The O.C.


Þegar svokallaðir þættir The O.C. byrjuðu á Skjáeinum þá datt mér alls ekki í hug að þetta yrðu mínir uppáhalds þættir. Fyrsti þátturinn byrjaði á því að strákur að nafni Ryan Atwood reyndi að stela bíl með bróður sínum. Ég sá aðeins brot úr því en hætti þá að horfa því ég bara hélt að þetta yrði svona þjófaþáttur um einhverja unglinga sem stela. Hvað ég get verið fordómafull.
Jæja, Nokkrar vikur liðu og ég bara horfði ekkert á þetta. En þegar mamma og pabbi fóru alltaf á hverju mánudagskvöldi eitthvert á nákmskeið eða eitthvað þá fór ég til ömmu minnar og afa (mjög gaman fyrir mig já :S) og var þar fram á kvöld. Ég hafði ekkert að gera og var þetta um 19:00-23:00 svo var þá ekki bara pörfekt að horfa á sjónvarpið? Það eina sem ég gat horft á var Skjáreinn því að aldrei er neitt skemmtilegt á RÚV (mín skoðun) og ekki eru þau með Stöð 2 þau gömlu hjónin.
Semsagt, þá voru þessir The O.C. þættir á dagsskrá og þar á eftir C.S.I. Miami. Tveir þættir sem ég hafði aldrei horft á.
Ég byrja semsagt að horfa á The O.C. og tengist strax inn í þetta allt. Mér finnst húmorinn frábær og þessir þættur eru mjög vel gerðir.
Og nú ætla ég að segja álit mitt á persónunum:

Ryan Atwood: Dæmigerður unglingur sem kemur úr svona hverfi. Utan fyrir hvað hann er sætur. Stelur og lendir í vandræðum. En þá kemur ríkur lögmaður og Ryan er svo heppinn (þótt svo kannski að hann viti það ekki, ekki veit ég það) að Sandy, lögmaðurinn hans, var eins og hann þegar hann var unglingur. Sandy finnst þá að hann þurfi að hjálpa Ryan. Svo Ryan er rosa heppinn strákur. Jæja, Það sem mér finnst er það að Ryan er flott persóna, reyndar finnst mér að hann mætti stöku sinnum tala aðeins meira. En ógæfan eltir hann samt því svo virðist sem öllum er illa við hann þangað til lengra inn í seríuna. En ég hef eiginlega ekkert meira að segja um Ryan.

Seth Cohen: Þessi persóna er bara snilld. Þessi persóna kemur mér eiginlega bara til að hlæja í þessum þáttum. Hann er algjör svokallaður “lúði” í byrjun þáttanna og verður alveg rosalega glaður þegar að Ryan birtist og hann hefur loksins einhvern vin. Það má eiginlega segja það að Ryan hafi reddað því að Seth gæti farið að tala við Summer, draumastúlkuna sína. Þar sem hún er besta vinkona Marissu sem Ryan þykir alveg óskaplega vænt um.
Seth verður hins vegar aðeins vinsælli eða að minnsta kosti á vini þegar líður inn í serínua og þess vegna vorkenni ég honum ekki eins mikið og ég gerði áður. En þegar hann fór eitthvert í burtu í lok 1 seríu varð ég rosalega leið og bíð bara spennt eftir framhaldi.

Marissa Cooper: Svo virðist sem allar stelpur í Newport séu grannar og rosa flottur og sætar. Marissa ar mjög sæt stelpa sem kynnist Ryan og má segja að hún verði hrifin af honum við fyrstu sín. Þótt hún verði kannski ekki ástfangin. Mér finnst Marissa stundum verða alveg ótrúlega pirrandi því hún tekur stundum öllu svo illa. En það er kannski vegna þess að hún hefur þuft að ganga í gegnum margt. Og þegar Ryan var að vernda hana fyrir Oliver hlustar hún ekkert. Hún virtist ekki getað treyst kærastanum sínum.
Þess vegna getur hún farið virkilega í mínar fínustu.

Summer Roberts: Eins og ég sagði, þá virðast allar stelpur í Newport vera grannar, flottar og sætar og er Summer mjög gott dæmi ásamt Marissu. Stundum finnst mér eins og það sé bara hægt að hafa fallegt og sætt fólk í svona þáttum.
Summer er dæmigerð rík stelpa. Getur ekki sofið annarsstaðar nema það sé alveg “clean” og fínt. Hún getur alls ekki umgengst svona “lúða” eins og Seth (nema kannski lengra í seríunni)
Þó fannst mér hún lagast heilmikið eftir að hún byrjaði með Seth.


Ég hef nú ekki mikið að segja um fullorðna fólkið utan fyrir hana Julie Cooper:
Hún er dæmigerð móðir sem heldur að hún viti alltaf hvað er dóttur hennar fyrir bestu. Henni finnst hún geta stjórnað öllu og bara gert það sem henni sýnist og það er eins og hún sé alveg tilfinningalaus.

En mér finnst samt krakkarnir hafa skánað þegar lengra kom inní seríuna. Kannski utan fyrir Marissu þar sem hún fór bara ennþá í mínar fínustu.

Njótið bara vel af þessu þótt þetta hafi nú ekki verið merkilegt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa svona grein og ég vildi bara vera með í greinaátakinu. Svo endilega segið ykkar skoðun:D