Uppáhalds persóna; Jarrod Rebecci Ég ætla hér að neðan að skrifa smávegis um eina af mínum uppáhalds persónum sem er núna í Nágrönnum, Jarrod Rebecci, eða Körtuna eins og flestir þekkja hann.

Kartan er ein af þeim persónum sem hefur verið hvað lengst í þáttunum eins og er. Hann er sonur hjónanna Angy og Kev Rebecci sem um skeið bjuggu í Ramseygötu 32 en fluttu síðan út á land. Kartan á tvo bræður sem heita Stonie og Shane. Stonie var í þáttunum á undan Körtunni. Til frekari útskýringar á þessum nafngiftum ber að geta þess að flestir strákarnir í Rebecci fjölskyldunni hafa gælunöfn, öll tengd fiskum.
Eftir að fjölskyldan flutti úr Erinsbæ varð Karan eftir en hann vildi klára skólann í Erinsbæ, Karl og Susan Kennedy tóku hann þá að sér. Yngsti sonur þeirra, Billy var besti vinur Körtunnar.
Kartan var sem unglingur frekar feitur og var með sítt krullað hár sem hann hafði alltaf í tagli. Uppáhalds fötin hans voru Hawaiskyrtur í öllum regnbogans litum. Þegar Kartan fór í lögfræðina skipti hann um stíl og klippi hárið. Nú má segja hann hann sé bara frekar huggulega kæddur og hann hefur grennst töluvert.
Jarrod var vandræðaunglingur ef svo má segja. Hann var alltaf að finna upp á einhverjum hrekkjum og uppátækjum og nennti ekki að sinna skólanum. Síðar kom í ljós að hann er með mjög háa greinarvísitölu og námið var bara svo létt fyrir hann að honum leiddist og tók þá bara upp á einhverju rugli í staðinn fyrir að læra. Eftir að þetta kom í ljós fór hann þó að einbeita sér að náminu og setti markið hátt, á lögfræðina. Kartan lenti í mikilli krísu þegar hann var við það að ljúka Erinsborough High þegar hann olli mikilli hættu í skólanum með því að setja e.k. gas í loftræstikerfi skólans. Þetta átti að vera hrekkur sem hann hélt að væri meinlaus. Hann skammaðist sín svo mikið að hann stakk af frá Kennedy fólkinu og hýrðist á götunni á meðan hann tók lokaprófin í öðrum skóla. Ef ég man rétt var honum vísað úr Erinsborough High fyrir þennan hrekk.
Eftir langa tíma tókst minnir mig Billy að sannfæra Köruna að koma aftur heim og hann jafnaði sig smám saman á þessu.
Eftir útskrift fór Kartan í háskóla í lögfræðina. Námið gekk mjög vel og Kartan var vinsæll og var m.a. með mjög vinsælan útvarpsþátt á háskólarásinni. Hann flutti á þessum tíma yfir í Ramseygötu 30 þar sem hann hefur búið síðan með ýmsum sambýlingum.
Á meðan Jarrod stundaði nám í háskólanum vann hann fyrir sér á ýmsum stöðum. Hann vann á kránni hjá Lou sem barþjónn og síðan í móttökunni á Lassiters hótelinu. Kartan var jafnan vel liðinn starfskraftur. Eftir útskrift í háskólanum fór Kartan að vinna sem lögfræðingur. Hann hafði verið í starfsnámi hjá virtu lögfræðifyrirtæki en líkaði ekki “sóðaskapurinn” þar, ef svo má segja og misnotkunina sem viðgekkst þar. Hann hætti því hjá því fyrirtæki, kláraði starfsnámið hjá öðrum lögfræðingi og fór síðan eftir útskrift að vinna með gömlum “óvini” sínum, Tim Collins, á nýrri lögfræðistofu hans. Þar vinnur Kartan enn í dag og er við stjórn í útibúinu í Lassiterskjarnanum þar sem Tim er mikið frá.
