Nú er komið mikil rifrildi um það hvort Lil hafi verið að gera rétt með því að fara frá David og meira um þann skilnað.
Ég ætla með þessari grein að skrifa skoðanir mínar á þessu máli, hvort sem þér líkar þær eður ei.

Mér finnst…
David ekki alveg átta sig á hlutunum, Lil var búin að segja að hann væri eigingjarn og spáði aldrei í tilfinningar hennar.
Hún fór frá honum í nokkra daga og sagðist ekki vita hvort hún kæmi aftur.
En þar sem að þetta er eiginmaður hennar og þau eru sálufélagar og hún elskar hann kom hún aftur en hann lofaði að reyna að bæta sig.
…Sem hann gerði ekki.

Það kom kæra á hann um að hann hafi stolið 50.000 frá góðgerðarsamtökum sem hann hafði umsjón yfir.
Lil trúði þessu upp á hann þar sem að álíka atburðir höfðu áður gerðst.
Þegar hann sagði henni að hann hafi ekki gert þetta trúði hún honum.

Hann byrjaði aftur að drekkja sér í sjálfsvorkun og eigingirni, hugsaði ekkert um Lil eða hennar þarfir.
Hún fékk auðvitað nóg og sagði við David að mælirinn væri að verða fullur og hún myndi fara frá honum ef hann myndi ekki bæta sig.
Hann hafði kost á því að gera hjónaband sitt gott aftur en gerði það ekki.
Að lokum fylltist mælirinn hjá Lil og hún gekk út og flutti inn til Susan.

Að sjálfsögðu reiddist Serena við hana - ég tala af eigin reynslu þegar ég segist skilja hana alveg fullkomlega en hún gekk full-langt sem enginn gerir í alvöruni fyrir svona atburði.

En það sem fyllti mælirinn hjá mér var þegar David byrjaði að færa Serenu á móti Lil!
Þegar Lil ákvað að reyna að tala við dóttur sína og semja frið við hana, sem hún hefur alveg fullkomlegan rétt á, og eyða tíma með henni og býður henni með sér í verslunarferð þá ákveður David að sleppa því að segja Serenu frá því og tekur hana í staðinn með sér í helgarferð á einhvern búgarð.
Þar gerði David sín stærstu mistök!
Lil sagði það sjálf að það gæti verið að hún myndi fara aftur til hans en ég skil hana fullkomlega vel ef hún vill ekki gera það eftir þetta!

Setjum okkur í spor Serenu.
Þú ert á erfiðum unglingsárum og foreldrar þínir skilja og þú veist í rauninni ekki af hverju.
Ég get sett mig í þessi spor því það er ekki einu sinni ár síðan mínir foreldrar skildu og ég hafði ekki hugmynd um það.
Ég er reið, sár og veit ekki með hverjum ég vil vera eða við hvern ég vil tala.
Þú trúir því ekki þegar mamma þín segir við þig að henni langaði bara að taka hana í smá verslunarleiðangur og eyða smá góðum stundum saman útaf pabbi þinn var búinn að fylla þig af rang hugmyndum og hann stal þér og tók þig án þess að biðja mömmu þína um leyfi.

Setjum okkur í spor Davids.
Þú ert nýbúinn að vera lögsóttur og það var fallið frá kærunni vegna mistaka í lögregluskýrslu, sem betur fer þar sem að þú varst saklaus ?
Heimurinn snýst um þig, auðvitað þar sem að þú ert ÞÚ!
Eiginkona þín segist ekki vera ánægð í hjónabandinu og býður þér þann kost á að lagfæra hjónabandið og gera það sterkara en þú gerir ekki neitt og konan þín endar á því að fara frá þér.
Þú veist ekki hvað þú átt að gera og hrindir frá þér öllu góðu og misskilur allt sem sagt er við þig.
Heimskulegasta ákvörðun í lífinu var að ákveða að banna eiginkonu þinni að hitta dóttur ykkar þar sem að þegar hún vill vera með dóttur ykkar, sem hún hefur fullkomlega rétt á, þá sleppiru því að segja henni það og draga hana í burtu og koma ranghugmyndum um eiginkonu þína í hausinn á dóttur þinni, hugmyndir sem þér finnst vera réttar en þú hugsar ekki rökrétt þar sem að lífið þitt er í rústi.

