Stuart - hvað um hann? Hér að neðan ætla ég að fjalla örlítið um Stuart Parker í Nágrönnum, hans fortíð og vonandi framtíð. Ég mun koma inn á það hvað ég myndi vilja sjá gerast í hans lífi.


Stuart hefur verið frekar ráðvilltur undanfarið og í raun og veru alveg frá fyrstu tíð. Honum gengur ekki vel að halda í konur eða finna þá réttu. Hann hefur a.m.k. tvisvar verið trúlofaður en samböndin ekki gengið upp. Ekki endilega að það hafi verið honum að kenna, heldur var hann bara óheppinn. Fyrri konan hélt fram hjá honum með besta vini hans (en það var einmitt í kjölfar þess sem hann fluttist til Erinsbæjar og leitaði ásjár Drews sem var góður vinur bróður hans í Okaey) og sú seinni (Flick) flutti til Bandaríkjanna og upp úr sambandinu slitaði í framhaldi af því (af beggja hálfu). Stuart hefur reynt fyrir sér á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Sem dæmi um það má nefna að hann er lærður bifvélavirki og starfaði lengst af við þá iðju. Eins og flestir muna leiddist Stuart fyrir nokkru út á undarlegar brautir þegar hann fór að starfa með Lífvirkjunum sem var n.k. svikamilla og kom í hausinn á aumingja Stuarti í lokinn og honum kennt um að svíkja út úr fólki peninga. Stuart sökk mjög djúpt eftir þetta, hætti að hafa samskipti við vini sína, sem margir voru búnir að fá alveg nóg af sannfæringu hans um gæði lífvirkjanna. Vinir hans náðu á endanum að draga hann upp úr svaðinu og veittu honum stuðning eftir þennan skandal. Nú hefur hann lagt ástfóstur við lögregluna og er nýútskrifaður með glæsibrag, þó svo að þjálfarinn hans hafi gert lítið úr honum og reynt að koma honum í koll.

Það sem ég myndi vilja að gerðist í málum Stuarts er einfalt. Ég myndi vilja að hann fyndi sig nú endanlega í lögreglunni og að hann væri kominn á rétta hillu í lífinu og stæði sig vel í starfi. Og héldi í starfið. Það væri líka óskandi að hann væri að finna konu við sitt hæfi, einhverja sem hann myndi endast með. Hins vegar er engin í þáttunum sem hentar honum eins og er. Þó að hann og Libby væru reyndar kannski alveg ágæt saman. En það gekk ekki upp eins og við munum, enda held ég að það hafi verið stundarhrifning hjá okkar manni. Það hefði líka skrítið fyrir Libby að vera með vini Drews, ef svo hefði farið. En vonandi fer að ganga vel hjá Stuarti.

Karat.