Hefur eitthver tekið eftir því að það er stundum feimnismál fyrir fólk sem horfir á sápuóperur að viðurkenna að þeir horfa á þær? Ég þekki marga sem ég veit að horfa á Granna en viðurkenna það ekki þegar eitthverjir heira í þeim. Hvenær kom stimpillinn að það væri kerlingarlegt eða hommalegt að horfa á sápuóperur, nú er ég ekki að fordæma kerlingar eða homma.

Fólk sem horfir ekki á þættina skilja ekki hvernig þeir sem horfa á þá nenna þessu, það eru líka margir sem skilja ekki hvernig nokkur nennir að horfa á sjónvarp yfir höfuð. Ég sjálfur skil ekki hvernig fólk nennir að fara í ferðalög, eitthvað sem mér finnst hryllilega leiðinlegt.

En svo eru nátturulega þeir sem horfa á hverjum degi á Glæstar Vonir og þola ekki Guiding Light(vissuð þið að þessir þættir hafa verið gerðir í 40 ár!), svo þeir sem horfa á Guiding Light en þola ekki Glæstar, allt skiptist þetta niður, en eitt eiga allir þessir þættir sameiginlegt(fyrir utan Granna) að þeir eru allir svo ótrulega óraunveruleigir. Glæstar Vonir, Guiding Light, Melrose Place, Santa Barbara, Beverly Hills 90210 allt er þetta um ríkt fólk sem kemst upp með ótrulega hluti, eitthver heldur framhjá honum en hann heldur framhjá frænku þess sem skaut bróðir vinnufélaga nágranna ömmu hans. Þetta var svo skemtilega spoofað í Bílastæðavörðunum í Fóstbræðrum.

Ég er sá fyrsti sem viðurkennir að Nágrannar geta verið óraunveruleigir en þeir eru margfalt raunverulegri en allir hinir til samans.

Annars er þetta bara röfl í mér.

Kveðja sbs
<a href="http://www.sbs.is">sbs.is</a