Númer 28:

Susan Kennedy
(Jackie Woodburne)

(Karl Kennedy
Alan Fletcher)

Susan Kennedy er kennari og hún var skólastóri en eftir að hún missti minnið þá hætti hún þar (var rekin?).
Hún hefur verið í þáttunum mjög mjög lengi og hefur alið þar upp 2 syni og eina dóttur. Mal, Bill og Libby.
Mal flutti til Englands minnir mig með kærustunni og er mjög hamingjusamur þar.
Bill var smiður og flutti með kærustunni sinni Anne norður fyrir löngu síðan. Þau voru uppáhalds persónurnar mínar og ég vil endilega fá þau aftur, en það mun ekkert gerast.

Libby flutti út þegar hún og Drew giftu sig og flutti svo til Adalaide eða hvernig sem maður skrifar það.
Susan er amma Bens sem er sonur Libby og Drews.
Libby flutti samt aftur inn til þeirra eftir að Drew dó.

Eftirminnilegasta atriði hennar er þegar hún missti minnið.
Núna síðustu þætti hefur hún verið að skammast í Izzy vegna þess að hún hélt að Karl væri að halda framhjá henni með Izzy.
Hún tók það mjög á sig þegar Karl sagði henni að hann væri áfengissjúklingur.
Þau eru nýhætt saman þannig að hún á heima þarna núna alien.

Susan er leikin af Jackie Woodbourne.

Dr. Karl er heimilislæknir.
Hann og Sarah (ritarinn hans fyrir löngu) voru í leynilegu ástarsambandi og Susan tók það mjög á sig þegar hún frétti það. Líka eftir að hún missti minnið og byrjaði svo að muna þetta allt uppá nýtt, fékk mjög mikið á hana.
Þegar Susan missti minnið reyndi hann allt sitt besta að láta hana muna.

Karl hefur aldrei verið neitt í uppáhaldi hjá mér – fer frekar mikið í taugarnar á mér.
Hann byrjaði sem áfengissjúklingur og svo fór hann að kynnast Izzy og sagði henni að hann elskaði Susan ekki lengur og vildi vera frjáls.
Hann fékk svo það sem hann vildi og Susan rak hann út.
Hann á núna heima í einhverjari íbúð.

Karl er leikinn af Alan Fletcher.

Susan og Karl voru búin að vera gift í 30 ár þegar Karl labbaði bara burt úr hjónabandinu.
Ég var að fylgjast með þættinum áðan og ég var að spá í svipinn á honum þegar hann var að horfa á Izzy – ég held að hann sé að verða hrifinn af henni. Annars veit ég það ekki, mitt alit.
Svo í þættinum í dag fór Susan líka í makeover og er þvílíkt flott núna – hún, Sindi og Lyn fóru og keyptu ný föt á hana og Lyn klippti hana mjög smart – spurningin er hvort að henni gangi eitthvað betur núna? Líður auðvitað betur með sjálfa sig og sérstaklega þegar hún var að tala við Karl á kránni í þættinum áðan.
Gangi henni bara sem best að komast yfir Karl 

Vil svo minna á að þetta er bara eitthvað smá uppúr hausnum á mér – og ef það vantar eitthvað gerir það ekkert til. Væri svo gaman ef einhver annar færi að skrifa grein hingað inn (þótt það sé um glæstar vonir, the oc eða leiðarljós.
Takk fyrir lesninguna og næst eru það íbúar númer 30 sem ég skrifa um – þangað til næst bæ =)