Hataðast & elskaðast Hataðast & elskaðast

Hataðasta sápan!
Leiðarljós
Ég skil ekki hvernig fólk getur horft á þetta…þetta er svo gamaldags myndir og alltof væmið. Endalaust framhjáhald og eitthvað svoleiðis og ekkert spennandi að gerast.
Allir þættirnir eru eiginlega eins, grenjað, framhjáhald, grenjað meira, sagt ég elska þig og svo grenjað ennþá meir.
Persónulega finnst mér þessir þættir alveg vonlausir og fyrir neðan allar hellur að vera að sýna þá á Íslandi, er ekki nóg að útlendingarnir kveljist.

Elskaðasta sápan!
One Tree Hill
Þessir þættir eru frábærir. Þetta er æðislegt drama að bestu gerð og alltaf eitthvað nýtt að gerast. Alltaf þegar maður á von á einhverju gerist einmitt andstæðan. Ég og fullt af öðru fólki sest niður fyrir framan imbakassann á hverju mánudagskvöldi til að horfa á frábært sjónvarps efni og við fáum alltaf frábært efni og það rúmlega. Það breytist allt á milli þátta. Í hverjum þætti komumst við að meiru um persónurnar. Það er nóg af viðkvæmu fólki, skúrkum, uppstökku, veiku og svo fram vegis. Þessir þættir eru að mínu mati fullkomnir í alla staði.

Hataðasta persónan!
Nikki - One Tree Hill
Þessi persóna er helv**** tæfa og ekkert meira hægt að segja um hana. Hún stakk Jake af þegar hann þurfti mest á henni að halda og svo finnst henni sjálfsagt að hann leyfi henni að sjá Jenny, og nú er hún að reyna að fá fullt forræði. Mín lýsingu á þessari persónu er heimsk að halda að hún fái forræðið, vond móðir og kærasta, lítur illa út og hörmuleg í alla staði.

Elskaðasta persónan!
Peyton – One Tree Hill
Þessa persónu fíla ég í botn. Hún er 100% minn karakter. Hún vill að öllum líði vel, er vinur vina sinna, viðkvæm og hefur aldrei brugðist nema í Brooke&Lucas&Peyton-málinu. Þá sá maður líka í hverjum einasta þætti að henni leið illa. Svo líður henni alltaf svo illa útaf mömmu sinni. Það er voða erfitt að komast til botns í henni. Hún er líka frábærlega góð við börn - og fullorðna. Hún er líka ákveðið stillt, ekki þessi partý típa.

Þetta voru mínar elskuðustu&hötuðustu sápur og persónu