Rosalega var skrýtið að senda ekkert inn í seinustu viku…

Brooke er sofandi heima hjá sér, en vaknar þegar einhver dýfir sér í sundlaugina í garðinum hennar. Hún hleypur út til að athuga hver sé á ferðinni. Í sundlauginni er strákur, sem Brooke er nokkuð viss um að sé sá sem sér um sundlaugina þeirra. Þar sem hún heldur að hann tali enga ensku, sem allt bendir til, fer hún að reyna að segja honum að fara.
Haley labbar um eldhúsið heima hjá henni og Nathan syngjandi, og virðist vera að semja lag. Hún segir við Nathan að hún hafi fundið ódýran bíl fyrir þau, og ef þau kaupa hann ættu þau afgang úr “spariskálinni” eins og ég kýs að þýða það. Þau eru greinilega eitthvað ósammála um peningamálin, því Nathan vildi kaupa myndbandstæki eða eitthvað þannig.
Peyton talar við Karen um hugmynd sem hana langar að framkvæma, hún er að reyna að fá klúbb í bænum til að vera með kvöld fyrir alla aldurshópa, því annars þurfi maður að vera með fölsk skilríki til að komast inná klúbba sem eru með góða tónlist (live) Karen segir henni að halda áfram að reyna, því að það þurfi bara ein manneskja að segja já. Nathan biður Keith að skoða bílinn sem Haley fann með honum, þar sem hann viti ekkert um bíla.

Karen er að fara í skólann í fyrsta skipti, og Deb ætlar að sjá um kaffihúsið. Hún spyr Deb hvort hún muni ráða við það, því ef Dan þurfi að hafa hana nálægt geti hún fengið Lucas til að hjálpa eftir skóla. Deb segir að Dan vilji það ekki, hann hangi bara og horfi á sjónvarpið, sé í hálfgerðu þunglyndi. Lucas heyrir það. Hann fer því til Dan, segir að ef hann vilji æfa með honum þurfi hann að gera það í dag, annars aldrei. Svo þeir fara út að labba. Þegar Lucas segir Dan frá því að Nathan sé að vinna hjá Keith á bílasölunni bregst hann illa, við, segir Lucas að fara.
Karen er komin í fyrsta tíman sinn. Maður sest við hliðina á henni, og fer að segja henni hvað þessi kennari sé leiðinlegur (kennarinn ekki kominn inn btw), en stendur svo upp, og þá kemur í ljós að hann er kennarinn. Hann spyr nemendurna hvort græðgi sé nauðsynleg í viðskiptum. Engin réttir upp hönd nema Karen, og hann er sammála henni.

Bíll sem er að beygja í stæði keyrir næstum á Lucas, Brooke verður brjáluð, ætlar að rífast við bílstjórann, því hún var að fara í þetta stæði. Er þetta þá ekki sá sem var að synda í sundlauginni hennar. Hann talar alveg ensku, og er ansi sjálfumglaður. Brooke eltir hann uppi, og hann er með ansi góð tilsvör, kann varla að orða það betur, horfið bara aftur á atriðið : ) Hann og Mouth fara að tala saman, og sjálfumgleðin og hrokinn koma enn betur í ljós. Hann heitir Felix. Dan segir Keith að reka Nathan, en Keith vill það ekki, hann segir honum að gera það bara sjálfur.
Felix “kemur sér fyrir” meðal fólksins í Tree Hill High, og Mouth eltir hann eins og ástfangin hvolpur (fann ekkert betra :S)

Nathan kemur Haley á óvart, hann keypti hljómborð handa henni í staðin fyrir að kaupa bíl eins og þau höfðu talað um. Hún verður hissa, og segir honum að skila hljómborðinu, af því að þau þurfa bíl. Hann vill að hún hafi eitthvað til að semja á, því að hann heldur að hún geti gert stóra hluti með tónlistinni sinni. Næst er hún að versla með B og P, þær tala um, hvað annað, strákana í Tree Hill. H og P eru sammála um að Felix sé Brooke í buxum (s.s. hún sem karlmaður) það er Brooke EKKI ánægð með. Peyton er að velja sér föt til að fara í á fund með einhverjum umboðsmanni.
Karen talar við Andy (kennarann sinn) hann spyr hana hvort hún hafi einhverntíman hugsað sér að stækka kaffihúsið, hún segir að það hafi aldrei verið hentugur tími.

