26. april 2005 - Nágrannar. Vá! Þessi þáttur var einn besti sem ég hef séð lengi, mikið drama í gangi og allt brjálað :)

Libby og Ben labba og ætla að fara gefa öndunum. Libby sér Darren og ætlar að snúa við en hættir við og ákveður að tala við hann. Darren kemur með henni að gefa öndunum og þau spjalla saman og enda heima hjá henni og hann bíður henni út að borða, hún segist vilja fara með honum vegna þess að hún vildi forðast að tala við einhvern sem gæti verið á móti greininni hennar.

Libby er búin að birta greinina sína í blaðinu og allt verður brjálað. Steph er enn á þeim nótum að henni finnst þetta gott, enda Izzy ekki alveg uppáhalds manneskjan hennar.
Susan byrjar á því að segja við hana á kránni að hún hefði ekki átt að ganga svona langt en Libby stendur enn fast á sínum skoðunum, nefnir að hún hafi ekki nefnt nein nöfn en Susan sagði að allir sem vissu um þetta mál ættu eftir að fatta að Izzy væri aðalefni greinarinnar.
Max kemur svo og spyr hana hvað hún þykist vera og hann er greinilega líka á móti þessu, sem er augljóst.

Lou fattar einnig að greinin er um Izzy en þegar hann ætlar að fara heim til sín heyrir hann að það er einhver inni. Hann hleypur yfir og biður Stu að koma með sér að gá hvað væri í gangi. Stu brýtur upp hurðina og þeir riðjast inn. Þegar inn er komið sjá þeir að þetta er Valda sem stendur þarna að brjóta muni sem Lou á.
Valda segir þeim að hún hafi keypt húsið og þau fara að rífast um hvort hún megi þetta eða ekki.
Lou fær Darren til sín til að athuga með öryggið og laga það. Darren segir honum að hann hafi komið til baka vegna Libby og svo fóru þeir að tala um að hann muni ekki eftir mömmu sinni, Cheryl (minnir mig). Lou segist geta fundið gamlar vídeospólur með henni frá því að hún var lifandi.

Lyn er á leiðinni til Susan að segja henni að Izzy sé ólétt þegar Karl kemur og segir henni að hann ætli að eiga við hana orð einn og hún ætti ekki að skipta sér að þessu. Karl fer strax að rífast við Libby um greinina og þær halda að hann hafi komið í heimsókn til þess. En svo segir Karl Susan að hann ætli að eiga við hana orð í einrúmi og Libby segir við hann að hann gæti varla gert neitt meira til að særa fjölskylduna meira og fer til Steph.
Þær tala saman þegar Max kemur og þau fara að rífast um greinina einnig.
Libby fer og Max spyr Steph hvort hún hafi vitað um greinina áður en hún var birt og Steph játar því.
Max spyr hana hvort að hún hafi ekki ætlað að reyna að vera ekki leiðinleg við Izzy og Steph segist vera það, hún hafði ekkert skrifað greinina!

Karl segir Susan að Izzy eigi von á barni og að hann sé faðirinn. Hún segir ekkert og hann heldur að hún sé svo skilningsrík og segir bara “Takk fyrir að vera svona skilningsrík” og Susan segir honum að hún vilji að hann fari, Karl fer þá.
Um leið og hann er farinn hrynur Susan og fær eitthvað kast (engin furða!) og hleypur út á eftir honum.
Þá er Izzy komin og hún talar við Libby um greinina og þær eru að rífast, Karl reynir að stoppa þær og svo kemur Susan og segir Karl að hann megi ekki búast við neinu nema hatri frá henni því hún hataði hann.
Sagði nákvæmlega; “I hate you Karl!” og var hágrátandi á meðan þessi orð flugu út úr henni.

Lou, Darren, Valda og Lyn fylgdust með þessu öllu saman og þvílík drama!! Ég get varla beðið eftir næsta þætti og vona að hann verði engu að síður jafn skemmtilegur :)
Takk fyrir lesninguna og með fylgir mynd af því þegar Karl segir Susan að Izzy sé ófrísk eftir hann (þótt við vitum í raun að það sé lýgi).