fór áhorf þó að minnka og árið 1999, eftir sjöundu seríu var þátturinn tekinn af dagskrá.
Melrose place var því ekta dramaþáttur þar sem allir höfðu sofið hjá eða slefað upp í nágrannan. Afar skemmtilegt!

Sami handritshöfundur er af þáttunum en það er Darren Star. Einnig var Aaron Spelling handritshöfundur 90210 og það vakti athygli að dóttir hans Tori Spelling var í einu aðalhlutverkinu í Beverly hills. Spurning hvort það var út af leiklistarhæfileikum eða fjölskyldutengslum?

Það væri mikil nafnaruna ef ég færi að telja upp helstu leikara úr báðum seríunum. Helst má þó nefna í 90210: Jennie Garth, Luke Perry(sem var “teen idol” í kjölfarið), Brian Austin Green og Tiffany-Amber Thiessen.
Melrose place: Andrew Shue, Doug Savant, Jack Wagner, Marcia Coss, Laura Leighton og Alyssa Milano.

Núna er stóra spurningin…ætar þú að fylgjast með þessum tveimur stærstu sápuóperum tíunda áratugsins?
————————————————-
Tek það fram að ég fékkk allar þessar upplýsingar á: www.wikipedia.org