Karen Rowe
Karen á, eins og flestir vita, soninn Lucas með Dan Scott, en hún varð ófrísk eftir að þau kláruðu Tree Hill High. Hann skyldi hana eftir, en fór í háskóla. Hún sat eftir í Tree Hill, þar sem hún eignaðist son, sem hún skýrði Lucas. Bróðir Dan, Keith hjálpaði henni mikið, og varð einskonar föðurímynd fyrir Lucas, þó að hann vissi vel að Keith væri bara frændi hans. Karen á kaffihús í bænum, en græðir ekki mikinn pening á því. Þegar Dan flutti aftur í bæinn vildi hann fá sameiginlegt forræði, en Karen vildi það ekki. Karen fékk aðeins að sleppa úr öllu dramanu í Tree Hill þegar hún fór til Ítalíu í matreiðsluskóla (á meðan eignaðist leikkonan Moira Kelly sitt fyrsta barn :) ) Hún kom svo aftur inní allt dramað strax, en Lucas og Keith lentu í bílslysi þegar þeir voru á leiðinni að sækja hana á flugvöllinn.

Dan Scott
Í stuttu máli varð kærasta Dans í miðskóla, Karen, ófrísk sumarið eftir að þau útskrifuðust úr skólanum, og Dan stóð á krossgötum, að vera eftir í Tree Hill með Karen, eða fara í háskóla og láta draum sinn um frama í körfubolta rætast. Hann valdi seinni kostinn, en var kominn í sömu spor nokkrum mánuðum síðar, þegar þáverandi kærasta hans, Deb, sagði honum að hún væri ófrísk. Núna ákvað hann að giftast henni, og eignast barnið með henni. Svo fluttu þau til Tree Hill, og með ,,hjálp” (peningum) frá pabba hennar opnaði hann bílasölu í Tree Hill. Dan reyndi að verða hluti af lífi Lucas líka, en þegar Karen leyfði honum það ekki lokaði hann þau útúr lífi sínu.
Ég held að hann hafi alltaf séð eftir því að hafa skilið Karen eftir, og hann kunni ekki að bregðast við þessari “auka” föðurtilfiningu í garð Lucas, og þegar Karen vildi ekki fá hann inní líf Lucasar hunsaði hann þau alveg, og varð þess vegna svona kröfuharður á Nathan, seinni soninn.
Í lokaþætti seríu eitt labbar hann inná Keith og Deb eftir að þau höfðu sofið saman. Hann ríkur heim til sín, en þau voru þá skilin að borði og sæng, en þegar hann er að fara að skrifa undir skilnaðarpappírana fær hann hjartaáfall.

Deb Scott
Deb er eiginkona Dans, en vegna vinnu sinnar var hún mikið að heiman þegar Nathan var að alast upp, og gat ekki stöðvað Dan þegar hann lagði sífellt harðar að Nathan um að standa sig í körfuboltanum. Svo fáum við að vita allan sannanleikann, að eitt sumarið hafi hún farið frá honum, og flutt í burtu til annars manns. En hún vildi ekki fara frá Nathan, þannig að hún kom aftur. En þetta sumar var Dan sérstaklega harður við Nathan, og eins og Nathan sagði, þá breytti hann honum í það sem hann var orðinn þetta sumar. Og fyrir það vill Nathan ekki fyrirgefa mömmu sinni. Hún verður vinkona Karenar, og hættir í vinnuni sinni, og gerist meðeigandi í kaffihúsinu sem Karen á. Þegar hún er meira í bænum sér hún hvað Dan er hræðilegur, og þannig fer að lokum að hún vill skilja við hann. Í lokaþætti seríu eitt sefur hún hjá Keith, og Dan labbar inná þau eftir á.

Keith Scott
Keith er eldri bróðir Dan Scott, en á meðan Dan gekk allt í haginn sat Keith bara á hliðarlínunni, og ég held að hann hafi öfundað bróður sinn mjög mikið þegar þeir voru í skóla, hann var hrifinn af Karen, kærustu hans, og var etv. pínulítið öfundsjúkur útí körfuboltahæfileika hans. Svipar svolítið til stöðu Lucas í byrjun 1 seríu. Þegar Dan fór í burtu og skyldi Karen eftir ófríska hjálaði hann henni, en hann elskaði hana enþá. Hann átti bílaverkstæði, en eftir að Dan sveik hann þegar hann keypti fyrirtækið af honum, og Karen hafnaði bónorði hans, og eftir að hafa sofið hjá konu bróður síns og Dan þurrkað hann úr lífi sínu, enginn smá listi það, fann hann enga ástæðu til að vera áfram í Tree Hill, og ákvað því að flytja til Charleston.

Jake Jagelski
Vegna sérstakrar óskar hef ég Jake með hérna, þó að hann sé bara aukapersóna, ekki í main creditlistanum. Hann á sem fyrr getur dótturina Jenny, en þarf að flýja í burtu þegar barnsmóðir hans kemur í bæinn og hótar að taka hana af honum. Hann er líka í körfuboltaliði Tree Hill High, og er einn af fyrstu manneskjunum í liðinu sem tekur á móti Lucas og verða þeir ágætir félagar. Lucas er einmitt fyrsta manneskjan sem fær að vita að Jake á dóttur af “aðal” fólkinu í þáttunum. Peyton verður hrifin af honum, og það tekur mjög á hana þegar hann þarf að fara.

Þá er þetta komið! Þetta er kannski mikil endurtekt, en ég verð einhvernvegin að setja það helsta inn hjá öllum. Svo mun þetta væntanlega breytast í seríu 2, en vegna anna mun ég ekki uppfæra þennan lista í nokkurn tíma, kannski bara þegar sería 2 klárast.
- MariaKr.