Opið bréf til Stöðvar 2 Nágrannar eru öðruvísi sápuópera. Í nágrönnum eru ekki allir millar, þar komast ekki allir upp með glæpi án þess að vera nokkurn tíman refsað, og þar er mamma eins mans ekki fráskilin ekkja, fimm barna móðir, drykkjusjúklingur og heldur við besta vin sama mans(dæmigerð persóna úr Leiðindaljósi:). Nágrannar fjalla um daglegt líf og það sem venjulegar manneskjur þurfa að fást við á hverjum degi, og það held ég einmitt að sé ástæða þess hversu vinsælir þættirnir eru!

Hvers vegna í ósköpunum er þátturinn þá sýndur á svona fáránlegum tíma? Í hádegi, þegar flestir eru vanalega að borða hádegismat og hafa ekki mikinn tíma til þess að horfa á sjónvarpið. Sjálfur er ég vinnandi maður og fæ aðeins 40 mín. í mat, og hef ekki neinn tíma til að horfa á Nágranna, en ég reyni það samt alltaf! Vanalega missi ég af svona 1-3 þáttum í viku.

Síðan eru þættirnir endursýndir á sunnudögum. Jújú, það er nú til bóta, en maður hefur því miður ekki alltaf tíma til að horfa á 5 þætti af Nágrönnum í röð, ég tala nú ekki um ef maður vinnur helgarvinnu, þá missir maður gjörsamlega af Nágrönnum!

Ég þekki ekki einn mann sem finnst þessi sýningartími þægilegur og ég skora hér með á Stöð 2 að færa þættina einfaldlega!

Með von um bjartari og betri tíð,
JohnnyB.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _