Spennandi! Kimberly og Thorne að kyssast! (B&B) Hæ! Ég ætla að segja frá síðustu þáttum í Bold and the beautiful!

Á fimmtudaginn (13.janúar) byrjaði´tískusýningin (Morgan's new line). Bridget sagði Kimberly að Brooke og Thorne ætluðu að tilkynna trúlofun sína á tískusýningunni og ætluðu að giftast eftir hana. Kimberly var í sjokki og var bara að hugsa um ,,ef ég hefði haft meiri tíma að ná til þín, Thorne". Allavega, Kimberly og Thorne voru að tala saman og Bridget horfði á þau. Allt í einu kyssti Kimberly Thorne og Bridget dragði tjaldið frá (þau voru fyrir aftan tjaldið). Allt fór í vitleysu og Kimberly fór. Það voru fréttamenn og svona sem fóku myndir og viðtöl og e-ð. En það versta er að Brooke sá þetta! Þátturinn endaði þannig.

Föstudagsþátturinn byrjaði þannig að fréttamennirnir héldu að þetta væri tlkynningin! Brooke fór og Thorne elti hana. Thorne sagði að Kimberly hefði verið skotin í honum lengi. Brooke vill ekki hafa neitt brúðkaup. Kimberly fattaði að Bridget dró gluggatjöldin fyrir. Ég verð nú að segja að mér finnst þetta sem Bridget gerði vera rangt, en þetta er bara mín skoðun. Síðan voru C.J. og Sally að tala saman. Darla kom inn og sýndi þeim í sjónvarpinu hvað gerst hafði. C.J. var hneykslaður á Kimberly. Og þátturinn endaði á því að Kimberly sá Brooke og Thorne fara út úr skrifstofunni. Takk!