Það sem mér finnst vera mikilvægast þegar maður horfir á sápuóperuru (sérstaklega svona sýrðar eins og Leiðarljós) er að hafa húmor fyrir því sem gerist og því sem fólk er að gangrýna við þetta.
Ég meina, ef þetta væri ofur raunsætt og eðlilegt fólk sem maður væri að horfa á væri þá nokkuð gaman að þessu?
Mér datt því í hug að tína saman nokkra punkta um þennan merkilega þátt sem ég tel athyglisverða. Þetta er þó langt frá því að vera tæmandi listi. Vonandi hefur einhver annar en ég gaman af.

Bæði Mindy Lewis og Philips Spaulding (sem að vísu er ekki í þáttunum sem stendur) eiga að vera frekar ung, ekki mikið eldri en þrítug en hafa fyrir það mjög mikla reynslu af hjónaböndum. Þau byrjuðu á að giftast hvort örðu en eru núna bæði í sínu fjórða.

Öll þrjú fyrri hjónabönd Philips hafa endað með skilnaði.

Í fyrsta hjónabandinu voru Philip og Mindy gift hvort öðru. Það kom til vegna þess að Mindy varð ólétt eftir hann en hann elskaði í raun Beth.
Í öðru hjónabandinu var Philip giftur Indíu von Halkein. Í þeim skilnaði kom einhvert ástarlyf sem hún bruggaði handa honum við sögu.
Svo er það rúsínan í pylsuendanum. Þriðji skilnaður Philips kom til vegna þess að eiginkonan, Blake Thorpe lét leggja hann inn á geðveikrahæli fyrir að halda því fram að hann hefði séð æsku ástina sína, Beth, sem hafði verið talin af í nokkur ár. Blake vissi að hann var ekki klikkaður.

Þessi eiginkona Philips, Blake, sat samt ekki með hendur í skauti meðan þau stóðu í skilnaðinum. Á þeim tíma hélt hún við tvo menn. Annar þeirra var Alan Mikael, sem er yngri bróðir Philips og giftu þau sig stuttu seinna.

Hinn maðurinn sem Blake átti í ástarsambandi við hét Gary Swanson og vann fyrir Philip. Það er svona smekksatriði hvort hann hafi elskað Blake eða bara viljað giftast henni fyrir peningana sem hún fengi þegar Philip væri dauður. En Gary var með svaka plan um að koma Philip fyrir kattarnef.

Þess má einnig geta að Blake hefur líka sofið hjá pabba Philips og Alan-Mikael, Alan.

Á þeim tíma sem Blake og Alan Mikael áttu í ástarsambandi stóð Alan-Mikael líka í skilnaði, við Harley. Hann og Harley höfðu þó stuttu áður sofið saman og sagði hún honum eftir það að hún gæti ef til vill verið ólétt. Daginn eftir hitti Alan-Mikael Blake og laug hún þá að honum að hún væri ólétt. Hann hélt því um tíma að þær væru báðar ófrískar en hvorug þeirra var það.

Ein er sú kona í Leiðarljósi sem hefur slegið Blake við hvað varðar val á karlmönnum úr sömu fjölskyldu, en það er Reva Shayne.
Reva hefur nefnilega verið gift öllum Lewis karlmönnunum; Billy, Josh og H.B. En fyrir þá sem ekki vita eru Billy og Josh hálfbræður og H.B. pabbi þeirra. Einnig var Reva trúlofuð hálfbróður Billy í hina ættina.

