Jæja, svo virðist vera sem forræðismálinu um Peter, son Bridgetar í Leiðarljósi sé lokið. Fyrir þá sem ekki vita hafði Bridget gefið son sinn til ættleiðingar, eiginlega gegn vilja sínum til Billys og Vanessu Lewis. Þar sem Billy var kominn í fangelsi og Vanessa var að skilja við hann vildi Bridget endurheimta son sinn sem hún sá mjög eftir að hafa gefið frá sér. Bridget hafði lagfært líf sitt þannig að hún gat alið son sinn upp og allt leit út fyrir að svo gæti farið. Vanessa vildi alls ekki gefa soninn eftir, en hún elskaði Peter innilega eins og hann væri hennar eigin sonur.
Vegna þessa hófust réttarhöld þar sem ýmsir voru yfirheyrðir og báðir aðilar sóttu hart að andstæðingum sínum og lögfræðingarnir voru með mikla hörku. Roger Thorpe, afi Peters, en faðir hans er Hart Jessup sonur hans, vildi einnig fá rétt til að hitta drenginn en hann hafði tengst barnabarni sínu miklum tilfinningaböndum. Margir höfðu áhyggjur af því að Roger myndi gera einhver skandal eða eyðileggja málið fyrir Bridget. En svo fór sem betur fer ekki.
Lögfræðingur Vanessu þjarmaði mikið að Bridget í vitnastúkunni en henni tókst ágætlega að svara fyrir sig. Vanessu var hins vegar ofboðið og taldi ekki rétt að standa svona að málum með því að gera lítið úr persónu Bridgetar. Vanessa hélt langa ræðu í réttinum um þetta. Dómarinn sagðist hins vegar sjálfur hafa úrskurðarvaldið í þessu máli og ætlaði að skera úr um hvor fengi forræðið seinna um daginn.
Vanessa og Bridget hittust í réttarhléinu og Vanessa stakk upp á því að þær tvær deildu forræðinu yfir Peter. Þetta endaði með því að Bridget samþykkti þetta. Þær sögðu dómaranum síðan frá þessari ákvörðun sinni og samþykkti hann hana. Þær mæðurnar héldu að þetta væri best fyrir Peter, hann myndi tapa á því að missa aðra hvora þeirra úr lífi sínu.
Eftir þessa ákvörðun var haldin mikil veisla. Bridget mundi þá eftir Roger og fékk Vanessu til að samþykkta að hann fengi að heimsækja drenginn að vild, að minnsta kosti þegar hann væri hjá Bridget. Roger var ánægður með þetta en vildi fá eitthvað skriflegt um þetta. Honum var sagt að þakka bara fyrir að hann fengi að umgangast drenginn og ætti ekki að vera með nein leiðindi, sem hann að lokum sætti sig við.
Ég hefði reyndar viljað sjá Bridget fá forræðið og ég held að hún hefði unnið, enda hélt Ross Marler lögfræðingur hennar það líka undir lokinn. Maður á síðan eftir að sjá hvernig það gengur hjá Bridget og Vanessu að fara með sameiginlegt forræði.
Ég vona að þessi grein hafi frætt ykkur eitthvað um þessi mál.

Karat