Setjum okkur í spor Lil.
Þú býrð heima hjá tengdaföður þínum með eiginmanni þínum, dóttur og stelpu sem er dóttir systur eiginmanns þíns.
Eignmaður þinn er sakaður fyrir að hafa rænt góðagerðasamtök og á sögu í peninga-fíkn fyrir.
Hann hugsar bara um sjálfan sig en ekki þínar tilfinningar eða þínar þarfir.
Þú reynir að taka hlutina í þínar hendur og kemur þínu fram og hótar eiginmanni þínum öllu illu - hann lofar öllu góðu en stendur sig ekki.
Það er sjarmerandi maður sem segist elska þig, segist þrá þig.
Þig hefur alltaf langað að vera þráð - þig hefur lengi langað að láta einhver þrá þig og vilja þar sem að eiginmaður þinn hugsar ekki um þínar tilfinningar.
Þú byrjar að finna tilfinningar til mannsins og veist ekki hvernig þú átt að haga þér.
Þú finnur fyrir einhverju sem þú hefur aldrei fundið fyrir áður.
Þú elskar manninn afar heitt og þráir samband við hann en getur það ekki því þú ert gift kona í vonlausu hjónabandi.
Þú fattar að þú hefur aldrei fundið svona mikinn losta frá eiginmanni þínum heldur elskaru hann sem sálufélaga og vin, en ekki elskuhuga.
Þig langar að prufa nýja hluti en getur það ekki þar sem að þú ert bundin niður.
Þú getur reynt að losa þig aðeins og ákveður að fara frá eiginmanni þínum og hugsa þig og reyna að finna eitthvað út úr tilfinningum þínum.
Þú ert algjörlega heltekin af þessum manni og þokka hans og eftir að hafa reynt að bæla niður tilfinningar þínar til að vernda fólk sem þér þykir vænt um geturu ekki meira og stofnar samband við þennan mann, alveg “óvart”.

Setjum okkur í spor Pauls.
Þú kemur til baka í heimabæ þinn til þess að flytja alla burt og byggja verslunarmiðstöð og nýjan bæ þar sem að þinn heimabær var.
Þú brennir niður kránna, kaffihúsið, læknastofuna og eitthvað meira, drepur óvart mann og borgar allt saman til að komast í náðina hjá íbúum - svo engum grunar neitt.
Þú notar ýmsar klókar og illkvitnar leiðir til þess að ná fram því sem þú vilt.
Á miðri leið kynnistu konu sem þú verður heltekin af.
Þú segir við sjálfan þig að þú verðir að eignast þessa konu - hvað sem það kostar, eins og allt annað.
Þú kemur þér í náðina hjá eiginmanni hennar og hjálpar honum að komast í kosningar og vonast til þess að hann fjarðlægist henni.
*veit ekki hvort þetta sé satt en ég held það* þú stelur 50000 frá þínum eigin samtökum og kemur sökinni yfir á eiginmann hennar og vonast til þess að hann verði sendur í fangelsi og þú getur fengið konuna hans.
Þegar þú veist að þú ert alveg að komast að henni, hún er farin frá eiginmanni sínum til að komast að því hvernig henni líður gagnvart þér þá byrjaru að finna fyrir sektarkennd - þú nánast eyðilagðir heilri fjölskyldu.
Þú byjar að rifja upp gamlar minningar frá heimabæ þínum og fattar hvað þú ert að gera við fólkið og bæinn sjálfan.
Þú sérð sjálfan þig og fattar hvað þú varst að gera og sérð eftir því.
Núna viltu bæta fyrir skaðann sem þú gerðir en það er að verða of seint.
Þú færð konuna sem þú vildir, þið stofnið samband og þú reynir að koma lífi þínu í lag en færð morð hótanir frá “vinnufélögum” þínum.

—-
Ég er með Lil, hún hefur sinn rétt að finna fyrir tilfinngum - hún veit ekkert hver þetta er en hún heldur sig þekkja hann.
David átti ekkert að taka Serenu án þess að láta Lil vita, Serena hefði átt að fá að velja sjálf hvort hún vildi fara í verslunarleiðangur og eyða tíma með mömmu sinni eða fara á búgarðinn með pabba sínum, þetta var alls ekki Davids ákvörðun.
Hann hefur engan rétt löglega á að taka burt barnið frá móður sinni án þess að láta neinn vita og koma barninu á móti móður sinni - algjörlega röng hugmynd hjá honum.
Lil var búin að segja við hann að hún vildi bara eyða smá tíma með henni og kom aldrei neinni hugmynd í hausinn á honum að hún ætlaði að fara stela Serenu - ég veit ekki einu sinni hvernig ykkur hugurum hefur dottið það í hug.
David er bara geðveikur vegna þess að allt í lífi hans virðist vera á niðurleið.

En þetta er auðvitað bara mín skoðun og þú hefur þína, ef þú getur rökstytt hana eins vel þá vil ég alveg endilega heyra hana og ef þú getur bent á eitthvað sem mér hefur misfarist.

Takk fyrir mig - skítkast afþakkað!!