Kæru sápuunnendur og aðrir Hugarar.

Nú er árið 2005 liðið og árið 2006 tekið við. Gamla árið var mjög gott á sápuáhugamálinu. Það var rifið upp í upphafi ársins og hefur allt árið verið í hópi 20-30 vinsælustu áhugamálanna á Huga.

Við vorum með nokkur greinaátök á árinu og voru flest þeirra mjög vinsæl. Sendar voru inn margar skemmtilegar greinar og af þeim sköðuðust góðar umræður. Nóg hefur einnig verið af mynda- og kannanaflæði inn á áhugamálið. Undir lok ársins vorum við þó í svolítilli lægð. Flestir voru búnir að vera duglegir á árinu og kominn tími á hvíld. Reyndar voru margir komnir í prófalestur og jólaundirbúning líka. En nú er nýtt og ferskt ár hafið og hvað er þá sniðugra en að standa fyrir nýju greinaátaki? Ég held að það sé kominn tími á það þar sem mjög langt er orðið frá því síðasta.

Greinaátakið felst í því að skrifa um hápunktana í sápunum árið 2005. Hvað gerðist merkilegast í sápunum? T.d. kom einhver ný og eftirminnileg persóna í þáttinn þinn? Gerðist eitthvað sérstaklega mikilvægt? Komu ný hneyksli?

Þið megið skrifa um eina sápu eða einn atburð eða margar sápur í einni grein. Munið þó að greinin verður að vera það löng að þetta sé ekki bara korkaefni. Þá vil ég miða við ca. 300 orð eða eitthvað því um líkt. Endilega komið nú með eins og eina grein á mann (mega alveg vera fleiri :D ) um það merkilegasta í sápunum, eitthvað skúbb til að rifja upp með okkur.

Ég vil nota tækifærið til að þakka fyrir liðið ár og óska ykkur gæfu á því nýja. Endilega sendið inn efni, nú vantar allt af öllu. :)

Kveðja; Karat, stjórnandi á Sápum.