Hverjir hafa verið lengst í þáttunum og hvað lengi, ég tek bara persónur sem hafa alltaf verið sami leikarinn, sumar persónur hafa verið lengi en með nokkrum leikurum:

Helen Daniels(Anne Haddy) Kerlingin var í 12 ár frá árunum 1985 til 1997. Hún dó úr hárri elli.

James ‘Jim’ Robinson(Alan Dale) hann var í 8 ár frá árunum 1985 til 1993. Hann dó úr hjartaáfalli.

Paul Robinson(Stefan Dennis) hann var líka í 8 ár frá árunum 1985 til 1993. Ég man ekki hvernig hann hætti, mig mynnir að hann hafi flúið land.

Lou Carpenter(Tom Oliver) hann byrjaði árið 1988 var bara eitt ár en kom svo aftur árið 1992 og er enn í dag.

Susan Kennedy(Jackie Woodburne) hún hefur verið í núna 7 ár, alveg frá 1994.

Dr. Karl Kennedy(Alan Fletcher) hann hefur verið jafn lengi og konan sín eða í 7 ár, en Alan Fletcher lék reyndar aðra persónu árið 1987 sem hét Greg Cooper, ég man ekkert eftir honum:

William ‘Billy’ Kennedy(Jesse Spencer) var í 6 ár, 1994-2000 en flutti til þess að vinna hjá eitthverjum kalli.

Elizabeth “Libby” Kennedy(Kym Valentine) búin að vera jafn lengi og foreldrar hennar.

Madge Ramsay Mitchell Bishop(Anne Charleston) hún byrjaði árið 1986 en árið 1992 hvarf Harold þegar þau voru á eitthverri fjöru, hún kom kom aftur árið 1996 og er enn.

Harold Bishop(Ian Smith) byrjaði árið 1987 en hætti árið 1991 þegar hann hvarf ofaní hafið fannst svo árið 1996 og er enn í dag.

Jarrod “Toadfish” Rebecchi(Ryan Moloney) hann hefur verið í 6 ár eða frá 1995.

Philip Martin(Ian Rawlings) hann var í 7 ár, frá 1992 til 1999. Hann flutti með Ruth þegar þau giftust.

Hannah Martin(Rebecca Ritters) hún var líka í 7 ár og flutti með þeim. Hún var líka ein leiðinlegasta persónan sem hefur verið í nágrönnum.

Lance Hails Wilkinson(Andrew Bibby) kallinn er núna búin að vera síðan 1995 eða 6 ár.