Viðurlög við spoilerum á Sápum Kæru notendur.

Því miður verð ég sem stjórnandi á Sápum að skrifa þessa orðsendingu til sumra ykkar.

Í gærkvöldi var fyrsti þáttur í annarri seríu af O.C. sýndur á Íslandi og höfðu margir sápuunnendur beðið spenntir eftir þættinum í marga mánuði.

Eftir þáttinn var grein um hann birt á Sápum. Þrír illa innrættir notendur sáu sig knúna til að eyðileggja alla þáttaröðina fyrir öllum hinum og skrifuðu hvað ætti eftir að gerast alla þáttaröðina og hvernig hún ætti eftir að enda sem svör við greininni. Þetta var seint í gærkvöldi og ég var búin að ganga frá minni tölvu áður en þetta gerðist. Ég náði því ekki að eyða þessum hræðilegu spoilerum út fyrr en í morgun.

Notendurnir þrír voru að sjálfsögðu allir settir umsvifalaust í bann og það ekki stutt.

Þetta arferli þeirra var og er mjög særandi fyrir þá sem hafa áhuga á O.C. Margir eru sárir og vonsviknir. Það er búið að eyðileggja heila þáttaröð fyrir þeim.

Ég vil ekki að þetta komi fyrir aftur. Í nokkra mánuði hefur staðið efst á sápuáhugamálinu að spoilerar séu stranglega bannaðir á áhugamálinu og viðurlögin við þeim séu bann. Sumir virðast ekki sjá þetta (þetta eru risa stafir) eða velja að virða það ekki.

Því miður verð ég að framfylgja þessu og hér eftir verða allir þeir sem eyðileggja svona fyrir okkur hinum settir í bann strax og þá ekki styttra en í mánuð.

Ég vona að ekkert ykkar sjái sig knúið til að senda inn spoilera. En því miður er alltaf einn og einn sem er andstyggilegur og leiðinlegur þó að lang flestir séu heiðarlegir og sanngjarnir.

Með von um gott samstarf í framtíðinni.

Karat, stjórnandi á Sápum.

E.s. ef þið hafið ekkert að segja nema skítkast skuluð þið sleppa því.