Þetta eru mínar hötuðustu og elskuðustu persónur svona í þeim þáttum sem ég er að horfa á núna :)

O.C.
Ætla bara að segja frá persónum sem eru í 1. seríunni svo ég sé ekki að spoilera neinu ;)
Hataðasta persónan:
Oliver Trask leikin af Taylor Handley. Þegar hann Oliver mætti í þættina þá var hann ekkert rosalega pirrandi svona fyrst, en fljótt fékk ég alveg upp í háls gubbuna af honum. Vá hvað hann var pirrandi. Ég beið eftir að hann myndi hætta í hverjum einasta þætti sem ég horfði á og þegar hann var loksins hættur þá brosti ég allan hringinn hehe :) ..En hann var leiðinlegur því hann var alltaf að reyna við Marissu og greyið Ryan var eini sem vissi að hann var ekki sá sem hann sagðist vera.

Elskaðasta persónan:
Ég get eiginlega ekki valið á milli þeirra allra sem eftir eru en ég held að ég myndi velja Ryan Atwood sem er leikinn af Benjamin McKenzie. Mér finnst Ryan vera svo æðislegur. Hann er algjört krútt og mér finnst alltaf svo gaman að fylgjast með því hvað hann á eftir að gera af sér í næsta þætti. Það er alltaf eitthvað að gerast þegar hann er nálægt og það er ótrúlegt hvað hann getur verið óheppinn.

Nágrannar
Hataðasta persónan
Summer Hoyland sem er leikin af Marisa Siketa fer svakalega í taugarnar á mér. Engin sérstök ástæða nema hvernig hún talar og hún er bara alltaf að búa til einhver vandræði. En sú persóan sem ég þoli minnst í Grönnum er samt Isabell Hoyland (Izzy) sem er leikin af Natalie Bassingthwaighte. Þessi persónan fer bara agalega í taugarnar á mér. Hún er alltaf sí-ljúgandi og vandræðin sem hafa komið útaf henni eru ekkert skemmtileg. Það fer í taugarnar á mér að ég sé að horfa á þátt eftir þátt og hún segir aldrei Karl hver sé alvöru pabbinn.

Elskaðasta persónan
Mér finnst afgangurinn af persónunum vera frekar jafnar en ég man þegar Bill - veit ekkert hver lék hann - var í þáttunum. Hann var svo sætur og það var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í þáttunum þegar hann og gömlu krakkarnir sem eru öll hætt voru í þáttunum. Ég væri til í að horfa aftur á alla gömlu þættina :)

One Tree Hill
Þegar ég fór í sumar“frí” þá ákvað á að byrja að horfa á One Tree Hill og er bara búin að horfa á fyrstu tvo þættina og það sem mér finnst núna um persónurnar er (þannig að ekki kommenta um persónurnar eitthvað sem ég ekki veit) :
Hataðasta persónan:
Dan Scott leikinn af Paul Johansson. Hann er eitthvað bara svo vondur og leiðinlegur. Allt sem hann segir fer agalega í mig og mér finnst hann vera svo leiðinlega ráðríkur og frekur.

Elskaðasta persónan:
Lucas Scott sem er leikinn af Chad Michael Murray. Hann er audda í fyrsta laginn svo geðveikt fallegur :) ..Svo er persónan svo krúttileg, alltaf að lesa og er eitthvað svo feimin hihi. En hann er bara skemmtilegasta persónan hingað til :)


Fleiri sápur horfi ég ekki á, nema ég horfi stundum á Glæstar Vonir en þar eru flestar persónurnar svo leiðinlegar og þannig séð enginn ástæða fyrir því afhverju mér finnst það :)

Takk fyrir mig :)
Joey: Oh! Sorry… did I get you?