Ég fann fyrir stuttu fullt af gömlum sjónvarpsvísum og í einum var þegar grannar voru að byrja, það var talað aðeins um þáttinn og persónurnar.


Nágrannar
Ný sápuopera á stöð 2.

Nágrannar eða Neighbours eins og hún heitir á frummálinu er nú sápuopera á Stöð 2. Nágrannarnir eru ástralskir að uppruna en hafa verið teknir til sýningar víðs vegar um heiminn og alls staðar við góðar undirteknir. Margir telja sig ekki geta án þessara góðu nágranna verið.
Þegar Stöð 2 hóf sýningar á Santa Barbara var það í fyrsta sinn sem íslenskt sjónvarp tók til sýningar daglegan framhaldsþátt. Enn ríður Stöð 2 á vaðið og nú verður það í fyrsta sinn í sögu íslensks sjónvarps að áhorfendur njóta þesss að horfa á daglegan framhaldsþátt sem gerður er af andfætlingum okkar Áströlsku, en þeir hafa ruðst inn á kvikmynda- og sjónvarpsmarkaðinn svo um munar síðastliðin ár.
Stöð 2 er það ánægjuefni að gefa áskrifendum kost á að kynnast nágrönnum frá upphafi. Reyndar er þessi framhaldsflokkur framleiddur þannig að gert er ráð fyrir að sýna hálftíma tvisvar til þrisvar í viku, en stöð 2 ætlar að sýna tvo þætti á dag, fimm daga vikunnar til þess að vinna upp forskotið sem áhorfendur víðs vegar um heiminn hafa.
Það er ekki ólíklegt að áhorfendur komi til með að kannast við einhverjar persónanna sem sína nágrann. Þessi sápuópera snýst nefnilega ósköp venjulegt fólk, nokkuð sem daglegir framhaldsþættir í íslensku sjónvarpi hafa ekki gert áður.
Nágrannar ættu því að vera kærkomin tilbreyting enda getum við varla án góðra nágranna verið.


Robinson fjölskyldan:

Jim Robinson er ekkjumaður en konan hans lést þegar yngsta dóttirin fæddist. Hann elur upp börnin sín fjögur með dyggri aðstoð tengdamóður sinnar. Jim rekur lítið fyrirtæki í einkaeign ásat tveimur öðrum mönnum, frístundunum eyðir hann heima við með fjölskyldunni. Sem faðir er hann skilningsríkur, elskandi og þolinmóður.
*Hann fékk hjartaáfall og konan sem hann var með hafði ekki fyrir því að hringja í sjúkrabíl.


Helen Daniels er tengdamóðir Jims. Þgar óttir hennar dó af barnsförum tók hún að sér heimilishald Robinson fjölskyldunnar og þannig hefur það verið síðastliðin níu ár. Fjölskyldan getur ekki án hennar verið. Helen kemur til dyranna eins og hún er klædd og er alltaf sanngjörn. Þetta er einmitt manneskjan sem þú leitar til þegar þig vantar góðar ráðleggingar.
*Hún dó úr elli fyrir nokkrum árum.


Paul Robinson er tvítugur og elstur í systkinahópnum. Hann er að læra verkfræði við háskólann. Paul er einfari og eyðir mestum tíma sínum í lestur. Vegna þess hversu fyrirferðarlítill og rólegur hann er fær hann ekki eins mikla athygli frá fjölskyldunni og annars væri. Þrátt fyrir rólegt fas og framkomu þykir hann líkjast föður sínum mikið.
*Mig mynnir að hann hafi flúið, hann var óheiðarlegur en ég man ekki ástæðuna fyrir því að hann hætti.


Julie Robinson er átjánára og vinnur sem gjaldkeri í banka. Hún er kurteis ung kona en ákaflega stjórnsöm og það fer mikið í taugarnar á bræðrum hennar tveimur. En öll þessi stjórnsemi er sprttin af óöryggi enda er þetta bara átján ára táingastelpa sem veit ekki alveg hverr hú á að vænta af lífinu og tilverunni.
*Eftir að Michael(sonur Philips maninum hennar) lætur hana fá taugaáfall þá dettur hún niður húsþak, ég man ekki hvort henni var hrinnt.


Það eru nokkurar persónur eftir, ég nenni ekki að skrifa það núna, geri það seinna.