Ætla að fjalla um One tree hill þáttinn sem að var í kvöld *föstudaginn 10.mars* og þeir sem að ekki hafa séð hann ættu kannski ekki að lesa lengra…

Í kvöld var fyrsti þáttur One tree hill…ég var búin að bíða mjög spennt en þegar hann byrjaði áttaði ég mig á að ég var búin að steingleyma hvað þetta var allt um. Var það líka bara ég eða náði enginn byrjuninni…ég horfði bara á og vissi ekkert hvað var að gerast, en svo áttaði ég mig á að það var veri að fara til baka í timann, þegar þátturinn var kannski svo..tjah..hálfnaður fannst mér hann loksins fara að ganga upp eitthvað og fannst sniðugt að þetta færi svona fram og til baka…kannski var þetta bara ég ?

Allavega þá var margt rifjað upp og nokkuð sem að maður komst að :D…m.a. að Peyton var ættleidd og móðir hennar var komin aftur í bæinn,
Nathan fór í High Flyers, náði voðalega lítið eitthvað hvað var að gerast þar og þetta með bréfið svolítið ruglingslegt :S,
Svo er það náttúrulega Dan, maður komst að því að hann vissi að einhver hafði reynt að drepa hann þótt að hann hafi sagt Debbie annað…málið er bara…hefur hann eiginlega ekki bara alla á móti sér?…ég segi nú bara gangi honum vel :P

Svo er það svona eitt og eitt sem að maður saknar við þessa þætti, t.d. flotta flotta hárið hennar Peyton, ég gjörsamlega dýrkaði það…var ekki sátt við að það var farið :(
Líka það bara að þetta er orðið of mikið drama, væri til í að fá gömlu one tree hill og OC þættina aftur, þar sem að fólk skemmtir sér líka og eru glaðir?…ne bara svona pæling

..Vil svo bæta við að ég er frekar ný í að gera svona greinar þannig að allar uppbyggjandi gagnrýnar *er ekki alveg viss hvernig þetta er í fleirtölu :P* eru vel þegnar :)