Jæja, enn ein greinin.
Ég hef ákveðið að gera svona grein um öll húsin/íbúana og persónur þáttarins.
…Þetta er aðeins byrjunin ;) (samt eins og ég hef sagt áður er þetta bara svona rétt aðeins yfirlit af því sem ég man og mér finnst. Ekkert alvarlegt - bara uppá gamanið :)

Joe Scully
(Shane Conner)
Lyn Scully
(Janet Andrewartha)
Felicity Scully - Er í BNA eins og er
(Holly Valance)
Michelle Scully - Er í BNA eins og er
(Kate Keltie)
Jack Scully
(Jay Bunyan)
Oscar Scully
(Ingo Dammer-Smith)
Harvey
(hundur)

Joe Scully er eiginmaður Lyn Scully. Hann er pabbi Flick, Shell, Steph, Jacks og Oscars.
Hann vinnur sem byggingar maður og á fyrirtæki.

Eftir minninlegasta sem hann gerði í þáttunum var þegar hann tók á móti barni í leigubílnum sem hann ók sem aukastarf. Hann er guðfaðir barnsins núna.
Hann ofverndar dætur sínar og passar þær vel og að ekkert komi fyrir þær.

Joe fór núna um daginn að sinna föður sínum og bróður (minnir mig, man ekki alveg samt) því þeir lentu í bílslysi. Hann mun ekki snúa aftur því miður. Hann er í Bendigo.

Joe var leikinn af Shane Connor.

Lyn Scully er hárgreiðslukona og vinnur á stofu. Hún er eiginkona Joes og mamma barnana þeirra.

Hún komst að því á þessu ári að mamma hennar væri Valda. Hún sætti sig ekki við það fyrst en er búin að ná sér alveg yfir það núna og Valda er víst komin til að vera.
Hún fékk líka fæðingarþunglyndi þegar hún gékk með Oscar og elskaði hann ekki nógu mikið þegar hann fæddist. En það kom allt með tímanum og núna er hún mjög góð mamma.
Hún hefur verið húsmóðir mjög lengi enda eiga hún og Joe 5 börn saman.

Hún hefur oft verið kölluð slúðurhúsmóðirin í götunni og er það reyndar satt.
Hún sér um fyrirtæki Joes núna fyrst hann er farinn.
Hún hefur gengið í gegnum margt þar sem að dóttir hennar, Steph reyndist með brjóstakrabbamein, sonur hennar Jack flutti til Englands til að spila með fótbolta liði og dætur hennar, Flick og Shell fluttu báðar til BNA í einu. Flick til að vinna á hóteli og Shell sem skiptinemi.

Lyn er leikin af Janet Andrewartha.

Felicity Scully sem er oftast kölluð Flick er dóttir Joe og Lyn.
Hún fór fyrir löngu til BNA til að vinna á Lassiter's hóteli.

Hún var trúlofið Stuart Parker en sleit trúlofunni þegar hún fór til BNA. Svo var hún ástfangin af Marc Lambert þegar hann var með Steph og ætlaði að giftast henni. Þær vildu hann svo hvorugar og hann fór úr þáttunum.

Hún var ein af þessum skemmtilegustu persónum og einhvern staðar heyrði ég að hún færi en kæmi aftur en hún er ekkert búin að koma aftur og ég efast nú um það þar sem að Holly (leikkonan) er að gera góða hluti í söngbransanum. En ég vona samt að hún komi aftur, innilega.

Felicity var leikin af Holly Valance.

Michelle Scully er þekkt líka undir Shell.
Hún var yngsta barnið þegar hún var í þáttunum. Hún fór á sama tíma og Flick til BNA en hún fór sem skiptinemi. Hún var líka uppáhalds persónan mín og ég var ekkert smá reið þegar hún fór úr þáttunum. Hún kemur samt aftur bráðum og mig hlakkar ekkert smá til =)

Hún og Connor byrjuðu eiginlega strax saman og hann bjó hjá þeim þegar hann kom fyrst. Þau hættu svo saman þegar hún fór og hann fór að vera með öðrum stelpum og hún sendi einhvern tímann bréf heim um að hún væri líka komin með annan kærasta.

Hún er mjög gáfuð og klár. Hún hataði það þegar Flick og Steph voru að rífast um Marc.
Hún er grænmetisæta og hugsar vel um náttúruna – hún og Harold voru vön að fara í mótmælingar saman gegn einhverju.

Shell er leikin af Kate Keltie.

Jack Scully kom í þættina eftir að hafa hætt í enska fótboltaliðinu sem hann var í. Hann hafði búið þar síðan hann hætti í skóla og hafði aldrei áður komið inní þættina nema í símanum.
Hann bjó úti á englandi með kærustunni sinni Lori. Þegar hann kom í Ramsay St. varð hann hrifinn af Ninu Tucker og svo kom Lori Lee óvænt í heimsókn. Hann og Ninu urðu að halda sambandinu leyndu frá Taj og Lori en það komst svo upp á endanum og þau hættu saman.

Lori flutti inn til Susan og Karls þegar þau hættu saman og svaf svo hjá Connor og varð ólétt og flutti í burtu. Nina og Jack voru enn saman samt og svo náði hann að eyðileggja það samband með því að halda framhjá Ninu með Edwinu. Nina fór þá eitthvað í burtu með pabba sínum.

Hann byrjaði að vinna hjá pabba sínum áður en hann fór og hann er nú ekki mikið vinsæll þar. Verður gaman að sjá hvernig það fer. (Þótt ég viti hvað muni gerast hjá honum næsta árið…).

Jack er leikinn af Jay Bunyan.

Oscar Scully er yngsti meðlimur Scully fjölskyldunnarinnar.
Á meðgöngunni af honum hrinti Darcy Lyn og óttast var að hún myndi missa barnið.

Oscar er leikinn af Ingo Dammer-Smith.

Harvey er fjölskyldu hundurinn. Hann fullkomar þessa fjölskyldi – Ekta sjónvarpsfjölskylda.

Jæja, takk fyrir mig og sjáumst hress í næstu grein =)