Peyton talar við einn umboðsmann um þetta allra aldurs kvöld, hann vill ekkert með það hafa, en mér sýndist hann breyta aðeins um afstöðu þegar Peyton talaði við tvo gaura í einhverri hljómsveit um það að þeir ættu að einbeita sér meira að tónlistinni sinni (hún var s.s. í crowdinu þegar þeir spiluðu fyrst saman)
Umboðsmaðurinn talar eitthvað við Peyton um að hún verði að sjá um allt fyrir bönd ef þau eru að spila hjá henni, mat, drykk, eiturlyf…Peyton bara, eiturlyf??? Já, segir gaurinn, ég kem þér í samband við dílerinn minn, þá tekur hann fram kókaín, býr til línu, og býður Peyton. Hún neitar, það er synd segir hann, ég hélt virkilega að hún væri áhætturnar virði..(Þegar þetta atriði var, hugsaði ég Neeei, hún gerir það ekki, right??)
Brooke er gjaldþrota, fyrirtæki pabba hennar er farið á hausinn, og þau gætu þurft að selja húsið. Peyton segir henni að það verði allt í lagi. Brooke spyr hvernig fundurinn hennar hafi gengið, og Peyton svarar því að það muni ekki ganga.

Semsagt, Dan bað Lucas að prufukeyra bíl fyrir sig (Dan má ekki keyra útaf hjartanu) Þannig að þeir eru úti að rúnta, og Dan er að segja Lucas frá hlutum um sjálfan sig. Felix keyrir þá við hliðina á þeim, og fær þá í kappakstur. Hann endar þannig að Felix “vinnur.” Þegar Felix spyr Lucas hver Dan sé veit hann ekki hverju hann á að svara. Karen segir Deb frá gömlu áætlununum um að stækka kaffihúsið, og Deb vill fjárfesta í því hjá henni.
Brooke næst þegar hún er að stela úr búð, en Felix bjargar henni með því að þykjast vera kærastinn hennar. Dan fer yfir strikið þegar hann reynir að gefa Lucas bílinn.
Nathan fer að ná í bílinn heim til foreldra sinna, og lendir í rifrildi við Dan. Það skemmtilegasta úr því rifrildi: Dan:How’s your wife? Deb labbar út úr húsinu og sér þá. Nathan: A lot happier than yours… (1-0 fyrir Nathan og Haley :) )

Það er bíll á verkstæðinu sem Keith ætlaði að selja í varahluti, en þegar Nathan segir honum að Haley vilji skila hljómborðinu og kaupa bíl, vill Keith að þeir geri bílinn upp, og svo geti Nathan átt hann. Hann fer heim og segir Haley að hún geti átt hljómborðið áfram, hún verður mjög ánægð.
Peyton er að teikna mynd af því þegar “ógeðslegi umboðsmaðurinn” eins og ég vil kalla hann bauð henni kókaín, þegar Karen hringir í hana. Þær fara í salinn þar sem partýið fyrir N og H var haldið, Karen segist ætla að opna klúbb þar, en hún þurfi einhvern til að sjá um “all ages” kvöldin. Brooke er að synda í sundlaug, þegar hún fer uppúr stendur Felix þar og réttir henni handklæði. Hún segir: Já, sundlaugin mín er betri.” (var líklegast að synda í hans sundlaug…

Nokkrar pælingar…
Hver ætli þessi Felix sé, og hvaða vandræði gæti hann skapað?
Hann virðist vera hrifinn af Brooke, gæti það farið eitthvað?
Hvernig ætli klúbburinn muni ganga?
Ætli þessi leiðinlegi umboðsmaður haldi áfram að angra Peyton?
Mun Lucas einhverntíman taka Dan í sátt?
Og að lokum, mun hjónabandið ganga hjá Nathan og Haley?
- MariaKr.