Greinaátak.. Jæja jæja jæja. Mig langar aðeins að tjá mig um uppáhalds sápuna mína, Bold and the beautiful.

Þessir þættir finnst mér bara hreinasta snilld, þó að þetta sé frekar líkt Guiding Light, svona fyrst þegar maður sér þetta. Það sem mér fannst skemma þættina, eða varla skemma þá, heldur skemma fyrir mér, var til dæmis :

Þegar Brooke fór að vera svona mikið áberandi. Fyrst eignaðist hún tvö börn með Eric Forrester, svo giftist hún Ridge Forrester, syni Erics, og svo fór hún að dúlla sér eitthvað með Thorne. Mér persónulega finnst Brooke vera alveg ömurlegur karakter, en það finnst kannski ekki öllum.

Svo var það líka þegar Kimberly kom fyrst til sögunnar. Mér fannst hún líka vera alveg ömurleg, jafnvel verri en Brooke. Kimberly var einmitt líka mikið að daðra við Thorne, og það varð hálfgert stríð á milli hennar og Brooke um hann. Bridget, dóttir Brooke og Erics, vildi ekki að Brooke væri með Thorne svoleiðis að hún bað Kimberly um að tæla hann til sín.

Þegar Stephanie fékk áfallið. Stephanie er uppáhalds persónan mín í Bold and the Beautiful. Ég hélt að ég gæti ekki horft á fleiri þætti eftir að Stephanie fékk áfallið. En ég fór inná net og sá að Stephanie myndi lifa þetta af svo ég hélt áfram að horfa.

Amber fæddi andvana barn. Ég fór að gráta yfir þeim þætti. Amber, er önnur uppáhalds persónan mín í þáttunum, með Stephanie, og ég varð næstum brjáluð þegar hún fæddi andvana barn. En sem betur fer fékk hún son frænku sinnar í staðinn, þó að það hafi kannski ekki verið mjög fallegt af henni að ljúga svona að þeim.


Svo finnst mér vera svo mikið synd þegar það er skipt um leikara, eins og til dæmis með Thorne. Thorne var söngvari, eins og einhver ykkar kannast kannski við, en svo þegar það kom nýr leikari þá var bara eins og að hann hefði bara aldrei verið söngvari. Líka með Clark Junior, eða CJ, þið munið kannski eftir því að hann var lítill og feitur, en svo allt í einu var hann bara orðinn grannur og vel vaxinn. Skil þetta ekki alveg með leikara skiptin, það er ekki hægt að fá leikara sem eru líkir þeim gömlu.

Takk fyrir mig, vona að þetta sé ágætis grein =)
Some past just can not be forgotten…