Kartan hefur verið mjög óheppinn í ástarmálum. Þetta er góður og viðkvæmur strákur sem stelpum hefur þótt auðvelt að fara illa með. Stúlka að nafni Charlie fékk hann til að trúlofast sér og hann var mjög ástfanginn af henni og hrifinn af athyglinni sem hann fékk, þar sem hann hafði alltaf verið svo óheppinn og átti erfitt með að ná í stelpur, sem litu aðeins á hann sem trúð. Charlie þessi reyndist þó aðeins hafa áhuga á því að fá ástralskt vegabréf og ríkisfang en ekki á Körtunni. Sem betur fer kom þetta í ljós fyrir fyrirhugað brúðkaup. Síðan var Kartan ástfanginn af nágrannakonu sinni Maggie Hancock, sem var gift, mun eldri kona. Þau störfuðu náið saman í lögfræðináminu og starfsnáminu og Kartan féll fyrir henni. Maggie hafði tilfinningar til hans en vildi ekki stofna lífi fjölskyldu sinnar í hættu og flutti stuttu síðar úr bænum með fjölskylduna. Kartan sat eftir með sárt ennið og var lengi að komast yfir Maggie. Síðan komst hann í gott samband með Dione Bliss hjúkrunarkonu. Reyndar hættu þau saman um tíma þar sem gamall kærasti hennar, Darcy Tyler gerði allt sem hann gat til að spilla á milli þeirra og ná henni aftur. Þetta gerði hann m.a. með því að borga Sindi Watts fyrir að reyna við Körtuna. Dee og Kartan náðu þó aftur saman og endaði það með brúðkaupi þeirra. Brúðkaupsdagurinn endaði skelfilega með því að brúðhjónin lentu í umferðaróhappi, þ.e. keyrðu fram af klettabrún og út í sjó. Kartan bjargaðist en Dee hefur enn ekki fundist og er hún talin af. Kartan sökk í djúpt þunglyndi eftir þetta og er núna fyrst að ná sér upp úr því og lærir að lifa við missinn og söknuðinn.
Fyrir stuttu síðan byrjaði hann með Sindi Watts, sem er virkilega hrifin af honum og sér eftir að hafa spilað með hann áður. Kartan virðist hafa fyrirgefið henni það. Sindi átti hins vegar kærasta, giftan mann, Rocco, sem var auk þess mafíósi. Sá getur ekki tekið því að hún vildi hætta með honum, gefur henni gjafir, skipar henni að giftast sér, lætur njósna um hana o.s.frv. Ljósmyndari náði myndum af henni og Körtunni kyssast og Rocco ætlar ekki að leyfa þeim að vera saman og finnst þau hafa svikið sig, en hann er viðskiptavinur lögfræðistofu Körtunnar. Eins og er er Kartan týndur og suma grunar að Rocco hafi hann einhvers staðar í haldi þar sem að þeir sáust síðast saman. Ég held persónulega að þetta sé rétt. Hins vegar hafa borist sms og tölvupóstur frá Körtunni þar sem hann segir að hann sé bara úti á landi að hugsa sín mál, þar sem Rocco hefði sagt honum frá fortíð Sindiar. Hún hafði verið súludansari. Þeir sem þekkja Jarrod vita þó að þetta getur ekki verið því að hann myndi ekki kippa sér upp við það að Sindi hefði verið súludansari. Við eigum því eftir að sjá hvað kom fyrir Körtuna, vonandi birtist hann aftur fljótlega heill á höldnu.
Þess má einnig geta í sambandi við Jarrod að ættingjar hans eru farnir að senda til hans frændur hans, þar sem hann hafi svo góð áhrif á þá. Þetta eru vandræðastrákar sem fólkið heldur að muni lagast við það að dveljast hjá frænda sínum sem var eitt sinn vandræðaunglingur en er núna virrtur lögfræðingur. Þessir frændur eru þeir Tad, sem svo sannarlega rættist úr og nú Scott Timmins.
Að lokum má geta þess að Jarrod er leikinn af Ryan Maloney.

Þetta varð víst aðeins meira en smávegis en vonandi höfðuð þið gaman að.
Karat.