Nýtt greinaátak o.fl. Kæru sápuunnendur.

Eins og kannski einhverjir hafa tekið eftir hef ég lítið verið við síðustu 2 vikur þar sem ég var í sumarfríi erlendis og komst lítið í tölvur. Nú er ég hins vegar mætt til starfa af krafti á sápuáhugamálinu og þið megið endilega fara að senda inn allt mögulegt efni. T.d. vantar greinar og nýjar kannanir.

Tölurnar fyrir júní eru komnar og þær má sjá í samnefndri tilkynningu.

Ég vil láta ykkur vita af nýju greinaátaki sem er komið í gang og upplýsingar um það eru hér fyrir neðan.


Eins og ég er búin að koma á framfæri í síðustu tilkynningum á sápuáhugamálinu er kominn tími á nýtt greinaátak. Það var Mariakr sem átti hugmyndina að þessu greinaátaki. Í því felst að notendur eiga að að segja frá því hvað heillaði þá fyrst við þá sápu eða þær sápur sem það horfir mest á og hvað það er við viðkomandi sápu eða sápur sem heldur fólki við skjáinn. Þetta er efni í miklar pælingar sem þið getið útfært eins og þið viljið og megið bæta hinu og þessu við. Ef ykkur vantar fleiri hugmyndir í sambandi við þetta sendið mér skilaboð eða biðjið um frekari upplýsingar hér fyrir neðan.

Munið bara að hafa greinina nógu langa, a.m.k. 300 orð (þið getið skrifað greinina í Word og farið í Word count til að sjá hvað þið eruð komin með mörg orð).

Ég áætla að þetta greinaátak muni standa frá 8. júlí til 22. júlí, sem eru 2 vikur.


Endilega farið að skrifa, ég hlakka til að sjá nýjar greinar :)

Kv. Karat :)