Inngangur


Uppáhalds sápuóperan mín er án efa Leiðarljós (guiding light). Þættirnir gerast í bænum Springfield í Bandaríkjunum og hafa gert það frá byrjun. Í upphafi fjallaði hann aðalega um stóru olíusamsteypurnar Spaulding og Lewis en með árunum hafa svo bæst inn fleirri fjölskyldur. Þó að bærinn sé nú ekkert rosalega stór þá hafa margir,ef ekki flestir gift sig svona 3-4 jafnvel oftar,eignast börn með hinum og þessum og upplifað/tekið þátt í stórum glæpamálum . En öll erum við sammála því að til að halda svona þætti gangandi þarf að hafa sífellda spennu.
Þátturinn byrjaði fyrst í útvarpi eitthvað um 1950, en hófst svo í sjónvarpi um miðjan sjöunda áratuginn. þátturinn gengur enn þann daginn í dag og er ekkert á leiðinni að hætta. (einnig má þess geta að við íslendingar erum 10 árum á eftir.)
Árið 2003 var ákveðið að taka þáttinn af dagskrá sjónvarpsins því að menn töldu að það væru of fáir sem horfðu á þáttinn þannig að þeim fannst ekki borga sig að fjármagna hann lengur. En þá kom í ljós að það var stór aðdáendahópur hér á Íslandi sem varð brjálaður yfir þessari ákvörðun og bárust tugir ef ekki hundruðir mótmælabréfa bæði upp í sjónvarpshús og einnig í dagblöðin. Eftir mánaðar frí var ákveðið að setja Leiðarljós aftur í gang við mikla gleði aðdáenda.


Uppáhaldspersóna

Eftirlætispersóna mín hefur alltaf verið Harley hún var svo sæt og skemmtileg og alltaf að finna upp á einhverju nýju hún er svona voða svipuð týpa og hann pabbi sinn (Buzz) en núna er hún hætt,eða komin í smá pásu
En aðrir sem eru í uppáhaldi hjá mér eru:

- Buzz
- David
- Eleni
- Tangie



Persóna sem er ekki í uppáhaldi

Já það er hann Dr.Ed mér hefur hann alltaf þótt leiðinleg persóna,og það bætir ekki úr skák að hann hélt mörgum sinnum framhjá eiginkonu sinni Maureen hann er alltaf með einhvern væminn vælusvip á andlitinu sínu og bara já það er komin tími á að skipta honum út. (ATH ég vil ekki vera að móðga aðdáendur Eds ekki taka því persónulega)

- Venessa
- Alexandra
- Mindy
- Holly
- Roger (þó að Leiðarljós væri ekki eins án hanns)



Jæja þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra,mér langaði bara að fara eftir því sem Karat sagði og lífga aðeins upp á þetta sápuspjall.
Mér langar samt að minna á að það að ég tek öllum ábendingum vel og meira en það,en ef þið ætlið að koma með eitthvað skítkast þá skaltu sleppa því og um leið líta í eiginn barm því að fólk sem hatar sápur á þá ekki að koma hingað!
Margir leggja mikið í að búa til grein sem allir geta lesið og það síðasta sem það vill heyra er “Oj ertu einmanna” “Oj hvað þetta er hallærsleg og illaskrifuð grein”

En já vonandi hafi þið gaman að lesa þessa grein og endilega komið með álit hvað ykkur finnst um perónurnar!



Afsakið stafsetningarvillu