Og allir Lewisarnir gerðu hana ólétta. Hún eignaðist strák með Billy þegar hún var sautján og enginn vissi af honum fyrr en fyrr en 18 árum seinna, en hún hafði gefið hann til ættleiðingar. Reva og Billy voru að vísu ekki gift á þeim tíma en létu verða af því seinna.
Í næsta skipti þegar hún varð ólétt var talið að Joshua ætti barnið, en nei. Á daginn kom að það var í raun H.B. Hún missti missti fóstrið.
Eftir að hafa verið sundur og saman giftust svo Reva og Josh og áttu þá fyrir eina stelpu Möruh, og stuttu seinna eignuðust þau sitt annað barn. Þess má svo geta að rosaleg vandamál voru með að feðra Möhru rétt. Þar blandaðist inní að þá nótt sem Marah var getin átti í raun að vera brúðkaupsnótti Kyles Sampson og Revu. En fyrrverandi eiginkona Kyles hafði ruðst inn í athöfnina og tilkynnt að hann ætti son. Reva hljóp burt, hitti Josh, sem var ný kominn til Springfield eftir langa fjarveru og eitt leidd af öðru… Annað sem blandaðist inní var svokallaður besti vinur Joshua á þessum tíma, Will Jefferies, sem í raun var geðsjúklingur sem var illa við vel efnað fólk, og Alan Spaulding sem var að gera hosur sínar grænar fyrir Revu á þessum tíma fölsuðu niðurstöður faðernisprófanna fram og tilbaka.

Að gefa börnin sín til ættleiðingar eiginlega hlýtur að vera ættgengt, í það minnsta í Leiðarljósi.
Mamma Billy leyfði konu H.B. að ala hann upp. Billy eignaðist síðan Dylan með Revu þó hann hafi ekki vitað af því. Dylan var gefinn til ættleiðingar. Dylan eignast svo barn með Harley meðan hann er í fangelsi og vissi þess vegna ekki af barninu. Harley álkvað að gefa það til ættleiðingar. Enn ein ættleiðing hefur átt sér stað í allri þessari famelíu. Billy nefnilega ættleiddi barn, sem hann upphaflega hélt að hann ætti sjálfur en í ljós kom að hvorki hann né konan hans áttu neitt í (konan vissi það auðvitað) og kom í ljós að var barnabarn erki óvinar hans.


Mindy Lewis og Roger Thorpe áttu í ástarsambandi. Það sem mér finnst merkilegt við það er ekki það að Roger var að halda fram hjá konunni sinni heldur að Mindy og Blake, dóttir Rogers eiga eitt sameiginlegt. Þær hafa báðar verið giftar Philip Spaulding. Þarna kemur aldursmunurinn milli Rogers og Mindy vel í ljós.

Þetta er þó ekki einsdæmi því Joshua Lewis átt í sambandi við Harley Cooper, sem er barnsmóðir elsta sonar fyrrverandi konu Joshua.

Meira af sambandi Mindy og Rogers. Hann þráði að eignast loksins son en eiginkonan (Alexandra Spaulding) orðin heldur gömul til barneigna. Jú, jú Mindy verður ólétt og hann ennþá giftur (ekki merkilegt). Dag einn lendir Mindy á sjúkrahús. Roger vill auðvitað komast til hennar og vita hvort barnið sé í lagi, en nei, það átti ekki að gerast. Þegar hann er á leiðinni út um dyrnar kemur ungur maður til hans og æpir því á hann, í því skyni að fá athyglina, að hann sé sonur hans. Roger fór aldrei á sjúkrahúsið, Mindy missti barnið og þau hættu saman.

Rick Bauer og Philip Spaulding eiga langa sögu saman. Þeir hafa verið bestur vinir síðan í miðskóla og hafa kvennamálin og annað hjá þeim tvinnast mikið saman. Á einu góðu kvöldi sváfu Philip og tilvonandi eiginkona Ricks saman en um daginn höfðu hún og Rick rifist heiftarlega. Hún verður ólétt eftir Philip en Rick ætlar að ala upp barnið. Fæðingin gekk illa og Rick þurfti að ákveða hvort ætti að reyna að bjarga lífi konu sinnar eða barni og auðvitað spurði hann Philip ráða en hann vissi ekki þá að Philip ætti barnið. Philip í göfugleika kasti sagði honum að bjarga konunni. Barnið dó. Allt komst að lokum upp og konan og Rick skildu.

Meira af samskiptum Ricks og Philips. Philip var ákærður fyrir morð og ákvað að flýja úr landi og setja dauða sinn á svið. Rick ákvað að hjálpa honum og rændi líki, falsaði tannlæknaskýrslur og náði í falsað vegabréf handa honum. Seinna giftist hann einnig kærustu Philips til að hylma yfir með þeim. Það endaði með því að hann varð hrifinn af henni í alvöru.



Njótið vel!
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.