Mér finnst nú komin tími til að einhver fari að skrifa um Nágranna.
Byrjum á Karl og Susan. Hann vildi skilnað en hún ekki hún vildi fara í hjónaráðgjöf einhverja og þá kom í ljós að Karl elskaði ekki Susan lengur.
Hún var ekkert smá reið eftir allt sem hafði gerst, þegar hún lenti í slysinu þá mundi hún ekki eftir Karl en hann elskaði hana svo heitt að hann vilsi ekki láta hana gleyma sér, en núna elskar Karl ekki Susan lengur.
Hún vildi ekki að hann flytti út og lét hann sofa í gestaherberginu. Svo ákvað Susan að tala við Izzy um hvernig hún gæti bjargað hjónabandinu, afþví að Karl og Izzy hafa verið að spjalla saman um allt, en Izzy svaraði að ekkert væri hægt að gera til að bjarga hjónbandinu.
Susan rak svo Karl út og býr nú ein. Hann fann sér íbúð og Susan er sár yfir því hversu stutt hann var að finna sér íbúð.
Izzy byrjaði eitthvað að skammast í Susan um að Susan sé búin að snúa öllum í götunni gegn sér.
Susan sagði við hana að engum líkaði við hana afþví henni er ekki treystandi, Izzy sagðist vita um nokkra sem líkaði við sig, og sagði Susan ekke hana ekkert hafa þá til að kvarta yfir, hún vissi ekki hvernig það væri að eiga allt og svo allt í einu er það tekið.
Max og Steph keyptu húsið sem þau búa í á 380.000 dollara, 30.000 meira en ætlað var, útaf gæjanum sem er hjá þeim, það er einhver vinur Max hjá þeim og ég held að hann sé að hefna sín síðan hann vann á borpallinum með Max og Max rak sagði rak hann með bréfi.
Allavega hann er búin að vera svona leiðinlegur við þau og er núna að reyna að komast í rúmið með Izzy.
Boyd er eitthvað æstur að komast í rúmið með Sky en Sky er ekki á sama máli, hún segir að strákarnir geti ekki hugsað um annað en að komast í rúmið með einhverri stelpu.
Summer heldur en að hún sé svo saklaus í öllu. Susan sendi hana út úr tíma afþví að hún hætti ekki að tala og Summer sagði við alla að hún hefði ekki gert neitt.
Summer sagði´Lisu að Susan væri svona leiðinleg afþví að þau væru að Karl og Susan væru að skilja.
Lisa skrifaði það á miða og ætlaði að láta allan bekkin sjá en Susan stoppaði hana og lét hana lesa miðann upphátt og svo sagði hún vipð Lisu að þetta væri bara skáldskapur.
Mamma Lilijönu kom til þeirra og Harlod sagði henni frá fjárhags vandamálunum sem að Lilijana og DAvid væru í.
Mamma hennar skipti sér af öllu og reyndi að láta Serenu líða illa yfir myndunum sem voru teknar af henni.
Lilijana henti mömmu sinni út og sagði við hana að hún hefði brotið niður sjálfstraustið sitt þegar hún var yngri og myndi ekki geta gert það við dóttur sína.
Þá sagði Mamma hennar að eina ástæðan fyrir að Lilijana hafði gifst David er útaf því að henni vantaði barnsföður fyrir barnið sitt.
En Lilijana skírði út fyrir Serenu og David að hún hafði orðið ólétt og síðan reynt við David sem var að vinna í húsinu þar sem hún bjó til að reyna að fá hann til að gera það með henni þannig að hann héldi að hann ætti barnið en hann gerði það ekki, hann var góður við hana og yndislegur, síðan fór hún á sjúkrahúsið og fæddi strák, hann var síðan tekin af henni þegar hún fæddi og hún hefur aldrei séð hann síðan og þegar hún kom heim var David þarna og bað hennar. Síðan eignuðust þau Serenu.
Lyn og Joe taka nú þátt í rauveruleikaþætti sem gengur út á það að það er verið að breyta öllu húsinu þeiira og þáttastjórnandinn er Sisdi fyrverandi kærasta Todie. Hún reynir að vera eins langt í burtu frá honum og hún getur.
Harold fékk heilablóðfall og hefur nú orðið fyrir heilaskemmdum og er orðin allt annar maður enn hann var.
Lou og Trixe eru í sýningar ferð um heimin að sýna Hello Dolly sem Trixe leikur aðalhlutverkið í.
Þetta er það sem ég man í bili.