Uppáhaldið mitt í þáttunum The OC er hann Ryan dúlla Atwood.
Ryan var fyrst í þáttunum strákur sem var satt best að segja frekar óheppinn í lífinu. Hann var nýbúinn að lenda í því að nást að stela bíl með stóra bróður sínum, rétt sleppur úr fangelsi (þökk sé Sandy) og er svo hent út af heimilunu af drykkfeldri móður og barsmíðarglöðum stjúppabba.
Neyðist að hringja í sjálfan lögfræðing sinn til að biðja um gistingu. Sandy var svo sem sama en þegar heim var komið var konan hans hún Kirsten ekkert svo kát með þetta.
Eftir samt heilmikið vesen fær hann Ryan samt að búa hjá þeim hjónum og syni þeirra. Þau ættleiða hann eiginlega eftir að móðir hans hefur snúið algerðlega við hann bakinu.
Nú fær Ryan að búa hjá eðlilegri fjölskyldu og allt er í lukku. Nema kannski ástarlíf hans.

Það sem gerir það að verkum að ég held mest upp á þennan karakter er ekki bara það hve heitur hann er heldur það að ég dáist svo að því að það er einhvern vegin sama hvað það er, hann hendir öllu frá sér til að hjálpa fólki sem honum þykir vænt um. Hann er líka alltaf svo kaldur á því, duglegur í skólanum (ef hann er ekki truflaður) og á sína fyndnu augnablik.

Leikarinn:
Benjamin McKenzie (Schenkkan) er fæddur árið 1979 (sem gerir hann um það bil 26 ára gamlann). Hann ólst upp í Austin í Texas.
Eftir að hafa útskrifast frá University of Virginia flutti hann til New York til að reyna fyrir sér sem leikari. Hann lék þar aðalega bara í leikritum áður en hann flutti svo til Los Angeles þar sem hann fékk ein af aðalhlutverkunum í þáttunum The OC sem slógu svona feiknarlega í gegn. Sjálfur segir hann að ástæðan fyrir því að hann hafi náð að slá í gegn svona fljótt væri fyrst og fremst heppni.
Laun hans í The OC eru á milli $15,000 og $25,000 á hvern þátt.
Að lokum er hér smá quote/tilvitnun: “I've always been kind of a loner. Continue to be. So, in that sense, Ryan and I are the same. I played football in Texas, but I didn't really hang out with the jocks. I did honors courses, but I didn't hang out with those kids, either. I sort of had my own group I hung with occasionally, but I've always been kind of by myself.” - When asked about his high school experience.