Ég er gallharður O.C. aðdáandi út í gegn..
Ég er nýlega búinn að sjá lokaþátt annarar seríu af the O.C. og þessi þáttur kemur manni sífellt á óvart.

Það sem ég vildi tala um eru lokalögin í þessum tveimur lokaþáttum sem búið er að gera.

Í fyrsta þættinum endaði serían á því að Ryan fór frá Newport og í kjölfarið hélt Seth leiðar sinnar á “skútunni” sinni.
Lagið sem hljómar í þessu lokaatriði er með tónlistarsnillingi sem heitir Jeff Buckley. Lagið, Halleluja, er mjög vinsælt jarðarfaralag og mætti halda að tilgangur lagsins væri að láta fólki vökna um augu. Lagið er að finna á diskinum “Grace”.
Þetta lag hefur verið tekið af hinum ýmsu tónlistarmönnum eins og til dæmis Leonard Cohen og hinum margfræga Rufus Wainwright en útgáfa hans af laginu er fræg úr myndinni Shrek.
Það skemmtilega við þetta allt saman er það að Jeff Buckley er fæddur og uppalinn í sjáfri Orange County. Hann fæddist þar árið 1966 og lést í slysi 1997.

Í annari seríu endaði þátturinn ekki á síðri veg. Þar sem þátturinn hefur ekki verið sýndur hér á Fróni ætla ég ekki að segja hvernig hann endar.
Lagið sem hljómar í tvígang í þeim þætti er eftir lítt fræga hljómsveit sem kallar sig Imogen Heap. Lagið heitir Hide and seek og það býr mjög sérstakur blær yfir þessu lagi. Lagið virðist í fyrstu vera hljóðfæralaust að undanskildum effectum sem bætt er við rödd söngvarans.
Imogen Heap hafa verið til í nokkurn tíma og eiga lög í mörgum frægum myndum. Þeir eiga lag í Shrek 2, virtual sexuality, I still know what you did last summer og svo eiga þeir annað lag sem hljómaði fyrr í seríu 2 af O.C.

Laga og flytjendaval þeirra sem framleiða the O.C. er með ólíkindum gott. Hvernig þeim tekst að láta lagið eiga svona vel við lok þáttanna kemur mér nokkuð á óvart. Meira að segja textinn á að vissu leiti við í þessum tilfellum.

Ég bíð spenntur eftir 3. seríu og hvaða lag þeir velja fyrir lokaþáttinn þar..